Fréttablaðið - 09.04.2003, Síða 19

Fréttablaðið - 09.04.2003, Síða 19
19MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2003  15.00 Stöð 2 Spænsku mörkin. Sýnt frá mörkunum í spænska boltanum.  17.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  18.00 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti Western World.  18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Bein útsending frá fyrri leik Juventus og Barcelona í átta liða úrslitum.  19.15 Ásvellir Haukar taka á móti Stjörnunni í undan- úrslitum Esso-deildar kvenna í hand- bolta.  19.15 Vestmannaeyjar Eyjastúlkur taka á móti Valsstúlkum í undanúrslitum Esso-deildar kvenna í handbolta.  20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu. Útsending frá fyrri leik Inter Milan og Valencia í átta liða úrslitum.  22.20 Sjónvarpið Handboltakvöld. Fjallað um úrslita- keppnina í handbolta.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn Fastrax 2002. Vélasport. Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærð- um og gerðum koma við sögu. ■ Hlaup ■ Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 APRÍL miðvikudagur Gerður Rún Guðlaugsdóttir úrÍR náði sínum besta árangri í 10 km götuhlaupi þegar hún náði þriðja sæti á danska meistara- mótinu í götuhlaupi í Svendborg um helgina. Gerður, sem keppti fyrir Amager AC, náði þriðja sætinu á tímanum 36:46 mín í mjög jafnri keppni. Forráðamenn Fulham hafa vís-að á bug vangaveltum um að Gianluca Vialli, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea og Watford, verði næsti stjóri liðsins. Vialli sást á áhorf- endapöllum fylgjast með Fulham tapa fyrir Blackburn í fyrrakvöld með fjórum mörkum gegn engu. Daninn Peter Schmeichel,markvörður Manchester City, hefur hug á að gerast knatt- spyrnustjóri eftir að hann lýkur ferli sínum á Maine Road. Samn- ingur hans við City rennur út í sumar og óvíst er hvað Schmeich- el tekur sér þá fyrir hendur. Knattspyrnusamband Evrópu,UEFA, rannsakar nú ummæli Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóra Manchester United, um að sambandið hafi hagrætt drættin- um í 8 liða úrslit Meistaradeildar- innar. Talið er að Ferguson verði sektaður fyrir athæfið. Fabien Barthez, markvörðurManchester United, segist hafa dreymt um það á sínum yngri árum að leika með Barcelona á Spáni. Hann segist hins vegar vera afar sáttur á Old Trafford og hafi lítinn áhuga á að skipta um félag. FÓTBOLTI Teddy Sheringham, fram- herji Tottenham, segist hafa feng- ið þó nokkur tilboð frá öðrum fé- lögum sem óskað hafa eftir þjón- ustu hans. Samningur kappans við Lund- únaliðið rennur út eftir þessa leik- tíð. Komist liðið ekki í Evrópu- keppni félagsliða er talið að Sher- ingham þurfi að taka á sig launa- lækkun ákveði hann að vera áfram hjá Tottenham. „Ég hef fengið tilboð frá öðrum liðum og ég mun taka þau til at- hugunar,“ sagði Sheringham. ■ SHERINGHAM Líkurnar á að Tottenham nái Evrópusæti eru ekki miklar. Liðið er í áttunda sæti úr- valsdeildarinnar, sex stigum á eftir Liver- pool, sem einnig er í baráttu um Evrópu- sæti. Teddy Sheringham: Velur úr tilboðum FÓTBOLTI Hagnaður Alþjóðknatt- spyrnusambandsins, FIFA, nam rúmum 6,5 milljörðum króna á ár- unum 1999 til 2002. Þetta er mun meiri hagnaður en gert hafði ver- ið ráð fyrir í fjárhagsætlun sam- bandsins. Forsvarsmenn FIFA spáðu stóru tapi í maí í fyrra vegna gjaldþrots markaðsfyrirtækisins ISL/ISMM sem var samstarfsaðili sambandsins. Sepp Blatter, forseti FIFA, var ánægður með útkomuna og sagði sambandið vera sterkara fjár- hagslega en nokkru sinni fyrr. ■ BLATTER Joseph S. Blatter, forseti FIFA, situr á bak við HM bolta á blaðamannafundi í gær þegar greint var frá hagnaðinum. Alþjóðaknattspyrnusambandið: 6,5 milljarða hagnaður ÍSINN SÓPAÐUR Warwick Smith, fyrirliði skoska karlalands- liðsins í curling, fylgist með liðsfélögum sínum sópa ísinn í fyrstu umferð HM í curling sem haldið er um þessar mundir í Winnipeg í Kanada. Einbeitingin skein úr andlitum þeirra félaga enda krefst íþróttin mikillar nákvæmni og yfirvegunar. HANDBOLTI Undanúrslit Esso-deild- ar kvenna hefjast í kvöld. Deildar- meistarar ÍBV fá Val í heimsókn og bikarmeistarar Hauka leika gegn Stjörnunni að Ásvöllum. ÍBV vann alla deildarleiki sína gegn Val í vetur með talsverðum mun. Í byrjun mars unnu Eyja- stúlkur 23-16 í Valsheimilinu og höfðu áður unnið með 14 marka mun í Eyjum í byrjun árs og með tíu marka mun í Reykjavík í október. Stjarnan vann Hauka 25-20 að Ásvöllum í lok september en Hafnfirðingarnir unnu með fimm marka mun í Ásgarði tveimur mánuðum síðar. Um miðjan febrú- ar léku liðin hörkuleik að Ásvöll- um sem Haukar unnu 18-16. Seinni leikir liðanna verða laugardaginn 12. apríl og verði þörf fyrir oddaleiki fara þeir fram í Hafnarfirði og Eyjum þriðjudaginn 15. apríl. Fyrsti úr- slitaleikur Esso-deildarinnar verður háður laugardaginn 26. apríl. Félagið sem sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari og gætu úrslit ráðist fimmtudag- inn 1. maí. Verði þörf fyrir fimm leiki lýkur mótinu mánudaginn 5. maí. ■ ESSO-DEILD KVENNA Haukar leika gegn Stjörnunni að Ásvöllum í kvöld. UNDANÚRSLIT kvennaleikir 9. apríl kl. 19.15 Haukar - Stjarnan Ásvellir ÍBV - Valur Vestmannaeyjar Leikir 12. apríl kl. 16.00 Stjarnan - Haukar Ásgarður Valur - ÍBV Valsheimili Oddaleikir, ef þeirra verður þörf, fara fram 15. apríl. Esso-deild kvenna: Undanúrslit hefjast í kvöld

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.