Fréttablaðið - 13.05.2003, Page 10

Fréttablaðið - 13.05.2003, Page 10
10 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ÞINGMAÐUR „Nóttin var löng og spennandi og ef ég væri hamstur væri ég búinn að fá hjartaáfall,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Ekki er hægt að segja annað en að kosninganóttin hafi verið annasöm hjá Magnúsi. Hann var kjörinn þingmaður og kona hans Ragnheiður Runólfsdótt- ir, sem á von á barni, fór á sjúkra- hús og leit út fyrir að barnið væri að koma í heiminn. Svo varð ekki og nú er bara að bíða. Magnús Þór segir baráttuna hafa verið mjög skemmtilega, en strembna. Hann segir leiðinlegt að Margrét Sverrisdóttur hafi ekki náð kjöri og það sé mikill missir. Flokkurinn hafi þó unnið stórsigur og hafi verið að styrkjast mjög á landsvísu, Frjálslyndir séu komnir til að vera. „Stjórnarandstaðan vann þessa orrustu. Nú á bara eftir að vinna stríðið.“ Hann segir að sú tilfinn- ing að hafa náð kjöri sé mjög góð. Þegar búið er að vinna lengi og hart að ákveðnu markmiði kemur þó einhver tómleikatilfinning. Magnús ætlar að hefja vinnu sína sem þingmaður strax í næstu viku. Ferðast og hitta fólk í sínu kjördæmi og tala við það um framtíðina. „Ég vil helst sjá okkur komast í stjórn, við erum tilbúin til að ræða við hvern sem er,“ seg- ir Magnús Þór. ■ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Frjálslyndir tilbúnir til viðræðna um stjórnarmyndun. Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður: Löng og spennandi nótt Menntaskólinn á akureyri: Nýr skóla- stjóri ráðinn SKÓLAMÁL Menntamálaráðherra hefur skipað Jón Má Héðinsson í embætti skólameistara Mennta- skólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst. Hann tekur við af Tryggva Gíslasyni. Jón Már hefur starfað við MA frá árinu 1980. Hann var áfangastjóri frá árinu 1990 til 1996 og frá árinu 1996 hefur hann gegnt starfi aðstoðarskóla- meistara. Sjö umsóknir bárust um stöðuna. ■ LEIKSKÓLAR „Við afhentum Þorláki Björnssyni, for- manni leikskóla- ráðs, undirskrifta- lista sem við höfð- um áður sent þegar hann mætti á fund- inn,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir for- eldri. 340 undir- skriftir voru á list- anum þar sem for- eldrar kröfðust þess að málið yrði tekið upp að nýju og niðurgreiðsl- ur til barna í einkareknum leik- skólum yrðu auknar til jafns á við niðurgreiðslur til barna í Leikskól- um Reykjavíkur. Sigríður segir að tæplega fjörutíu foreldrar hafi mætt við skrifstofur Leikskóla Reykja- víkur þegar fulltrúar leikskóla- ráðs mættu einn af öðrum. Þar afhentu foreldrarnir fulltrúun- um rós með snuði á. „Við vorum að minna á að okkur er alvara og sýna að við erum foreldrar en ekki fólk í kosningabaráttu.“ „Í tilefni mótmælanna drógu Sjálfstæðismenn fram sína fyrri tillögu óbreytta og tekin var óbreytt afstaða. Því fylgdu tvær bókanir, annars vegar af hálfu Sjálfstæðisflokks og hins vegar af hálfu R-listans,“ segir Þorlák- ur Björnsson, formaður leik- skólaráðs. Hann segir að mót- tökur sem þessar verði til þess að málin verði hugsuð aftur. Málið sé í ákveðnum farvegi og stöðugri endurnýjun, en að óbreyttu sé stefna R-listans sú sama. Sigríður segir að það hafi ver- ið gífurleg vonbrigði að tillagan hafi verið felld. Segir hún að munur á niðurgreiðslunum sé rúmlega tíu þúsund krónur og að leikskólarnir séu ekki að bjóða þeim upp á pláss. „R-listinn er ekki að standa við kosningalof- orð, lofað var að öll börn frá átján mánaða aldri kæmust inn á leik- skóla. Björk Vilhelmsdóttir sagði í gær að öll tveggja ára börn fengju leikskólapláss. Sjálf er ég með tvö tveggja og hálfs árs börn sem ekki eru komin inn. Ann- aðhvort vita þau ekki hver staðan er og eru að byggja á röngum upplýsingum eða þau vilja hrein- lega ekki sjá það. Við eigum eftir að skoða hvert næsta skref verð- ur en þetta er ekki niðurstaða sem við sættum okkur við, það er alveg ljóst,“ segir Sigríður Guð- laugsdóttir. hrs@frettabladid.is KOMU TIL AÐ MINNA Á SIG Foreldrarnir færðu fulltrúum leikskólaráðs rós með snuði. Óbreytt afstaða leikskólaráðs Um fjörutíu foreldrar barna í einkareknum leikskólum mættu fyrir utan fundarstað þegar leikskólaráð kom saman til að ræða mál þeirra. Foreldrar eru ósáttir við niðurstöðu fundarins. ■ „Við eigum eftir að skoða hvert næsta skref verður en þetta er ekki niður- staða sem við sættum okkur við, það er al- veg ljóst.“ SVEITARSTJÓRNIR Landssíminn hef- ur sent Hafnarfjarðarbæ form- lega athugasemd vegna bókunar skipulagsráðs um kapalkerfi fyr- irtækisins í bænum. Ráðið harmaði að Norðurljós hf. gætu ekki dreift fjölvarpi sínu um kerfi Landssímans í þeim hverfum Hafnarfjarðar þar sem bannað hefur verið að setja upp útiloftnet. Loftnetabanninu var síðan aflétt. Í bókuninni er harm- að að Síminn hafi komið í veg fyr- ir að allir aðilar á markaði hafi getað notað dreifikerfið líkt og áður en hann eignaðist það. „Það er rangt að allir aðilar á markaði hafi getað notað dreifikerfið á meðan það var í eigu Rafveitu Hafnarfjarðar, enda er flutnings- getan í kerfinu takmörkuð,“ segir í bréfi Landssímans. Þar segir einnig að þegar fyrirtækið keypti dreifikerfið í júní í fyrra hafi ekki farið á milli mála hvernig það hygðist haga rekstri þess: „Síminn telur mjög ómaklegt að sitja undir aðfinnslum úr stjórnkerfi Hafnarfjarðarbæjar vegna atriða sem gengið var frá í fullu samráði við yfirstjórn bæj- arins.“ ■ Síminn gerir athugasemd við bókun: Ómakleg gagnrýni FJÖLDI ÞEIRRA SEM HAFA LÁTIST VEGNA ALNÆMIS Á ÍSLANDI 1992 2 1993 8 1994 5 1995 3 1996 1 1997 1 1998 0 1999 1 2000 1 Heimild: Hagstofa Íslands Svonaerum við Undirbúningsnámskeið fyrir bóklegt próf á dráttarvél verður haldið í Ökuskólanum í Mjódd, Þarabakka 3, Reykjavík 24. maí 2003 frá kl 10:00 til 15:30 Undirbúningur fyrir verklegt próf verð- ur í samráði við nem- endur. Innritun í síma 567-0300 Dráttarvélanámskeið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.