Fréttablaðið - 09.04.2003, Page 17

Fréttablaðið - 09.04.2003, Page 17
17MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2003 NEW YORK, AP Bandaríski glæpafor- inginn Vincent Gigante, einnig þekktur sem Hakan, hefur gengist við því að vera heill á geði. Eftir að hafa reynt um margra ára skeið að komast hjá réttarhöldum með því að bera við geðveiki hefur hann gengist undir dómssátt. Samkvæmt henni ver hann þremur árum á bak við lás og slá undir eftirliti yfir- valda. Hinn 75 ára Gigante hefur verið í fangelsi frá 1997 fyrir fjárglæfra og samsæri um morð. Þá var hann dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Hann hefði getað fengið 20 ára dóm hefði hann ekki gengist undir dómssátt. Gigante hafði þóst vera geðveik- ur frá því á áttunda áratugnum. Oft mátti sjá hann í sloppi og náttfötum gangandi um götur New York, tuð- andi. Það varð til þess að hann fékk viðurnefnið Tuðfaðirinn með vísan til myndanna um Guðföðurinn. Leynilegar upptökur sýndu þó að hann væri við góða geðheilsu og stjórnaði glæpagengi sínu. ■ BROOKLYN-BRÚIN Í NEW YORK Lögreglumenn New York-borgar þurfa ekki að búast við því að ganga fram á glæpafor- ingja í náttfötum gangandi um götur borgarinnar á næstunni. Gekk um í náttfötum á götum úti í 30 ár: Tuðfaðirinn ekki geðveikur Mæðrastyrksnefnd: Úthlutun vegna sum- ardvalar STYRKUR Úthlutun til barna frá efna- litlum heimilum um sumardvöl í Ævintýralandi að Reykjum í Hrúta- firði hefst í dag. Velferðarsjóður barna á Íslandi hefur nú öðru sinni veitt Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur tveggja milljóna króna fram- lag til að styrkja börn til að komast í sumarbúðir. Ásgerður Jóna Flosa- dóttir segir að á síðasta ári hafi 96 börn komist í sumarbúðir KFUM og K fyrir tilstuðlan Velferðarsjóðs barna. Í sumar verði Ævintýraland fyrir valinu. ■ Amnesty International: Mannrétt- indabrot í Kongó MANNRÉTTINDI Í yfirlýsingu frá mannréttindasamtökunum Amn- esty International er sérstaklega vakin athygli á alvarlegum mannréttindabrotum í Írak, Kongó, Nepal og Tsjetsjeníu. Yfirlýsingin var lögð fram á fundi mannréttindanefnar Sam- einuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Bendir Amn- esty á að á meðan fjölmiðlar séu fullir af fyrirsögnum um stríðið í Írak standi annað stríð yfir í Kongó. Þar séu mannréttindi þverbrotin, fólk myrt og pyntað, konum nauðgað og börn notuð í hernaði. Ekki er lengra en vika síðan tæplega 1.000 manns féllu í fjöldamorðum. Ríkisstjórn Kongó og SÞ samþykktu í gær að hefja sameiginlega rannsókn á atburðunum. ■ STJÓRNARSKRÁ Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, afhendir í vikunni stjórnarskrána sem ýmsir hafa talið að Kristján IX hafi afhent Ís- lendingum á Þjóðhátíðinni á Þing- völlum árið 1874. Ekki er þó að sjá af heimildum að goðsögnin, sem styttan af Kristjáni IX fyrir fram- an stjórnarráðið hefur innblásið, eigi við rök að styðjast. Styttan fræga sýnir konung rétta fram stjórnarskrána. Fræðimenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við heimildir sem sýna fram á að taka eigi ímyndina bókstaflega. Ekki er heldur minnst á slíkt í bók Brynleifs Tob- íassonar Um þjóðhátíðina 1874. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, sem hefur skrifað um þjóðernisvitund Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu á 19. öld, kann- ast ekki við heimildir um að stjórnarskráin hafi verið afhent þegar konungur kom hingað en þvertekur ekki fyrir það. „Stjórn- arskráin var gefin út hálfu ári áður en konungur kom hingað,“ segir Guðmundur og tiltekur að konungur hafi fyrst og fremst komið hingað í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Sigurður Líndal lagaprófessor bendir á að í frásögnum sem hann hefur skoðað sé hvergi minnst á að konungur hafi afhent Íslend- ingum stjórnarskrá. Konungur flutti ræðu þar sem hann sagðist vona að stjórnarskráin yrði Ís- lendingum til gæfu. Sigurður bendir á að Grímur Thomsen, sem bar hitann og þungann af Þjóðhá- tíðinni á Þingvöllum, hafi þakkað fyrir stjórnarskrána en af orða- lagi hans er ekki svo að skilja að hún hafi verið afhent þar. Ástæð- una fyrir því að Grímur var í for- svari segir Sigurður þá að hann hafi áður starfað í dönsku utanrík- isþjónustunni. „Hann var fyrsti diplómatinn okkar.“ Ein kenning hefur verið nefnd fyrir því að stjórnarskráin hafi ekki verið afhent Íslendingum heldur aðeins birt með konung- legri auglýsingu. Hún er sú að hér hafi enginn verið til að taka á móti henni sem þætti heppilegur full- trúi þjóðarinnar. Sigurður vill þó ekki fullyrða um hvort sú kenning sé rétt eða röng. Íslendingar tengdu komu kon- ungs strax við stjórnarskrána, segir Gunnar Karlsson sagnfræð- ingur og rifjar upp hluta kvæðis Matthíasar Jochumsonar Stjórn- arskrá fyrir Ísland: „Með frelsis- skrá í föðurhendi, þig fyrstan kon- ung Guð oss sendi“. brynjolfur@frettabladid.is STYTTA BYGGÐ Á GOÐSÖGN Styttan fyrir framan stjórnarráðið sýnir Kristján IX afhenda íslenskum stjórnarskrá sína. Engar heimildir fundust um að Krist- ján IX hafi afhent Íslendingum plaggið þó að óneitanlega hafi hann sett Íslendingum stjórnarskrá. Engin gögn finnast um að Kristján IX hafi afhent Íslendingum stjórnarskrá eins og styttan af honum fyrir framan Stjórnarráðshúsið gefur til kynna. Danski forsætisráðherrann afhendir ís- lenskum stjórnvöldum stjórnarskrána í vikunni. Minning byggð á goðsögn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.