Fréttablaðið - 13.05.2003, Side 1

Fréttablaðið - 13.05.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD AFMÆLI Grillar með dótturinni FÓLK Drottningar og dræsur ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2003 – 108. tölublað – 3. árgangur bls. 22 bls. 28 ÍÞRÓTTIR Slagur ítölsku stórliðanna bls. 18 STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þingflokkur Framsóknarflokksins veitti Halldóri Ásgrímssyni, for- manni flokksins, umboð til þess að hefja formlegar viðræður á fundi í gær og þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins veitti Davíð Oddssyni umboð. Davíð og Halldór ræða saman TÓNLIST Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Davíð Ólafsson bassi og Sesselja Kristjánsdóttir mezzó- sópran flytja tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart ásamt Chalu- meaux-tríóinu á tónleikum í Ís- lensku óperunni. Tónleikarnir bera yfirskriftina Mozart fyrir sex og hefjast klukkan 20. Mozart fyrir sex HANDBOLTI ÍR-ingar taka á móti Haukum í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Hauka og með sigri tryggja þeir sér titilinn. Úrslitin geta ráðist FUNDUR Helga Jónsdóttir, borgarrit- ari Reykjavíkurborgar, flytur inn- gangserindi um samkeppnishæfni opinbera geirans á hádegisfundi í Háskólanum í Reykjavík. Fundur- inn hefst klukkan 12.05. Samkeppnishæfni hins opinbera STJÓRNARMYNDUN „Ég mun ganga til þessara viðræðna með opnum huga,“ sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, að loknum þing- flokksfundi í gær. „Það var ein- róma samþykkt að veita mér um- boð til þess að tala við formann Framsóknarflokksins um stjórnarmynd- un. Þingflokkur- inn fól mér ekki að setja Fram- sóknarflokknum nein ófrávíkjan- leg skilyrði í þessum viðræð- um. Hins vegar hefur hver og einn þingmaður tjáð sín áherslu- atriði sem ég hef skráð hjá mér og mun fara með sem veganesti í þessar við- ræður.“ Davíð segir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins einnig hafa farið yfir mögulegar ráðherraskipting- ar á þingflokksfundinum. „Þar hafði hver maður sínar áherslur líka,“ sagði Davíð, „þannig að þetta verður ekkert létt eða auð- velt.“ Hann segir það ekki sjálfgefið að samkomulag náist milli flokk- anna. „Reynslan sýnir að ótrúleg- ustu mál geta dúkkað upp,“ segir hann. „Ég hef ekki ennþá séð nein- ar kröfur frá Framsóknarflokkn- um og hann hefur ekki séð neinar kröfur frá mér, eða áhersluatriði.“ Í ljósi þess að Sjálfstæðisflokk- ur hafi tapað fylgi í kosningunum og Framsóknarflokkur haldið sínu segist Davíð aðspurður geta tekið undir það að samningsstaða fram- sóknarmanna sé ágæt og jafnvel sterkari en síðast. „En fyrir fjór- um árum voru sviptingarnar þær að við unnum eitt þingsæti og þeir töpuðu þremur. Við notuðum það ekki til að gera kröfur um að við fengjum fleiri ráðherrasæti. Það voru að vísu tillögur um það í mín- um flokki að það yrði gert. En ég taldi það ekki vera uppskrift að góðu samstarfi að strá salti í sár eftir kosningar.“ Davíð segir ekkert vera útilok- að þegar og ef kemur að því að ræða um hver fái forsætisráð- herrastólinn. „Við höfum rætt þau mál áður og ég hef aldrei fengið þá flugu í höfuðið að ég eigi forsætisráð- herrastólinn og að hann sé þinglýst eign mín,“ segir Davíð. Hann útilokar ekki að setjast í annan ráðherrastól. „Ég er ekkert fyrir það að útiloka hlutina. Reyndar hef ég sagt að dæmin sýni það að það sé ekkert létt að hafa gamlan forsætisráðherra í ríkisstjórninni. En ég myndi kannski vonast til þess að ég væri það sveigjanlegur karakter að ég gæti gert það.“ gs@frettabladid.is Nánar á síðu 4. KJARAMÁL Borgarstjóri og borgar- fulltrúar fá drjúga launahækkun eftir úrskurð Kjaradóms um laun ráðherra og alþingismanna. Laun borgarstjóra eru miðuð við laun forsætisráðherra, sem nú hækka um 141 þúsund krónur og verða 871 þúsund. Laun borgarfulltrúa eru 80% af þingfararkaupi alþingismanna, sem hækkar um 18,7%. Laun borgarfulltrúanna verða nú 327 þúsund krónur. Tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi eiga sæti á næsta Alþingi. Þetta eru Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks, og Helgi Hjörvar, varaborgarfulltrúi R-listans. Björn situr í borgarráði og fær sem slíkur 25% álag á borgarfull- trúalaunin. Þau nema því 409 þús- und krónum. Grunnlaun alþingis- manns eru 437 þúsund krónur. Samtals nema laun Björns fyrir þessi tvö trúnaðarstörf því 846 þúsund krónum. Það er um 80 þús- und krónum meira en óbreyttir ráðherrar fá. Guðlaugur Þór fær heldur minna en Björn sem borgarfulltrúi og er með 778 þúsund í heildina. Laun varaborgarfulltrúans Helga Hjörvar eru 212 þúsund krónur á mánuði. Að viðbættum þingmannslaununum verða laun Helga 687 þúsund krónur. Nánar bls. 6 „Ég hef aldrei fengið þá flugu í höfuðið að ég eigi forsætis- ráðherrastól- inn. STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V REYKJAVÍK Vestan 5-10 m/s. Léttskýjað og hiti 4 til 9 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-10 Skýjað 4 Akureyri 3-8 Skýjað 2 Egilsstaðir 5-8 Bjart 4 Vestmannaeyjar 5-10 Léttskýjað 8 ➜ ➜ ➜ ➜ + + Áhrif Kjaradóms á stjórnendur borgarinnar: Borgarstjóri fær líka 140 þúsund Davíð útilokar ekki annan ráðherrastól Formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Framsóknarflokksins fengu umboð þingflokka sinna til stjórnarmyndunar í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra útilokar ekki að setjast í annað ráðuneyti. LISTIR bls. 25 Leggja sál sína í verkin FÓLK bls. 20 Datt í beinni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI DAVÍÐ ODDSSON Formaður Sjálfstæðisflokksins fékk fullt umboð síns þingflokks til að hefja viðræður við Framsóknarflokkinn. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Í þingflokki Framsóknarflokksins var sam- þykkt mótatkvæðalaust að ganga til við- ræðna við Sjálfstæðisflokkinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.