Fréttablaðið - 09.04.2003, Side 4

Fréttablaðið - 09.04.2003, Side 4
4 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR Heldur þú að samkomulag náist um framtíð Evrópska efnahagssvæðisins? Spurning dagsins í dag: Eiga stjórnmálaflokkarnir að hætta að auglýsa í sjónvarpi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 22,4% 63% Nei 14,6%Alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Innrásin í Írak/ Örfréttir STJÓRNSÝSLA Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, hefur veitt Gylfa Gauti Péturssyni, forstjóra Löggilding- arstofu, tímabundna lausn frá starfi. Ástæðan er sögð stórfelld óreiða á bókhaldi og fjárreiðum stofnunarinnar. Máli forstjórans hefur verið vísað til sérstakrar nefndar sem sker úr um hvort Gylfi fá starfið aftur eða hætti endanlega. Hann heldur hálfum launum þar til botn fæst í málið. Þá hefur ráðherra skipt út öll- um þremur stjórnarmönnum sem setið hafa frá árinu 1999. Vísað er til þess að fjarskipta- kostnaður Löggildingarstofu hafi verið óeðlilega hár og eignakaup úr hófi. Dæmi séu um ýmsan óeðlilegan kostnað, eignir hafi týnst, launamál og bókhald hafi verið í ólestri og risna og ferða- og auglýsingakostnaður hafi ver- ið óeðlilega hár. Tryggvi Axelsson, deildar- stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, tekur tímabundið við forstjórastarfinu. Gera á heildarúttekt á fram- tíðarfyrirkomulagi verkefna Löggildingarstofu og hvernig þau eru fjármögnuð. Sjálfur taldi Gylfi að hann ætti í mesta lagi að fá áminningu. Ekki væru skilyrði til brottvikn- ingar. ■ LÖGGILDINGARSTOFA Forstjórinn látinn fara. Andmæli forstjóra Löggildingarstofu ekki tekin til greina: Forstjóri rekinn og stjórn skipt út Beiðni um pólitískt hæli: Ofsóttir vegna kyn- hneigðar CANBERRA, AP Tveir samkynhneigð- ir karlmenn frá Bangladesh óska eftir pólitísku hæli í Ástralíu á þeim forsendum að þeirra bíði of- sóknir vegna kynhneigðar sinnar í heimalandinu. Að sögn mannanna var þeim útskúfað úr samfélaginu og fjölskyldum sínum þegar upp komst um samband þeirra. Þeir voru jafnframt grýttir og húð- strýktir auk þess sem íslamskt ráð í heimabæ þeirra úrskurðaði þá réttdræpa. Mennirnir tveir flúðu til Ástr- alíu árið 1999. Beiðni þeirra um pólitískt hæli var hafnað á tveim- ur dómstigum en er nú komin fyrir hæstarétt. Að sögn lögfræð- ings þeirra snýst málið fyrst og fremst um það hvort skilgreina megi hömlur á frelsi til þess að láta í ljósi kynhneigð sína sem of- sóknir. ■ ALDREI MEIRI STUÐNINGUR Bret- ar eru hlynntir innrás í Írak sem aldrei fyrr. 56% segjast styðja innrás í nýrri skoðanakönnun The Guardian og hafa aldrei verið fleiri. Andstæðingar innrásar hafa aldrei verið færri, aðeins 29%. FRÉTTAMENN FALLA Tveir frétta- menn féllu fyrir hendi Banda- ríkjamanna í gær. Annar lést þegar skotið var á hótel þar sem fréttamenn höfðust við en hinn þegar skrifstofa al Jazeera-sjón- varpsstöðvarinnar varð fyrir sprengjuárás. Tveir pólskir fréttamenn sluppu úr haldi írask- ra hermanna sem höfðu tekið þá í gíslingu. EFNAVOPN FUNDIN Talsmaður bandaríska hersins sagði frum- athuganir á efni sem fannst í íröskum herbúðum hafa leitt í ljós að það mætti nota í hernaði. Efnið verður rannsakað nánar. Ef niðurstöður frumathugana verða staðfestar er þetta fyrsti efnavopnafundurinn frá því inn- rás hófst. EFNAVOPNA-ALI ALLUR Yfirmenn breska hersins sögðu að lík Ali Hassan al-Majid, hershöfðingjans sem gekk undir nafninu Efna- vopna-Ali, væri fundið. Talið væri að hann hefði látist í loftárásum á Basra síðasta laugardag. RÍSIÐ UPP Arabar eru hvattir til að rísa upp og beita sjálfs- morðsárásum gegn ríkisstjórnum sem styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Hvatningin er sett fram í hljóðrituðu ávarpi sem sagt er vera frá Osama bin Laden. BAGDAD, AP Stálbitar úr þremur húsum lágu allt að hundrað metra frá gígnum sem myndaðist þegar fjórum risavöxnum sprengjum var varpað á veitingastað þar sem Bandaríkjamenn töldu sig hafa heimildir fyrir því að Saddam Hussein væri staddur. Gífurlegar sprengingarnar rústuðu þremur húsum og ollu skemmdum á að minnsta kosti 20 húsum til viðbót- ar. Hjálparstarfsmenn á vettvangi töldu að allt að fjórtán manns hefðu látið lífið. Tvö lík höfðu fundist síðdegis í gær. Annað var af ungum dreng, hitt af ungri konu. Miðaldra móð- ir hennar grét ógurlega þegar hún sá lík dóttur sinnar grafið upp, en missti loks allan mátt og féll til jarðar. Engin leið var að vita hvort Saddam Hussein hefði verið á staðnum, hvort hann væri lífs eða liðinn. Hafi hann verið í hús- inu er hann næsta örugglega ekki lengur á lífi. George W. Bush Bandaríkja- forseti sagðist ekki vita hvort Saddam Hussein væri lífs eða lið- inn. Það væri þó ljóst að hann væri að missa tökin á völdum. „Kyrkingartakið sem ég hef sagt Saddam hafa um háls írösku þjóð- arinnar er að losna. Ég get ekki sagt ykkur hvort allir fingurnir hafi sleppt tökum en þeir eru að losna frá hálsinum hver á fætur öðrum.“ Bush hét því að stoppa ekki fyrr en íraska þjóðin væri frelsuð. Írakar hófu gagnárás gegn bandarískum hermönnum í Bagdad í gær. Fjöldi hermanna var sendur í rútum og flutninga- bílum til að reyna að losa tök Bandaríkjahers á mikilvægum borgarhluta. Bandaríkjaher tók á móti af fullum krafti, svaraði fót- gönguliðinu með skriðdrekum og loftárásum. Sprengingar, vél- byssuskothríð og hljóðin úr her- þotum sem flugu yfir vígvöllinn heyrðust víða í höfuðborginni, sem hefur látið á sjá eftir 20 daga af stríðsátökum. Klukkustund eft- ir að Írakar létu til skarar skríða höfðu Bandaríkjamenn tryggt stöðu sína. Nálægt borginni náðu banda- rískir hermenn Rashid-herflug- vellinum á sitt vald. Yfirmenn Bandaríkjahers sögðu töku flug- vallarins mikilvæga. Með því væri komið í veg fyrir að íraskir ráðamenn gætu notað þá leið til að flýja höfuðborgina, orð sem heyrðust líka eftir töku alþjóða- flugvallarins úti fyrir Bagdad. ■ RÚSTIR EINAR EFTIR SPRENGJUÁRÁS Gífurlegar sprengingar eyðilögðu þrjú hús og ollu skemmdum á fjölda annarra. Óvíst er hversu margir létu lífið. Ekki er vitað hvort Saddam Hussein var á staðnum eða ekki. Sprengjum varpað á Saddam Hussein Bandarísk herþota varpaði sprengjum á veitingastað þar sem talið var að Saddam Hussein hefðist við. Óvíst er um afdrif hans. Hart var barist í og við Bagdad. BROTTVIKNING Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra segir að ekki hafi verið undan því vikist að taka þá ákvörðun að víkja Gylfa Gauti Péturssyni, forstjóra Lög- gildingarstofu, frá. „Við höfum farið vel og ítarlega yfir þetta mál í ráðuneytinu og komumst að þeirri niðurstöðu að málið væri það alvarlegt að ekki hafi verið hjá því komist að víkja forstjóran- um frá. Það er síðan nefndarinnar sem skipuð er samvæmt lögum að fara yfir málið og kveða upp endanlega niðurstöðu.” Valgerður segir að vissulega hafi forstjórinn málsbætur þar sem undirmaður hans hafi verið mjög veikur. Það breyti hins veg- ar ekki því að hann hafi ábyrgð sem forstjóri og óreiðan sem átti sér stað hjá Löggildingarstofu hafi kostað skattborgara milljón- ir. „Vissulega kom til greina að veita áminningu því forsjórinn hefur tekið sig á og ég býst við að fjárreiður stofnunarinnar stand- ist skoðun ríkisendurkoðunar núna. Nefndin mun þá taka á því og kveða upp lokaúrskurð,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Málið það alvarlegt að ekki er undan því vikist að taka þá ákvörðun að víkja Gylfa Gauti Péturssyni tímabundið frá störfum. Viðskiptaráðherra um forstjóra Löggildingarstofu: Hefur kostað skatt- borgara milljónir FJÁRVEITING TIL HJÁLPARSTARFS Ríkisstjórn Íslands ætlar að veita 300 millj- ónum til hjálparstarfs í Írak. 300 milljónir til Íraks: Neyðin er mikil FJÁRVEITING Ríkisstjórnin samþykkti að veita allt að 300 milljónum króna til neyðaraðstoðar og upp- byggingarstarfs í Írak. Þar af verður 100 milljónum varið til neyðar- og mannúðaraðstoðar, en allt að 200 milljónum til uppbygg- ingarstarfs í kjölfar átaka. „Við fögnum þessari fjárveit- ingu og að strax sé ljóst hversu miklu á að veita í þetta,“ segir Jónas Þórir Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar, um fjárveitinguna sem rík- isstjórnin samþykkti að veita til hjálparstarfs. „Fyrst þarf að huga að þeim sem eru sárir og hafa ekki það sem nauðsynlegt er til lífsvið- urværis. Huga þarf að skemmdum á vatnsveitum og innflutningi á sumum varningi sem hefur ekki verið til staðar í tíu ár,“ segir Jónas. „Samkvæmt nýjustu upplýsing- um sem ég hef frá Mozul og Bagdad er neyðin mjög mikil hjá mörgum. Eins og stendur er verið að dreifa matvælum, sinna vatns- veitum og safna saman hjálpar- gögnum eins og hægt er. Þó vilja ekki allir hjálp í neyð. Það eru helst þeir fátækustu, sem voru verst settir fyrir. Engin leið er að sinna hjálparstarfi að viti fyrr en sprengjurnar hætta að falla,“ segir Jónas. ■ Selveiðiskip fast í ís: Ægir fór til hjálpar SJÓSLYS Varðskipið Ægir fór í gær- kvöldi til hjálpar norska selveiði- skipinu Polarsyssel sem festist 160 sjómílur vestnorðvestur af Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt upp- lýsingum Landhelgisgæslunnar er aftanverður skrokkur skipsins töluvert skemmdur og kom leki að skipinu. Skipið átti um 500 metra ófarna úr ísnum. Að sögn Gæsl- unnar höfðu dælur vel undan meðan skrúfu skipsins var ekki kúplað inn. Skip voru í nágrenn- inu og ekki talin hætta á mann- skaða. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.