Fréttablaðið - 13.05.2003, Page 16

Fréttablaðið - 13.05.2003, Page 16
ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2003 KÖNNUN, GALLUP Samkvæmt víð- tækri könnun sem Alþjóðadeild Gallup stóð fyrir í yfir 40 löndum í heiminum finnst fáum veröldin betri eða öruggari eftir stríðið í Írak. Þvert á móti þykir flestum sem þátt tóku meiri líkur á hermdar- verkum í heiminum. Könnunin, sem tók til ýmissa þátta varðandi viðhorf íbúa heimsins eftir Íraksstríðið, bendir einnig til að fólki finnist stjórn Bandaríkja- manna helst til hernað- arglöð. Sameinuðu þjóðirnar fá skell samkvæmt sömu könnun. Fólk telur að þau hafi beðið talsverðan hnekki fyrir afstöðu sína og að- gerðir áður en stríðið hófst. Einnig eru margir á þeirra skoðun að Samein- uðu þjóðirnar eigi að taka virkari þátt í uppbygg- ingu Írak en nú er til að standa undir nafni. Sú skoðun er líka út- breidd að ekki komist friður á í Miðausturlönd- um fyrr en deila Ísraela og Palestínumanna verð- ur til lykta leidd. ■ Hildur Jónsdóttir: Vantar stuðning Konur í öllum flokkum hafa haftmetnað til að bjóða sig fram en virðast ekki fá nægan stuðning innan síns flokks,“ segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Hildur segir að flokkarnir mættu leggja meiri áherslu á hlut kvenna á milli kosninga, ekki að- eins rétt fyrir þær. Hún segir að á sama tíma og jafnréttismál hafi komið sterkt inn í kosningabarátt- una hafi ekki tekist að tryggja hlut kvenna. Flokkarnir mættu vera meðvitaðri um að hlutur kvenna í starfi flokkanna skiptir miklu máli. Hún telur konur hafa ekki minni áhuga, heldur hafi þær ekki sama stuðning og karlarnir. „Þeir koma oft úr ættum þar sem hefð er fyrir þátttöku í pólitík og næstum erfa þingsæti, það sama virðist ekki vera uppi á teningn- um hvað konur varðar. Þátttaka kvenna í ungliðahreyfingum flokkanna er mun minni en strák- anna og þar er aðgengi þeirra oft erfiðara. Allir flokkar lofuðu stór- um breytingum í jafnréttismálum og það verður gaman að sjá hvort ungu mennirnir sem komust inn á þing í þessum kosningum munu vera ötulir talsmenn þess.“ ■ Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir: Fyrirsjáan- leg fækkun Sigríður Dúna Kristmundsdótt-ir, prófessor í mannfræði, segir fækkun kvenna á Alþingi hafa verið fyrirsjáanlega vegna slaks gengis þeirra í prófkjörum. Jafn- vel gæti þurft að endurskoða prófkjör í þessu tilliti eða nota prófkjör samhliða annarri aðferð við uppröðun á lista til að bæta stöðu kvenna. Sigríður Dúna telur konur alls ekki skorta vilja til þess að taka þátt í stjórnmálum, þrátt fyrir að stjórnmálin séu ekki að öllu leyti kvenvinsamleg. Hún vonast þó til að konur muni bæta hlut sinn á komandi árum. Karlmenn taki sífellt meiri þátt í störfum heimilisins og barnauppeldi. Löggjöf um rétt karla til fæðingarorlofs sé mjög mikilvæg í því sambandi. Að lokum bendir Sigríður Dúna á að fækkun kvenna á Alþingi ein- skorðist ekki við þingflokk Sjálf- stæðisflokksins. Engin kona hafi verið kosin á þing fyrir hönd Frjálslynda flokksins og af sjö nýjum þingmönnum Samfylking- ar séu fimm karlmenn. ■ KARLAR Í MIKLUM MEIRIHLUTA Á ÞINGI Þingflokkarnir gera konum ekki nógu hátt undir höfði og jafnrétti á Alþingi fer aftur. SADDAM FARINN Það virðist þó ekki gera heiminn öruggari. Skoðanakönnun Gallup: Óttast hefndir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.