Fréttablaðið - 09.04.2003, Side 9

Fréttablaðið - 09.04.2003, Side 9
9MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2003 Tælenska ríkisstjórnin: Í fæði hjá föngum BANGKOK, AP Fangar í Lard Yao kvennafangelsinu í Bangkok voru fengnir til að elda ofan í ríkisstjórn Tælands eftir síðasta ríkisstjórn- arfund. Venja er að ráðherrarnir borði saman eftir fundi sína og hafa þeir iðulega fengið sendan mat frá hinum ýmsu veitingastöð- um borgarinnar. Eitt af verkefnum tælensku fangelsisþjónustunnar er að kenna föngum iðn til að starfa við að fangelsisvist lokinni. Kvenfang- arnir sem um ræðir hafa lagt stund á matreiðslu. Forsætisráð- herra landsins lýsti mikilli ánægju með matseld fanganna. ■ HEILBRIGÐISMÁL Skortur er á hjúkr- unarfræðingum og sérfræðingum á heilbrigðissviði á stórt sjúkrahús í Kaliforníu en ráðningastofan STRÁ MRI sem hefur milligöngu um ráðningar þangað. Þá er mikil eftirspurn eftir læknum til starfa hjá sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum í Noregi og Svíþjóð og lyfjaverksmiðja í Noregi óskar eftir lyfjafræðingum til starfa. Öllu þessu fólki eru boð- in góð kjör. Í Bandaríkjunum mun sjúkrahúsið meðal annars útvega græna kortið og húsnæði. Sigurður Örn Hallgrímsson, ráðgjafi hjá STRÁ, segir að heil- brigðisstarfsfólk hér á landi sé mjög vel kynnt. „Í Bandaríkjunum eru almennir hjúkrunarfræðingar í öllum tilfellum háskólamenntað- ir, því eru íslenskir hjúkrunar- fræðingar eftirsóttir, einkum sér- menntaðir. Laun eru mjög há og ekki undir miðlungsforstjóralaun- um,“ segir Sigurður Örn. Hann segir að í gegnum árin hafi læknar verið eftirsóttir á Norðurlöndum en nú bjóðist betri kjör en oft áður. Læknum bjóðist að ráða sig til fjögurra vikna í senn og fái greitt allt uppihald og flugferðir fram og til baka. „Við höfum fengið fyrir- spurnir og umsóknir sem við send- um utan. Síðan er það á valdi at- vinnurekenda að hafa samband,“ segir Sigurður Örn. ■ Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar eftirsóttir: Bjóðast forstjóralaun í USA LÆKNAR UTAN Í FJÓRAR VIKUR Þeir fá greitt allt uppihald og ferðir fram og til baka auk mjög góðra launa. Bankaránið í Hafnarfirði: Meintur ræningi ber sig vel BANKARÁN Nítján ára piltur sem er í einangrun á Litla-Hrauni, grunað- ur um að hafa framið bankarán í Sparisjóði Hafnarfjarðar í byrjun síðustu viku, hefur ekki viður- kennt á sig glæpinn. Jón Höskulds- son, lögmaður piltsins, segir hann hafa unað gæsluvarðhaldsúrskurð- inum á laugardag og því verði ekki áfrýjað. Jón vildi ekki tjá sig um rannsóknina. Aðspurður um líðan þess grunaða segir Jón hann bera sig vel og vera í furðugóðu ástandi miðað við aðstæður. ■ MIKIL ÁNÆGJA MEÐ STJÓRNINA Íbúar Kenía eru mjög ánægðir með ríkisstjórn Mwai Kibaki, samkvæmt nýrri skoðanakönnum sem gerð var hundrað dögum eft- ir að hún komst til valda. 72% eru ánægð með störf stjórnarinn- ar. Stjórnin hefur lofað víðtækum umbótum. BARIST VIÐ UPPREISNARMENN Sérsveitir alsírska hersins um- kringdu hóp grunaðra íslamskra vígamanna og réðust til atlögu gegn þeim. Ellefu grunaðir víga- menn féllu og tveir stjórnarher- menn að auki. ■ Afríka BÝFLUGNAGER Björgunarmenn komust ekki að flaki bíls- ins vegna býflugnagers og urðu að klæðast sérstökum fatnaði til þess að verja sig. Flutningabíll valt: Býflugur umkringdu bílflakið FLÓRÍDA, AP Flutningabíll sem var að flytja 80 milljónir lifandi bý- flugna fór út af vegi og valt á hraðbraut í Flórída með þeim af- leiðingum að ökumaðurinn lést og farmurinn slapp út. Conrad Cramer, sem var á níræðisaldri, lést samstundis en björgunar- menn urðu að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast að líkinu sökum býflugnagersins sem umkringdi flak bílsins. Starfsmenn frá fyrirtækinu sem Cramer vann hjá voru kallað- ir til og fönguðu þeir flugurnar með því að svæfa þær með gasi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.