Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.04.2003, Qupperneq 18
FÓTBOLTI Juventus og Barcelona hafa þrisvar áður mæst í Evrópu- keppnum og hefur sigurvegarinn alltaf komist í úrslitaleik keppn- innar og tapað. Juventus sló Barcelona út úr Borgakeppni Evrópu haustið 1970 og tapaði fyrir Leeds í úrslitaleik vorið eftir. Fimmtán árum síðar vann Barcelona 2:1 samanlagt í átta liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Í úrslitaleiknum tókst Börsungum hins vegar aldrei að sigrast á Helmut Ducadam, markverði Steaua frá Búkarest, sem varði m.a. fjórar spyrnur í vítakeppninni. Vorið 1991 vann Barcelona Juventus í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa en tapaði úrslitaleikn- um fyrir Manchester United. Barcelona hefur gengið brösu- lega í spænsku deildinni í vetur en árangur félagsins í Meistaradeild- inni á sér ekki hliðstæðu. Liðið hefur unnið 13 af 14 leikjum sín- um og hefur ekki fengið á sig mark á þessu ári. Juventus sigraði í sínum undanriðli af öryggi og komst áfram úr milliriðli eftir hörku- keppni við Basel og Deportivo. Ítalirnir hafa unnið fimm af sex heimaleikjum sínum í Meistara- deildinni í vetur. Juventus verður án David Trezeguet í kvöld og óljóst er hvort Pavel Nedved leiki með. Báðir meiddust í nágrannaslagn- um við Torino um helgina. Internazionale og Valencia mætast í þriðja sinn í Evrópu- keppni. Valencia hafði betur í Borgakeppni Evrópu vorið 1962 en Inter vann í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar 40 árum síðar. Leikir Internazionale og Val- encia verða líka endurfundir Val- encia og Hector Raul Cuper, sem þjálfaði félagið með mjög góðum árangri árin 1999 til 2001. Undir stjórn Cuper komst Valencia tvisvar í úrslitaleik Meistara- deildarinnar en tapaði í bæði skiptin. Rafael Benitez tók við starfi Cuper sumarið 2001 og varð Valencia spænskur meistari vorið eftir. Benitez er sannfærður um sigur Valencia á Inter og telur að heimavöllurinn vegi þungt, rétt eins og gegn Arsenal. Valencia er taplaust á útivelli í Meistaradeildinni í vetur. Félagið lék gegn Basel, Liverpool og Spartak Moskvu í undanriðli og sigraði örugglega. Spánverjarnir urðu líka efstir í milliriðli eftir afar jafna keppni við Ajax, Arsenal og Roma. Inter sigraði í undanriðli eftir keppni við Ajax, Lyon og Rosenborg en lenti í 2. sæti á eftir Barcelona í milliriðli. ■ 18 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR GOLF Skotinn Colin Montgomerie ætlar sér ekkert annað en sigur á bandaríska Masters-mótinu í golfi sem hefst á morgun. Honum hef- ur gengið illa það sem af er þessu ári og hefur aðeins komist áfram úr niðurskurði á einu móti. „Ég fer inn í öll mót staðráðinn í að vinna, annars sé ég engan til- gang í að vera þar,“ sagði Montgomerie í viðtali við BBC. „Ég hef augljóslega ekki byrjað sérlega vel á þessu ári en vonandi á ég enn eftir að sýna mitt besta.“ Montgomerie, sem er 39 ára gamall, hefur aðeins einu sinni lokið keppni á meðal tíu efsta manna á Masters, eða árið 1998. Hann hlakkar engu að síður mikið til mótsins. „Það er eitthvað við Masters sem er alveg einstakt. Flatirnar eru óaðfinnanlegar, áhorfendurnir styðja við bakið á manni og það er virkilega góð til- finning að ganga upp Magnolia Drive á fyrsta deginum; andrúms- loftið er einstakt.“ Montgomerie á von á því að tveir efstu mennirnir á heimslist- anum, Tiger Woods og Ernie Els, verði í baráttunni um efsta sætið. „Tiger er núverandi meistari og er augljóslega sigurstranglegur, en Ernie Els hefur byrjað frábær- lega á árinu og því má ekki útiloka möguleika hans.“ ■ MONTY Colin Montgomerie hefur gengið illa á þessu ári. Ástæðan er m.a. bakmeiðsli sem hafa hrjáð hann. Colin Montgomerie: Á eftir að sýna sitt besta BARCELONA Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur skorað sex af 29 mörkum Barcelona í Meistara- deildinni. Barcelona leikur gegn Juventus í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. INTERNAZIONALE Leikmenn Internazionale fagna marki Al- varo Recoba gegn Roma á laugardag. FYRRI VIÐUREIGNIR BARCELONA OG JUVENTUS 1970-1971 Barcelona - Juventus 1:2 1:2 1985-1986 Barcelona - Juventus 1:0 1:1 1990-1991 Barcelona - Juventus 3:1 0:1 FYRRI VIÐUREIGNIR VALENCIA OG INTERNAZIONALE 1961-1962 Valencia - Internazionale 2:0 3:3 2001-2002 Internazionale - Valencia 1:1 0:1 Sagan ekki hlið- holl Juventus og Barcelona Juventus leikur gegn Barcelona og Inter gegn Valencia í átta liða úrslit- um Meistaradeildarinnar í kvöld. AP /M YN D birta

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.