Fréttablaðið - 09.04.2003, Qupperneq 24
9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
Kosningar eru eins og jólin. Ístað óþreyju og spennu van-
stilltra barna kemur spenna van-
stilltra stjórnmálamanna. Á sama
hátt og fjölmiðlar fyllast af jóla
jóla í desember,
fyllast þeir af
stjórnmálaþvargi á
aðventu kosning-
anna. Maður ætti
að koma sér burt á
þessum tímum.
Silfur Egils var
stútfullt af pólitík
eins og vera ber,
enda þátturinn þess eðlis. Kær-
komin hvíld í þættinum var viðtal
við Jón Karl Helgason um hápóli-
tískt mál síns tíma. Bein Jónasar
Hallgrímssonar. Ég verð að lesa
þessa bók. Ég fór að hugsa um það
hvort ekki þyrfti að fara að safna
saman deilumálum sem hafa klof-
ið þjóðina. Ég er viss um að sagan
hefur farið ómjúkum höndum um
mörg slík mál. Silfur Egils endaði
reyndar fremur sérkennilega, þar
sem skrúfað var niður í klið póli-
tíkusa í miðjum klíðum og textinn
rann eftir skjánum. Ég er ekki
hissa á að Agli hafi þótt þetta
snubbóttur endir. Hann mætti
hins vegar hugleiða þetta sem
möguleika í framhaldinu. Þetta
kom ekkert svo illa út. Gaf manni
bara tilfinningu fyrir því að
Guðni, Guðmundur Árni og Pétur
Blöndal myndu halda áfram að
tuða um skatta og velferð til efsta
dags utan manns eigin skynsviðs.
Þannig mun þetta líka verða þar
til klukkunum verður hringt 10.
maí. ■
Við tækið
HAFLIÐI HELGASON
■ var ekkert ósáttur við hvernig síð-
asta Silfur Egils endaði. Það gaf ei-
lífðartilfinningu.
21.00 Miðnæturhróp
21.30 Joyce Meyer
22.00 Life Today
22.30 Joyce Meyer
Á Breiðbandinu má finna 28
erlendar sjónvarpsstöðvar sem
seldar eru í áskrift og þar af eru
6 Norðurlandastöðvar. Að auki
sendir Breiðbandið út flestar ís-
lensku útvarpsrásirnar ásamt 10
erlendum tónlistarrásum með
mismunandi tónlistarstefnum.
17.30 Sportið með Olís Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
18.00 Western World Soccer
Show (Heimsfótbolti West World)
18.30 Meistaradeild Evrópu
(Juventus - Barcelona) Bein út-
sending frá fyrri leik Juventus og
Barcelona í átta liða úrslitum.
20.40 Meistaradeild Evrópu (Inter
- Valencia) Útsending frá fyrri leik
Inter Milan og Valencia í átta liða
úrslitum.
22.30 Sportið með Olís Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
23.00 Fastrax 2002 (Vélasport)
Hraðskreiður þáttur þar sem öku-
tæki af öllum stærðum og gerðum
koma við sögu.
23.30 MAD TV (MAD-rásin)
Geggjaður grínþáttur þar sem allir
fá það óþvegið. Þátturinn dregur
nafn sitt af samnefndu skop-
myndablaði sem notið hefur mik-
illa vinsælda.
0.15 Hot Orchid (Blómarós) Eró-
tísk kvikmynd. Stranglega bönnuð
börnum.
1.35 Dagskrárlok og skjáleikur
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Disneystundin
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið - X-2003 Í Kast-
ljósinu verður fjallað um nokkur
helstu baráttumálin fyrir kosning-
arnar. Sjá nánari upplýsingar um
kosningadagskrá Sjónvarpsins og
Útvarpsins á vefslóðinni
www.ruv.is/kosningar.
20.15 Ed (5:22)
21.00 At
21.30 Svona var það (25:27)
22.00 Tíufréttir
22.20 Handboltakvöld Sýnt verð-
ur úr leikjum í undanúrslitum
kvenna á Íslandsmótinu í hand-
bolta.
22.40 Hamingjuleit (5:6)
(Happiness) Meðal leikenda í
þessum bresku gamanþáttum eru
Paul Whitehouse, Fiona Allen úr
Smack the Pony, Mark Heap og
Johnny Vegas.
23.10 Stuttmyndadagar í Reykja-
vík 2 Sýnt verður úrval erlendra
mynda sem voru á dagskrá Stutt-
myndadaga í Reykjavík í fyrra
haust.
23.40 Kastljósið - X-2003
0.20 Dagskrárlok
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours (Nágrannar)
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 What about Joan (9:13)
13.00 I Dreamed of Africa
(Dreymt um Afriku) Heillandi kvik-
mynd um konu sem hefur nýtt líf.
Kuki Gallman samþykkir að giftast
Paolo, manni sem hún þekkir ekki
mikið, flytjast með honum til Kenía
og koma þar upp nautgripabú-
garði. Í Afríku eru hættur á hverju
strái og Kuki og fjölskylda hennar
verða að gæta sín á hættulegum
ljónum, eitruðum snákum og blóð-
þyrstum ræningjum. Aðalhlutverk:
Kim Basinger, Vincent Perez, Liam
Aiken. Leikstjóri: Hugh Hudson.
2000.
15.00 Spænsku mörkin
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 Spin City (13:22)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends 3 (12:25) (Vinir)
20.00 Að hætti Sigga Hall (6:12)
20.30 Dharma og Greg (21:24)
20.55 Coupling (1:7) (Pörun)Steve
21.30 The Mind of the Married
Man (7:10)
22.00 Crossing Jordan (6:25)
22.45 I Dreamed of Africa
0.40 Spin City (13:22)
1.00 Friends 3 (12:25)
1.25 Ísland í dag, íþróttir, veður
1.50 Tónlistarmyndbönd frá
Popp TíVí
6.00 Little Monsters
8.00 Spy Kids (Litlir njósnarar)
10.00 Titan A.E.
12.00 Father of the Bride
14.00 Little Monsters
16.00 Spy Kids (Litlir njósnarar)
18.00 Titan A.E.
20.00 Father of the Bride
22.00 Original Sin
0.00 Sleepwalker (Svefngengill)
2.00 Lola rennt (Hlauptu Lola)
4.00 Original Sin
7.00 70 mínútur
16.00 Pikk TV
19.00 XY TV
20.00 Trailer
21.00 South Park 6
21.30 Crank Yankers
22.03 70 mínútur
23.10 Lúkkið
23.30 Meiri músík
17.45 Brúðkaupsþátturinn Já (e)
18.30 Innlit útlit (e)
19.30 According to Jim (e)
20.00 Guinness World Records
21.00 Fólk - með Sirrý Fólk er
þáttur um allt sem við kemur dag-
legu lífi Íslendinga og Fólki er ekk-
ert mannlegt óviðkomandi; þar
verður meðal annars rætt um
tísku, heilsu, kjaftasögur, fordóma,
mannleg samskipti auk þess sem
málefni vikunnar verður að venju
krufið til mergjar af sérfræðingum,
leikmönnum og áhorfendum.
22.00 Law & Order Lennie Briscoe
er töffari af gamla skólanum, lögga
sem kallar ekki allt ömmu sína.
Hann vinnur með hinum geðuga
Reynaldo Curtis við að rannsaka
glæpi, yfirheyra grunaða og herja á
illmenni út um borg og bý. Jack
McCoy saksóknari og aðstoðar-
menn hans vinna síðan úr málun-
um, sækja hina grunuðu til saka
og reyna að koma þeim í fangelsi.
22.50 Jay Leno
23.40 Boston Public (e)
0.30 Dagskrárlok Sjá nánar á
www.s1.is
Stöð 2
21.30
Skjár 1
22.50
Jay Leno sýnir fram á keisarans
nekt á hverju kvöldi er hann tog-
ar þjóðarleiðtoga, frægt fólk og
bara hversdagslega vitleysinga
sundur og saman í háði. Síðan
spjallar hann í rólegheitum um
stjórnmál, kvikmyndir, sauma-
skap og gæludýrahald við gesti
sína sem eru ekki af verri end-
anum, margverðlaunaðar stjörn-
ur og stuðboltar. Þættinum lýkur
yfirleitt á að síkátir söngvarar
koma fram.
Órar kvæntra karla, eða The
Mind of the Married Man, er
einn vinsælasti og mest umtal-
aði myndaflokkurinn í Banda-
ríkjunum. Aðalsöguhetjurnar eru
félagarnir Micky, Doug og Jake,
sem allir starfa hjá sama dag-
blaðinu í Chicago. Þeir eiga
fleira sameiginlegt, en allir eru
fastir í hlekkjum hjónabandsins
og segja farir sínar ekki sléttar. Í
þætti kvöldsins eru kapparnir
enn við sama heygarðshornið
við afar misjafnar undirtektir
eiginkvenna sinna. Doug fær
það t.d. óþvegið þegar hann
kaupir sér forláta Corvettu.
Órar kvæntra
karla
Jólaplága í apríl
Jay Leno
■
Ég fór að
hugsa um það
hvort ekki þyrfti
að fara að
safna saman
deilumálum
sem hafa klofið
þjóðina.