Fréttablaðið - 13.05.2003, Side 14

Fréttablaðið - 13.05.2003, Side 14
■ Lögreglufréttir 15ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2003 L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N STRÆTÓ STOLIÐ Strætisvagni var stolið fyrir utan skiptistöðina við Mjódd um miðnætti í fyrrinótt. Vagnstjórinn hafði brugðið sér inn í aðstöðu bílstjóranna en þegar hann kom út skömmu síðar var vagninn horfinn. Lögreglan fann vagninn skömmu síðar við Dverga- bakka, mannlausan og óskemmdan. Þjófurinn er ófundinn. ÁTTATÍU ÖKUMENN SEKTAÐIR Lög- reglan í Kópavogi hafði afskipti af á áttunda tug ökumanna vegna um- ferðarlagabrota. Þrír ökumenn voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur, ríflega tuttugu vegna of hraðs aksturs, fjórtán vegna þess að þeir notuðu ekki öryggisbelti við akstur og afgangurinn vegna ýmissa umferðarlagabrota. VIÐSKIPTI Hagnaður Baugs Group á árinu 2002 nam 7,4 milljörðum eft- ir skatta. Stærstan hluta hagnaðar- ins má rekja til fjárfestinga Baugs id í Bretlandi. Heildarvelta félags- ins nam 52 milljörðum. „Síðastliðið ár var að mörgu leyti sérstakt. Baugur Group skil- aði mesta hagnaði sem íslenskt fyrirtæki hefur skilað á einu ári og við erum ánægð með þann árang- ur. Stærsti hluti hagnaðarins myndaðist hjá Baugi id, sem náð hefur framúrskarandi árangri í starfsemi sinni sem er að mestu leyti í Bretlandi. Þá er mjög ánægjulegt að Baugur Ísland var rekinn með hagnaði þótt enn sé nokkuð í land með að afkoma á inn- lendum rekstri geti talist viðun- andi. Þá var afkoma hlutdeildarfé- laga einnig með ágætum. Baugur Ísland skilaði hagnaði á árinu. Kostnaðaraðhald og aukin hagræð- ing hafa skilað sér í bættri rekstr- arafkomu,“ sagði Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Baugs. Ekki var góð afkoma af öllum rekstri Baugs, en hlutur félagsins í tapi Bonus Stores í Bandaríkjunum nam 1,6 milljörðum króna. Hluta tapsins má rekja til kostnaðar við lokun óarðbærra verslana. ■ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Baugur hagnaðist meira á síðasta ári en dæmi eru um hjá íslenskum fyrirtækjum. Baugur: Mesti hagnaður íslenskra fyrirtækja Þorlákshöfn: Tveir skorn- ir með hnífi LÖGREGLUMÁL Ráðist var á ungan mann við Skálholtsbraut í Þor- lákshöfn á sunnudagsmorgun og hann stunginn í hendi með hnífi. Árásarmaðurinn ók á Audi- bifreið burt frá Þorlákshöfn en þrátt fyrir leit fannst bíllinn ekki. Sá særði var fluttur til læknis og gert að sárum hans, sem voru ekki alvarleg. Á svipuðum tíma var ráðist á annan mann í Þorlákshöfn og hann skorinn í andlitið með dúkahníf. Maðurinn er ekki al- varlega slasaður en hann hefur lagt fram ákæru og er málið í rannsókn. ■ ÍRAK, AP/WASHINGTON POST Á einu helsta olíusvæði Íraka, í kringum Kirkuk í norðurhluta landsins, eykst framleiðslan hægt og bít- andi og er komin í 60 þúsund tunnur á dag. Þótt það hljómi eins og talsvert magn er það dropi í hafið miðað við þær 850 þúsund tunnur á dag sem framleiddar voru fyrir stríð. Það er margt sem hamlar því að lífið komist aftur í sama horf og það var fyrir íbúa Írak, hvað þá að það lagist eins og fyrirætlanir bandamanna stefna að, en án olíu- peninga til að greiða fyrir herleg- heitin er ólíklegt að árangurinn uppfylli væntingar landsmanna. Olían er þungamiðja Íraks og án hennar væri landið í sömu þrengingum og nágrannaríkið Afganistan. Á meðan ekki næst að koma framleiðslu á það stig sem var fyrir stríðið er vonlítið að bæta megi margs konar félagsleg vandamál innan landsins. Jafnvel þó að það náist innan tíðar hefur það ekkert að segja nema að Sam- einuðu þjóðirnar ákveði að lyfta viðskiptabanninu sem verið hefur á þjóðinni síðan í fyrra Flóastríði. Þrátt fyrir að sá þröskuldur verði yfirstiginn kemur til sögunnar það vandamál að flestar olíuleiðslur sem Írakar hafa notað til að flytja olíu til annarra landa eru annað hvort laskaðar eða ónýtar. Það stendur eftir að loforð bandamanna um uppbyggingar- starf í Írak er háð því hversu fljótt tekst að koma olíufram- leiðslunni á rétt stig og fella við- skiptabannið niður, en sú tillaga liggur einmitt fyrir þjóðarráði Sameinuðu þjóðanna. ■ Stríðsglæpadómstóllinn: Vitnar gegn Milosevic SLÓVENÍA, AP Milan Kucan, fyrrum forseti Slóveníu, mun bera vitni fyrir hönd ákæruvaldsins í réttar- höldunum gegn Slobodan Milos- evic við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Kucan hefur ítrekað verið yfir- heyrður af rannsóknaraðilum á undanförnum mánuðum. Búist er við því að hann muni greina frá atburðum sem áttu sér stað þegar Júgóslavía klofnaði árið 1991. Þá gegndi hann embætti forseta Sló- veníu og var einn af leiðtogum kommúnista þar í landi. ■ OLÍUVINNSLUSTÖÐ Mikið verk óunnið áður en olían fer að flæða aftur. Olían gegnir meginhlutverki: Mikið verk óunnið í Írak SLOBODAN MILOSEVIC Mætir til réttarhalda í Haag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.