Fréttablaðið - 01.04.2003, Qupperneq 24
01. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Besta hugmynd Spaugstofunn-ar til langs tíma er Maðurinn á
bak við tjöldin. Maðurinn sem
kveikir á ljósaperunni þegar við
opnum ísskápinn og straujar
handklæðin í rúllum almennings-
salerna. Þarna er hægt að teygja
lopann endalaust og ættu þeir fé-
lagar að gera meira af því. Gaman
að sjá hversdagslega hluti í nýju
ljósi.
Ítalinn Paolo Tuchi sló í gegn hjáÞorsteini Joð í Viltu vinna millj-
ón? Á meðan íslenskir keppendur
reyna allt hvað af tekur að leyna
stressi sínu og sýnast kúl sleppti
Ítalinn fram af sér beislinu og það
sama gerðu áhorfendur heima í
stofu. Þarna sáum við muninn á
mið-evrópskri einlægni og heft-
um Íslendingum. Þorsteinn Joð
ætti að fá fleiri nýbúa í þáttinn
sinn.
Stjórnmálaforingjarnir létu íljós sitt skína í Silfri Egils á
sunnudaginn. Halldór Ásgrímsson
kom á óvart þegar hann setti ofan
í við Össur með viðfelldnum
sjarma. Össur var sjálfum sér lík-
ur. Hins vegar er eins og Davíð
Oddsson hafi gleymt pólitískum
uppruna sínum og þeim kómíska
hálfkæringi sem gerði hann að
stjörnu í stjórnmálum. Þá sjaldan
hann reynir að beita þeim brögð-
um nú er það með erfiðismunum
og líkt og gegn raunverulegri líð-
an. Enda þroskast menn og breyt-
ast eftir níu ár sem borgarstjóri
og önnur tólf sem forsætisráð-
herra. Guðlaugur Þór var þarna
líka. Hress og kátur en ætti að
nota minna af geli í hárið. Stirnir
um of á skjánum og dregur at-
hygli frá málflutningi. ■
Við tækið
EIRÍKUR JÓNSSON
■ lítur yfir sviðið.
Íslenskir og útlenskir
20.00 Robert Schuller
21.00 Ron Phillips
21.30 Joyce Meyer
22.00 700 klúbburinn
22.30 Joyce Meyer
Á Breiðbandinu má finna 28
erlendar sjónvarpsstöðvar sem
seldar eru í áskrift og þar af eru
6 Norðurlandastöðvar. Að auki
sendir Breiðbandið út flestar ís-
lensku útvarpsrásirnar ásamt 10
erlendum tónlistarrásum með
mismunandi tónlistarstefnum.
18.00 Sportið með Olís
18.30 Meistaradeild Evrópu
(Fréttaþáttur)
19.30 Fastrax 2002 (Vélasport).
20.00 Trans World Sport (Íþróttir
um allan heim)
21.00 Tomorrow Man (Maður
morgundagsins) Í afskekktri sveit í
Oregon stekkur undarleg vera fyrir
bíl. Þetta er mannlingur sem send-
ur hefur verið utan úr geimnum til
að koma í veg fyrir að mannkynið
deyi út. Hann getur séð inn í fram-
tíðina og er kominn til að hafa
áhrif á gang mála. Aðalhlutverk:
Julian Sands, Giancarlo Esposito,
Craig Wasson. Leikstjóri: Bill D’Elia.
1996.
22.30 Sportið með Olís Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
23.00 Hidden Agenda (Undirferli)
Mögnuð spennumynd. Ekkert er
hættulegra en sannleikurinn.
Bandaríkjamaður kemur til Berlínar
og fer að grafast fyrir um örlög
bróður síns. Aðalhlutverk: Christ-
opher Plummer, Kevin Dillon,
Michael Wincott. Leikstjóri: Iain Pa-
terson. 1998. Stranglega bönnuð
börnum.
0.40 Trans World Sport (Íþróttir
um allan heim)
1.40 Dagskrárlok og skjáleikur
16.45 Viltu læra íslensku? (13:22)
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Gormur (1:26)
18.30 Stuðboltastelpur (21:26)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Íslandsmótið í handbolta
Bein útsending frá síðari hálfleik
leiks í átta liða úrslitum kvenna.
20.50 Mósaík. Umsjón: Jónatan
Garðarsson. Dagskrárgerð: Jón Egill
Bergþórsson og Þiðrik Ch. Emils-
son.
21.25 Heima er best (3:7) Kokk-
arnir Jón Arnar og Rúnar taka hús
á valinkunnum Íslendingum og
elda með þeim góðan mat.
22.00 Tíufréttir
22.20 Dauðir rísa (7:8) (Waking
the Dead) Breskur sakamálaflokkur
um Peter Boyd og félaga hans í
þeirri deild lögreglunnar sem rann-
sakar eldri morðmál sem aldrei
hafa verið upplýst. Aðalhlutverk:
Trevor Eve, Sue Johnston, Claire
Goose, Holly Aird og Wil Johnson.
23.15 Dave Brubeck (Rediscover-
ing Brubeck)Heimildarmynd um
djasspíanóleikarann Dave Brubeck.
0.10 Kastljósið
0.30 Viltu læra íslensku? (13:22)
0.50 Dagskrárlok
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours (Nágrannar)
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 What about Joan (4:13)
13.00 This Life (19:21)
13.45 Third Watch (6:22)
14.35 Tónlist
15.00 Trans World Sport
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 Spin City (9:22) .
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends 3 (7:25) (Vinir)
20.00 Amazing Race 3 (13:13)
20.55 Fear Factor 3 (5:28)
21.40 The Wire (7:13) (Sölumenn
dauðans) Með aðstoð hlerunar-
búnaðarins tekst Greggs, Herc,
Carver og Freamon að gera talsvert
magn eiturlyfja upptækt, sem gerir
Avon og Stringer tortryggna. Bunk
og McNulty elta uppi annað vitni
að Grant-morðinu og koma Omari
og gengi hans til aðstoðar.
22.40 60 Minutes II
23.25 Crossing Jordan (4:25)
0.10 Coupling (8:9) (Pörun).
0.40 Goodbye Lover (Bless elsk-
an) Aðalhlutverk: Patricia Arquette,
Dermot Mulroney, Ellen Degeneres.
1999. Stranglega bönnuð börnum.
2.20 Spin City (9:22)
2.40 Friends 3 (7:25) (Vinir)
3.05 Ísland í dag, íþróttir, veður
3.30 Tónlistarmyndbönd frá
Popp TíVí
6.00 Crackers (Kexrugluð)
8.00 The Pallbearer
10.00 And the Beat Goes On
12.00 Notting Hill
14.00 Crackers (Kexrugluð)
16.00 The Pallbearer
18.00 And the Beat Goes On
20.00 Vertical Limit (Hengiflug)
22.00 Ed Gein (Voðaverk Ed Gein)
0.00 The Magnificent Seven
Ride! (Hetjurnar sjö berjast á ný)
2.00 Letters From a Killer
3.40 Ed Gein (Voðaverk Ed Gein)
7.00 70 mínútur
12.00 Pepsí listinn
16.00 Pikk TV
19.00 XY TV
20.00 Geim TV
20.30 Lúkkið
21.00 Buffy the Vampire Slayer
22.03 70 mínútur
23.10 Meiri músík
17.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e)
18.30 Djúpa laugin (e)
19.30 The King of Queens (e)
Arthur kveikti í húsinu sínu og situr
nú uppi á Carrie dóttur sinni og
Doug eiginmanni hennar. Hann er
þeim óþægur ljár í þúfu, alltaf á
kvennafari og að skemmta sér. En
verst er að hann sefur í sjónvarps-
herberginu hans Doug. Carrie er
kvonfang af bestu sort og vinnur á
lögmannastofu en Doug keyrir
sendibíl með aðra hönd á stýri og
ávallt í stuttbuxum
20.00 Listin að lifa Á þriðjudags-
kvöldum dekrar SKJÁREINN við
nautnaseggina og sýnir frábæra
þætti fyrir fagurkera um alþjóðlega
hönnun - og stórskemmtilega
þætti um uppruna matar og
drykkjar. Er Dijon-sinnep frá Dijon?
Eru hamborgarar frá Hamborg?
21.00 Innlit útlit
22.00 Boston Public
22.50 Jay Leno
23.40 Survivor Amazon (e)
0.30 Mótor (e)
1.50 Dagskrárlok Sjá nánar á
www.s1.is
Sjónvarpið
23.10
Stöð 2
20.00
Kapphlaupið
mikla
Spennuztöð er yfirskrift Stöðvar
2 á þriðjudagskvöldum en þá er
m.a. boðið upp á hinn magnaða
myndaflokk Amazing Race, eða
Kapphlaupið mikla. Þetta er
þriðja syrpan þar sem ólík lið
spreyta sig en ellefu þátttökulið
hófu keppni í Seattle í Banda-
ríkjunum. Nú er farið að fækka
verulega í hópnum enda keppn-
in rúmlega hálfnuð. Keppendur
hafa þegar farið heimsálfa á
milli og fram undan er
æsispennandi lokasprettur.
Dave Brubeck
Djasspíanóleikarinn Dave Bru-
beck þykir með snjöllustu
mönnum í sínu fagi og er löngu
orðinn heimsfrægur fyrir list
sína. Hann kom til Íslands um
árið og lék á sögulegum tónleik-
um á Broadway á vegum Lista-
hátíðar í Reykjavík. Þar á Bru-
beck að hafa neitað að spila
nema veitingasala yrði stöðvuð
á meðan og eins krafðist hann
þess að bannað yrði að reykja í
húsinu meðan tónleikarnir
stóðu yfir. Í heimildarmyndinni
sem Sjónvarpið sýnir í kvöld er
dregin upp mynd af ferli þessa
sérstæða snillings.
SJÓNVARP Spjallþáttastjórnandinn
David Letterman mun snúa aftur í
stólinn í vikunni eftir rúmlega
mánaðar veikindafrí. Hann
stjórnaði þætti sínum síðast þann
25. febrúar en hringdi sig inn
veikan daginn eftir vegna gífur-
legrar vírussýkingar í auga. Það
var í fyrsta skiptið sem hann
gerði það á tuttugu ára löngum
ferli sínum. Hann tók sér reyndar
langt veikindafrí þegar hann
gekkst undir hjartauppskurð
fyrir þremur árum síðan.
Í fjarveru hans stjórnuðu
nokkrar þjóðþekktir Bandaríkja-
menn þættinum. Þar má sem
dæmi nefna Bruce Willis, John
McEnroe tennisstjörnu og sjón-
varpsfréttamanninn Regis Phil-
bin.
Búist er við því að áhorf á end-
urkomuþættinum verði gífurlegt.
Gestir hans í fyrsta þættinum
verða Billy Crystal og glímukapp-
inn Michael Barimo. ■
David Letterman:
Snýr aftur eftir
mánaðar veikindi
DAVID LETTERMAN
Snýr aftur í vikunni eftir
meira en mánaðar
veikindafrí.