Fréttablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 28
ÁFANGI Tryggvi Gíslason, rektor
Menntaskólans á Akureyri, hefur
sagt starfi sínu við skólann lausu
eftir liðlega þrjátíu ár. „Ég var
skipaður skólameistari með for-
setabréfi 14. júlí 1972 og er því
síðasti skólameistarinn við störf
sem þannig var skipaður,“ segir
Tryggvi.
Áður en
Tryggvi tók við
stöðu sinn
kenndi háskól-
ann í Bergen í
Noregi en kenn-
arar Mennta-
skólans á Akur-
eyri skoruðu á
hann að sækja
um stöðu skóla-
meistara og
varð hann við því. Í tíð hans við
skólann hefur hann útskrifað
margan mektarmanninn og -kon-
una sem nú gegna áhrifastöðum í
samfélaginu. „Ég trúi því að
flestir nemendur séu þakklátir
fyrir fóstrið. Skólinn er með
sterkar hefðir og byggir á göml-
um grunni en er framsækinn um
leið. Táknrænt fyrir það er lagið
sem stúlka úr skólanum flutti og
sigraði með í söngvakeppni fram-
haldsskóla. Hún var með fornt
lag klætt í nýjan búning,“ segir
Tryggvi.
Tryggvi er málfræðingur að
mennt. Hann hefur ekki hugsað
sér að setjast í helgan stein held-
ur hyggst hann vinna að sinni
sérgrein, málfræði og bókmennt-
um. „Síðan er ekki ólíklegt að ég
skipti mér eitthvað af stjórnmál-
um því mér sýnist ekki veita af
því að koma einhverju viti í
stjórnmálaumræðuna á Íslandi.“
Tryggvi segist lengi hafa verið
bendlaður við Framsóknarflokk-
inn en er ekki frá því að hann sé
einn fárra eftir á landinu því
hann hafi talið þá sem fylgdu
flokknum að málum vera sósí-
alista. „En ég er nú ekki alvar-
lega þenkjandi á þessum sviðum,
það sem ég fyrst og síðast ætla að
snúa mér að eru fræðistörf, ráð-
gjöf og kennsla,“ segir hann.
Tryggvi segist hafa fest sér
húsnæði á fegursta stað í Kópa-
vogi þar sem útsýn er norður í
land og til tunglsins. „Íbúð okkar
er í háhýsi við Blásali og ég á
ugglaust eftir að finna mig þar
eins og Óðinn forðum sem sá um
heima alla úr Hliðskjálfi.
Eiginkona Tryggva er Mar-
grét Eggertsdóttir grunnskóla-
kennari og eiga þau sex börn og
þrettán barnabörn. „Þau búa öll á
höfuðborgarsvæðinu og það er
ekki að ósekju sem við veljum að
vera syðra,“ segir Tryggvi. Hann
segir málfar og málrækt vera
sitt hjartans áhugamál og oft
hafi verið þörf en nú sé nauðsyn
að láta til sín taka í þeim efnum.
„Ég er svo ungur enn enda ekki
nema 65 ára. Verkefnin eru næg
fram undan og starfsorkan er
eins og best verður á kosið,“
segir Tryggvi Gíslason skóla-
meistari. ■
28 1. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Áhugamálið mitt
Jón gamli hefur ætíð verið af-skaplega latur maður. Um
daginn lét hann t.d. prenta fyr-
ir sig bænirnar sínar og hengdi
þær upp á vegg í svefnherberg-
inu sínu. Þegar hann háttar
bendir hann alltaf á bænirnar
og segir: „Drottinn, þú lest
þetta bara...“
Pondus eftir Frode Øverli
Með súrmjólkinni
Persónan
■ Tryggvi Gíslason skólameistari
lætur af störfum í sumar og hyggst
flytja sig um set í Kópavog. Hann ætl-
ar að koma sér niður þar sem hann
hefur útsýn eins og Óðinn forðum
sem sá um heima alla úr Hliðskjálfi.
Samkeppnin er öllum opin. Forsætisnefnd Vestnorræna
ráðsins velur þrjá vinningshafa. Nöfn verðlaunahafa
verða tilkynnt á ársfundi ráðsins sem haldinn verður að
Eiðum, Færeyjum, hinn 15. ágúst 2003. Vestnorræna
ráðið áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum ef sýnt
þykir að engin þeirra kemur til greina.
Hannið og sendið inn tillögur að merki fyrir Barna-
og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins
1. verðlaun DKK 6.000
2. verðlaun DKK 3.000
3. verðlaun DKK 1.000
Tillögur skulu berast eigi síðar en 20. maí 2003
til Vestnorræna ráðsins, Austurstræti 14, 5. hæð,
IS-150 Reykjavík, Ísland
Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins,
að upphæð 60.000 danskar krónur, voru fyrst veitt árið
2002, þegar Andri Snær Magnason og Áslaug Jónsdóttir
hlutu verðlaunin fyrir Söguna af bláa hnettinum. Þá
voru einnig tilnefndar færeyska bókin Kuffa eftir Brynhild
Andreasen og grænlenska bókin Sialuarannguaq eftir
Jörgen Petersen. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár
og verða næst afhent á ársfundi Vestnorræna ráðsins
sumarið 2004 sem fram fer á Grænlandi.
Sigurvegarinn 2002:
Sagan af bláa
hnettinum
www.vestnordisk.is
vestnordisk@althingi.is
Sími 563 0732
Fax 563 0735
Allar hugmyndir eru vel þegnar en vonast
er til að merkið endurspegli á einhvern
hátt barna- og unglingabókmenntir
vestnorrænu landanna, Grænlands, Íslands
og Færeyja. Merki bókmenntaverðlaunanna
verður notað í margvíslegu samhengi til
kynningar á verðlaununum, svo sem í
auglýsingum, tilkynningum o.fl.
TRYGGVI GÍSLASON SKÓLAMEISTARI
Hann hefur útskrifað margan mektarmanninn og -konuna sem nú gegna áhrifastöðum í
samfélaginu.
Er ungur enn og
starfsorkan næg
„Ég ætla
fyrst og
fremst ætla
að snúa mér
að fræðistörf-
um, ráðgjöf
og kennslu.
VERÐLAUN Heill bekkur í grunnskól-
anum á Eskifirði hefur enn ekki
komist til Færeyja þó svo hópurinn
hafi unnið ferð þangað í ritgerða-
samkeppni fyrir tveimur árum. Er
kominn kurr í nemendahópinn
vegna þessa enda vill hann ólmur
komast út:
„Einhverra hluta vegna hafa
Færeyingarnir ekki getað tekið á
móti okkur ennþá en þetta horfir
allt til betri vegar. Málið er að leys-
ast,“ segir Hilmar Sigurjónsson,
skólastjóri á Eskifirði. „Það var
nemandi í sjöunda bekk sem vann
ritgerðasamkeppnina fyrir tveimur
árum þannig að það verður að klára
málið áður en börnin fara úr skól-
anum,“ segir skólastjórinn.
Það var Herdís Hulda Guð-
marsdóttir sem sigraði í keppn-
inni fyrir vefsíðu sem hún gerði
um Færeyjar. Fyrir bragðið getur
hún boðið öllum bekknum sínum
til Færeyja – í fyllingu tímans. ■
ESKIFJÖRÐUR
Grunnskólabörnin orðin langþreytt.
Eskifjörður:
Börnin komast
ekki til Færeyja
Hestamennska og tónlist eru mínáhugamál. Ég held að ég hafi
verið tveggja vikna þegar ég fór
fyrst á bak hesti,“ segir Lára Mar-
grét Ragnarsdóttir alþingismaður.
Lára segir að þegar hún hafi ver-
ið lítil hafi faðir hennar haft hross-
in í bakhúsi við Vesturgötuna þar
sem þau bjuggu en síðan flutti fjöl-
skyldan upp á Höfða, ekki fjarri
þar sem Húsgagnahöllin stendur
núna.
Tónlistin er ekki síður áhugamál
hjá Láru. Hún söng í kórum og hef-
ur yndi af hvers konar tónlistar-
flutningi. „Óperur eru mér helst að
skapi og ég læt slíkan flutning helst
ekki framhjá mér fara,“ segir Lára
Margrét Ragnarsdóttir. ■
Alltaf þegar er farið í
sólóin fara menn beint á
mjóu strengina!
díí... djáng... djááánngg...
Ég er að spá í að koma af
stað hreyfingu, „Varnarráði
hinna gleymdu strengja“...
hvað finnst þér?
Mér finnst
sumir hafa of
mikinn tíma og
þurfa að fá sér
vinnu!
Hvað kemur
vinna gítar-
sólóum við?
Fylgjast með
hérna!
Gítarsóló á þykku
strengina eru
ógeðslega vanmetin!