Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2003 Stökkpallur í sólina! Sí›ustu 90 sætin fiú velur dagsetningu, bókar og grei›ir sta›festingargjald. Vi› sta›festum svo gistista›inn viku fyrir brottför. Á stökkpalli fær›u alltaf gistingu á 3ja e›a 4ra stjörnu gistista›. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt Úrval-Úts‡n Benidorm 4. og 11. júní Mallorca 5., 12. og 26. júní Portúgal 27. maí / 3. og 10. júní Krít 27. maí / 2. og 9. júní www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 10 26 05 /2 00 3 49.970 kr. Aukavika: 12.500 kr. Aukavika: 20.500 kr. 44.083 kr.* * Sta›grei›sluver›: Sta›greitt á mann í eina viku m.v. 2 fullor›na og 2 börn 2ja til og me› 11 ára í íbú› m/1 svefnh. og stofu. á mann m.v. 2 fullor›na í stúdio/íbú›. Innifali›: Flug, gisting, flugvallarskattar og akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Sæstrengur yfir Norðursjó: Íhuga samstarf OSLÓ, AP Norska rafmagnsveitan hefur lagt fram tillögu um að lagður verði sæstrengur frá Noregi til Bretlands til þess að tengja raf- veitukerfi landanna. Kapallinn yrði 750 kílómetra langur og er áætlaður kostnaður við framkvæmdina um 85 milljarðar íslenskra króna. Norð- menn framleiða nánast allt rafmagn með vatnsorku. Við venjulegar að- stæður er um umframframleiðslu að ræða en í þurrkum getur orðið skortur. Markmiðið er að tryggja Norðmönnum stöðugan aðgang að rafmagni og gera þeim kleift að flytja umframorku til Bretlands. ■ KAUPMANNAHÖFN, DR Danska risa- fyrirtækið A.P. Möller hefur verið beðið um að taka þátt í uppbygg- ingunni í Írak að stríðinu afloknu. Fyrst og fremst hafa Bandaríkja- menn áhuga á reynslu A.P. Möller í birgðahaldi, flutningum og olíu- vinnslu. Jess Söderberg, stjórnandi A.P. Möller-samsteypunnar, segir fyr- irtækið hafa mikla reynslu af olíu- vinnslu úr kalkríkum jarðlögum eins og þeim sem séu í Írak. „Hvort við eigum að taka þátt sem ráðgjafar eða taka þátt í hinni eiginlegu olíuvinnslu er enn ekki ljóst,“ segir Söderberg. Danir tóku þátt í innrás Banda- ríkjamanna og Breta í Írak með því að leggja til ýmis hergögn. Fljótlega eftir að Saddam Hussein hafði verið steypt af stóli tilkynntu bandarísk stjórnvöld að áður- nefndar bandalagsþjóðir, ásamt Áströlum, sem líka tóku þátt í inn- rásinni, myndu sitja fyrir um upp- byggingarverkefni í Írak. Danskir fjölmiðlar segja að ennfremur hafi verið haft sam- band við ýmis önnur dönsk verk- takafyrirtæki vegna Íraks. Þetta séu fyrirtæki sem sérhæfð séu í verkum á borð við vegagerð og skolplagnir. ■ FRÁ PANTANAL Stærsta votlendi jarðar á undir högg að sækja. Áfall fyrir náttúruverndarsinna: Stærsta votlendi heims í hættu BRASILÍA, AP Ferðalangar koma frá fjarlægum stöðum eins og Japan og Þýskalandi til að skoða fjöl- breytt dýra- og plöntulíf á Pant- anal-svæðinu í Brasilíu, stærsta votlendi heimsins. Gallinn er bara sá að það koma ekki nógu margir. Fátækt hefur verið landlæg á svæðinu um langa hríð og íbúar svæðisins hafa beðið og vonað að með því að vernda svæðið og viðkvæmt vistkerfið fyrir stór- iðju og mengun mætti vekja áhuga vaxandi hóps ferðamanna sem sérhæfa sig í að heimsækja ósnertar náttúruperlur heimsins. Þeir eru hættir að bíða. Ferða- iðnaðurinn, þrátt fyrir aukningu á ferðamönnum, hefur ekki gefið heimamönnum það sem vonast var eftir og hróp eftir annars konar iðnaði orðin hávær til að létta slæmt atvinnuástandið. „Það er hreint kraftaverk að við skulum yfir höfuð lifa,“ sagði Maria Vernoque, sem rekur báta- leigu í stærstu borg svæðisins, Corumba, þar sem 90 þúsund íbú- ar draga fram lífið á hvers kyns braski. Með jarðveg sem hentar land- búnaði illa eiga íbúarnir fáa kosti í stöðunni og náttúruvernd er munaður sem þeir hafa ekki lengur efni á. Þess vegna hafa tillögur borgarstjórans, Jose Osorio de Santos, vakið bjart- sýni, en hann vill gera svæðið að mekka iðnaðar í Brasilíu og byrja á 3.000 km langri gasleiðslu sem liggur frá Bólivíu, gegnum Pantanal, til stórborgarinnar Sao Paulo. Náttúruverndarsinnar hafa af þessu miklar áhyggjur. „Iðnaðar- uppbygging hér myndi fljótlega hafa áhrif á Pantanal-svæðið í heild sinni vegna þess að svæðið hefur ekkert afrennsli. Þetta er í raun ein stór tjörn og spilliefni myndu fljótlega safnast upp og setja heimkynni 650 tegunda fugla, 230 tegunda fiska, 1.000 tegunda fiðrilda og yfir 80 spen- dýra í mikla hættu.“ ■ ALRÍKISLÖGREGLAN Óttast að tjörn sé full af miltisbrandi. Miltisbrandur finnst í tjörn: Komnir á sporið BANDARÍKIN, AP Bandaríska alrík- islögreglan, FBI, skýrði frá því að tjörn ein í Maryland-ríki gæti verið menguð af miltisbrandi. Kemur þetta í beinu framhaldi á rannsókn á bréfum sem send voru ýmsum aðilum fyrir tæp- um tveim árum síðan en í þeim voru miltisbrandsagnir sem urðu fimm manns að aldurtila. Segja talsmenn FBI að ein að- ferð við að koma ögnum í umslag án þess að viðkomandi sýkist sjálfur sé að framkvæma verkn- aðinn undir vatni og hefur það leitt þá að þessari ákveðnu tjörn. Til stendur að tæma tjörnina til öryggis. ■ Hryðjuverkaárásirnar á Balí: Fyrsti sakborningur fyrir rétt INDÓNESÍA, AP Réttarhöld eru hafin yfir fyrsta manninum af 33 sem ákærðir hafa verið fyrir aðild að sprengjuárásunum á Balí í októ- ber á síðasta ári. Amrozi bin Nurhasyim er gefið að sök að hafa keypt sendiferða- bílinn og sprengiefnið sem notað var í árásunum. Ákæruvaldið hef- ur undir höndum játningar frá Amrozi og vitnisburði á annað hundrað manna auk fjölda sönn- unargagna. Ef ákærði verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðadóm. Vonir er bundnar við það að réttarhöldin verði til þess að upp- ræta starfsemi hryðjuverkasam- takanna Jemaah Islamiyah, sem talin eru hafa staðið á bak við árásirnar. BEÐIÐ UM RÉTTLÆTI Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan lögreglustöðina í Denpasar á Balí til þess að biðja æðri máttarvöld að veita hryðjuverkamönnum makleg málagjöld. ■ „Kraftaverk að við skulum yfir höfuð lifa. “ Verkfallsaðgerðir: 46.000 leggja niður vinnu SVÍÞJÓÐ Um 46.000 opinberir starfs- menn í 60 bæjarfélögum í Svíþjóð hafa hafið tveggja vikna langt verk- fall. Á meðal þátttakenda í verkfall- inu eru starfsmenn hreinsunar- deilda, ræstitæknar og heilbrigðis- starfsmenn. Ýmis þjónusta við al- menning verður því skorin veru- lega niður á meðan á aðgerðunum stendur. Verkfallsmenn krefjast 5,5 prósenta launahækkunar en at- vinnurekendur hafa aðeins boðið þeim 3,2 prósent. Um helgina slitn- aði upp úr samningaviðræðum og segja samingaaðilar að ekki sé grundvöllur fyrir því að taka þær upp að nýju að svo stöddu. ■ ANDERS FOGH RASMUSSEN Forsætisráðherra Dana og stjórn hans út- deila nú verkefnum sem bandarísk stjórn- völd vilja að Danir vinni vegna uppbygg- ingar í Írak. Þátttakan í innrásinni í Írak skilar árangri: Dönsk fyrirtæki með í Írak

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.