Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2003, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.04.2003, Qupperneq 10
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þetta leggst ljómandi vel í okkur svo framar- lega sem við höldum starfsemi okkar fyrirtækis í bænum,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, um þær þreifingar sem átt hafa sér stað milli forsvars- manna sjávarút- v e g s r i s a n n a Granda í Reykja- vík og Þorbjarn- ar Fiskaness í Grindavík um að fyrirtækin sam- einist hugsan- lega. Verði af sam- einingu fyrir- tækjanna tvegg- ja verður þar með til stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins. Grandi er ívið stærra fyrirtæki en Þorbjörn en Ólafur Örn bæjar- stjóri segist aðspurður ekki hafa neina ástæðu til að óttast að Reyk- víkingarnir gleypi fyrirtækið. „Það yrði jákvætt ef sameining yrði til að styrkja stoðirnar á báð- um stöðum. En við myndum auðvitað ekki taka því fagnandi ef starfsemi okkar stærsta fyrirtækis færi úr bæn- um. Það gefur auga leið,“ segir hann. Bæjarstjórinn segir að Grindvíkingar hafi góða reynslu af samein- ingum fyrirtækja, bæði innan bæjarfélagsins og við aðila annars staðar frá. Þar beri hæst sam- einingu Þorbjarnar og Fiskaness, sem hafi gefist afar vel. Þá sé Vísir með höfuðstöðvar í Grindavík en hafi verið að kaupa fyrir- tæki úti á landi. „Samherji keypti Fiski- mjöl og lýsi á sínum tíma. Af því er mjög góð reynsla og þeir halda uppi öflugri starfsemi hér, bæði í fisk- eldi og bræðslunni. Hingað til hefur reynslan því verið góð. Ég á ekki von á því að þeir Þorbirningar séu að fara út í þetta til að flytja starfsemina úr bænum,“ segir Ólafur Örn. Grindvíkingar hafa yfir að ráða yfir 30 þúsund tonna kvóta á heimabátum. Bæjarstjórinn segir að heimamenn hafi staðið þétt saman í því að standa vörð um hagsmuni bæjarins. „Menn hafa staðið vörð um að halda kvótanum hér í byggð og ég á ekki von á að breyting verði á því,“ segir Ólafur Örn. rt@frettabladid.is 10 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR FARALDUR Fyrir helgi undirritaði heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, að höfðu samráði við sótt- varnaráð, breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna smitsjúk- dóma. Breytingin felst í því að heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL) verður talið til tilkynningaskyldra sjúkdóma samkvæmt sóttvarnalögum. Til- kynningaskyldir smitsjúkdómar eru þeir sjúkdómar sem ógnað geta almannaheill. Öllum þeim sem telja sig geta verið með ein- kenni sjúkdómsins er skylt að leita læknis. Leiði læknisrann- sókn í ljós að sjúklingur sé hald- inn HABL er sjúklingi skylt að hlíta fyrirmælum læknisins. Jafn- framt er lækninum skylt að til- kynna sóttvarnalækni um sjúk- dóminn. Enn er ekki vitað með vissu hvað veldur HABL en talið er að kórónaveira geti verið orsök sjúk- dómsins. Á meðan ekki er hægt að sýna fram á sjúkdóminn með ræktun sýkils, eða með öðrum rannsóknaraðferðum, er stuðst við sjúkdómslýsingu sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa verið að gera því skóna að HABL megi líkja við Spænsku veikina sem geisaði snemma á síð- ustu öld. Haraldur Briem, sótt- varnalæknir hjá Landlæknisemb- ættinu, segir að heilkenni alvar- legrar bráðrar lungnabólgu eigi fátt sameiginlegt með Spænsku veikinni sem dró sex milljónir manna til dauða „Þessi bráðu lungnabólgutilfelli eiga ekkert skylt við inflúensu. Þetta er allt annar sjúkdómur og ekki nándar nærri eins smitandi. Það eina sem kann að vera sameiginlegt er að veikin leggst á fólk á öllum aldri en Spænska veikin lagði hraust- asta fólk að velli.“ Haraldur segir að menn telji að þeir sem deyi af völdum HABL séu veikir fyrir af öðrum undir- liggjandi sjúkdómi. ■ LÍFEYRISSJÓÐIR Hrein raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja árið 2002 var neikvæð um 0,31%. Með- altal hreinnar raunávöxtunar síð- ustu 5 ára er 3,47% og 10 ára með- altal er 5,19%. Hrein eign til greiðslu lífeyris var í árslok 11.357 milljónir króna og hækkaði um 430 milljónir á ár- inu, eða um 3,9%. Verðbréf með breytilegum tekjum voru 32,4% af fjárfestingum, eignir í erlend- um gjaldmiðlum 14,3% og hlutfall óskráðra verðbréfa 6,4%. Iðgjaldatekjur voru 459 millj- ónir og jukust um 14,6% á milli ára. Rúmlega 2.300 sjóðfélagar greiddu iðgjöld til sjóðsins. Lífeyrisgreiðslur voru 283 milljónir og hækkuðu um 17,3%. Fjöldi lífeyrisþega var 769. Samkvæmt tryggingafræði- legu mati nema eignir sjóðsins umfram áfallnar skuldbindingar 490 milljónum, eða 4,2%, en 1.945 milljónir vantar upp á til að mæta heildarskuldbindingum, eða 9,1% á móti 2,5% árið áður. Lakari staða sjóðsins gagnvart heildar- skuldbindingum felst einkum í hærra mati á framtíðarskuldbind- ingum. Hrein eign séreignadeildar þrefaldaðist næstum á árinu og var 26,1 milljón í árslok en fjöldi rétthafa er um 940. Enginn rétt- hafi séreignadeildar hefur enn sótt um að hefja úttekt á séreign- arsparnaði. ■ LÍFEYRISGREIÐSLUR HÆKKUÐU Iðgjaldatekjur voru 459 milljónir og jukust um 14,6% á milli ára. Rúmlega 2.300 sjóðfélagar greiddu iðgjöld til sjóðsins. Líf- eyrisgreiðslur voru 283 milljónir og hækk- uðu um 17,3%. Afkoma Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja: Neikvæð raunávöxtun HARALDUR BRIEM Nú er bæði læknum og sjúklingum skylt að tilkynna landlækni ef grunur leikur á HABL-smiti. Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu: Skylda að leita læknis Grindvíkingarnir eru óhræddir við Granda Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri óttast ekki að sameining Þorbjarnar og Granda verði til þess að bærinn missi spón úr aski sínum. Reynslan af sameiningum góð. Reykjavík: Færri ölv- unarakst- ursbrot LÖGREGLUMÁL Ölvunaraksturs- brotum hefur fækkað á fyrstu þremur mánuðum ársins. Alls hafa brotin verið 181, sem er 36% fækkun frá fyrri árum. Hlutfallslega hefur brotum fækkað mest í mars en minnst í janúar. Þrátt fyrir það er fækk- un brota í öllum mánuðum. Sé fjöldi brota skoðaður með tilliti til meðalfjölda ökumanna sem teknir voru á dag í mánuð- unum má sjá töluverða fækkun árið 2003 í samanburði við fyrri ár. Lögreglan í Reykjavík hefur haft uppi sérstakar aðgerðir til að sporna við ölvunarakstri síð- an í lok ársins 2002. Fram kem- ur í tilkynningu frá lögreglunni að verkefnið standi enn yfir og feli í sér að halda uppi sértæk- um aðgerðum á þeim tíma þegar mest hefur verið um ölvaða öku- menn. ■ FJÖLDI ÖLVUNARAKSTURS- BROTA FYRSTU ÞRJÁ MÁNUÐI ÁRANNA 2001 TIL 2003. 2001 2002 2003 Alls 270 290 181 Janúar 81 83 61 Febrúar 90 108 66 Mars 99 99 54 ÓLAFUR ÖRN ÓLAFSSON Hvergi smeykur. „Ég á ekki von á því að þeir Þorbirn- ingar séu að fara út í þetta til að flytja starfsemina úr bænum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VIÐ HÖFNINA Í GRINDAVÍK Bæjarstjórinn segir að góð reynsla sé af sameiningum. NEYSLA ÓÁFENGRA DRYKKJA Milljónir 1997 6.455 1998 6.821 1999 6.986 2000 7.522 2001 8.100 2002 7.836 Heimild: Hagstofa Íslands Verðlag 1990. 2001: Bráðabirgðatölur. 2002: Áætlun Svonaerum við

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.