Fréttablaðið - 09.04.2003, Page 8

Fréttablaðið - 09.04.2003, Page 8
9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR flugfelag.is Börn 2ja-12 ára í fylgd með fullorðnum greiða 1.833 kr. aðra leiðina VOPNAFJARÐAR 3.000 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Frá Akureyri til ÞÓRSHAFNAR 3.000kr. EGILSSTAÐA 6.400kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.600kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og 3.000 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! GRÍMSEYJAR Frá Akureyri til AKUREYRAR 5.600kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 9.-15. apríl ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 2 08 29 04 /2 00 3 Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Frá Akureyri til Íslenskir skiptinemar: Flúðu flensuna í Hong Kong FARALDUR Tvö íslensk ungmenni sem dvalið hafa í Hong Kong á vegum AFS-samtakanna komu heim til Íslands um síðustu helgi vegna lungnabólgufaraldursins. Petrína Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá samtökunum, segir að ákveðið hafi verið af Al- þjóðasamtökum AFS að senda alla sem þar dvöldu á vegum samtak- anna til síns heima. „Ástandið í borginni var með þeim hætti að ekki var talið verjandi að hafa ung- mennin þarna lengur. Allt daglegt líf var úr skorðum vegna farald- ursins, skólar lokaðir og ótti fólks við að veikjast vaxandi,“ segir hún. Hong Kong er mjög þéttbýl og margir um hvern fermetra. Far- aldurinn virðist breiðast þar nokkuð hratt út og segir Petrína að eftir því sem hún best viti hafi enginn sem tengdur var Íslend- ingunum veikst. „Ungmennin sem komu heim eru alveg einkenna- laus og þeim var ekki gert að leita læknis nema ef þau verði breyt- inga vör.” ■ FRÁ HONG KONG Lungnabólgufaraldurinn breiðist hratt út í borginni og skólar að mestu lokaðir. Öll ungmenni á vegum AFS í borginni voru send til síns heima. Skortur á tjáningar- ríkri teikningu Fjórir af helstu listfræðingum landsins hafa borið vitni í stóra málverka- fölsunarmálinu. Þau eru öll sammála um að verkin séu fölsuð en sakborn- ingar og verjendur þeirra telja vitnisburð listfræðinganna harla lítils virði. FYRIR RÉTTI „Þetta er brotakennt og klaufskt verk og móðgun að tengja þetta höfundarverki Nínu Tryggvadóttur,“ sagði Hrafnhild- ur Schram listfræðingur fyrir rétti í gær. Hún var að tala um mynd sem hékk lengi vel í híbýlum Skelj- ungs. Þeir þar greiddu tæpa millj- ón fyrir verkið og Kristinn Björnsson for- stjóri bar fyrir rétti að hann væri hrifinn af myndinni. Svona getur smekkur manna verið misjafn og þetta var meðal ann- ars þráttað um í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær - smekk. Áfram er réttað í stóra mál- verkafölsunarmálinu og að undan- förnu hefur hið listfræðilega mat sérfræðinga ákæruvaldsins verið lagt fyrir dóminn. Halldór Björn Runólfsson, Kristín Guðnadóttir, Júlíana Gottskálksdóttir og Hrafn- hildur Schram hafa öll lokið vitn- isburði sínum. Álit þeirra er sam- dóma, þau telja verkin sem þau hafa haft til rannsóknar fölsuð. Þeir vörpuðu myndum á vegg máli sínu til stuðnings þar sem sýnd voru verk eftir listamennina sem ekki eru véfengd. Listfræðingarnir notuðu tungu- tak sem telja má að sé dómsvald- inu framandi. Hér eru örfá dæmi: „Jón Stefánsson er frægur fyrir að nota blæbrigðaríka liti sem bjuggu yfir mjög vönduðum núönsum,“ sagði Halldór Björn. „Kraftmikil og tjáningarrík teikn- ing er einkenni Svavars Guðna- sonar,“ sagði Kristín. „Myndin hefur ekki þennan heildarblæ sem einkennir Júlíönu,“ sagði Hrafn- hildur og „... þarna er ekkert verið að vinna með litina. Engin form- mótun á litrænan hátt heldur er þetta þokukennd málun, enginn metnaður og þetta líkist ekki Ás- grími,“ sagði Júlíana. V e r j e n d u r drógu í efa fræði- lega úttekt list- f r æ ð i n g a n n a , bentu á að forsend- urnar skiptu máli og listfræðingarn- ir væru áður búnir að lesa skýrslu Peters Bowers þar sem segir að verk- in séu fölsuð. Áður hafði Júlíana sjálf reyndar bent á að það skipti máli því hún hefði séð verk eftir Svavar hjá ekkju listamanns- ins sem ekki stóð undir þeim kröfum sem gera má til hans. „Þetta er ein- hvern veginn of léttvægt. Stirð- busaleg mynd- bygging, ekkert samspil milli forma, skortur á heildarsýn og lita- valið takmarkað,“ sagði Júlíana um eitt þeirra verka sem eignuð eru Svavari og taldi af og frá að hann væri svo „fígúratívur“. Verj- andi Péturs Þórs Gunnarssonar lét þá varpa á vegg einu þeirra dæma sem Júlíana hafði áður notað, verk- inu „Bergmál í skógi“, og spurði hvort vitnið hafnaði því að þar mætti greina verur? Júlíana sagð- ist ekki sjá neinar verur, en sagði jafnframt erfitt að hafna því að einhver sjái eitthvað í þessu. Myndlist byggi á upplifun og höfð- ar til tilfinninga. „Þetta eru hug- vísindi. Ég veit ekki til hvers er ætlast af mér?“ Þá spurði verjand- inn hvort niðurstöðurnar byggðu á upplifun vitnisins og Pétur Guð- geirsson dómari greip inn í og spurði einfaldlega hvort Júlíana gæti fullyrt með 100% vissu að verkin væru ekki eftir Svavar? Hún svaraði: „Ég tel að þau séu ekki eftir Svavar.“ Jón H. Snorrason saksóknari upplýsti um það í gær að hjá Rann- sóknarlögreglu lægju á sjöunda tug verka sem voru véfengd en ekki var ákært fyrir. jakob@frettabladid.is GARÐVINNA Hrafnhildur Schram segir þetta klaufskt verk og fjarvíddina í verk- inu með ólíkindum. Óhugsandi að þetta sé eftir Nínu Tryggva- dóttur. Skeljungsmenn voru ekki sammála þegar þeir keyptu verkið fyrir rétt tæpa milljón í Gallerí Borg árið 1996. HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON Karlmaðurinn í hópi fjögurra listfræðinga sem að undanförnu hafa fjallað um verkin sem eru fyrir dómi. Álit þeirra er samdóma: fölsun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T „„Þetta eru hugvísindi. Ég veit ekki til hvers er ætl- ast af mér?“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.