Fréttablaðið - 19.05.2003, Page 12
19. maí 2003 MÁNUDAGUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Bi
llu
nd
Bi
llu
nd
DANMÖRK
Beint leiguflug
me› ICELANDAIR
4.
j
ún
í -
4
.
se
pt
.
21
.6
52
21
.6
52
V
er
›
fr
á
kr.
á mann
m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn,
2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið er flug
og flugvallarskattar.
Ef 2 ferðast saman,
24.950 kr á mann.
Takmarkað sætaframboð
CASABLANCA, AP Yfirvöld í Marokkó
telja að íslamskur öfgahópur tengd-
ur hryðjuverkasamtökunum al-
Kaída hafi staðið á bak við sjálfs-
morðsárásirnar í Casablanca á
föstudagskvöldið.
Að minnsta kosti 41 maður fórst
og á annað hundrað særðust þegar
sprengjur sprungu á fimm stöðum í
borginni, við menningarmiðstöð
gyðinga, í kirkjugarði, á spænskum
veitingastað, á hóteli og við skrif-
stofu belgíska ræðismannsins. Á
meðal þeirra sem létust voru þrett-
án hryðjuverkamenn.
Lögreglan í Marokkó hefur þeg-
ar handtekið yfir 30 manns í tengsl-
um við sprengjuárásirnar. Grunur
leikur á að öfgasamtökin Salafia Ji-
hadia hafi staðið á bak við tilræðin
en þau eru talin eiga í samstarfi við
al-Kaída. Allt bendir til þess að
árásirnar hafi verið vandlega
skipulagðar. Að sögn innanríkisráð-
herra landsins skiptu hryðjuverka-
mennirnir sér í fimm hópa og voru
ýmist með sprengjur í bílum eða
festar utan á líkama sinn. Einn
mannanna lifði af og er nú í haldi
marokkósku lögreglunnar.
Þó flestir hinna látnu hafi verið
Marokkóar virðist sem árásunum
hafi fyrst og fremst verið beint að
gyðingum og Spánverjum sem voru
einhverjir helstu bandamenn
Bandaríkjanna í stríðinu gegn Írak.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hefur boðið yfirvöldum í Marokkó
aðstoð við að hafa hendur í hári
þeirra sem beri ábyrgð á ódæðis-
verkunum. Hann sagði árásirnar
enn eina sönnun þess að stríðinu
gegn hryðjuverkum sé ólokið. ■
Á fimmta tug manna fórust í sprengjuárásum:
Íslömsk öfgasamtök
grunuð um ódæðisverkin
BELGÍSKA RÆÐISMANNSSKRIFSTOFAN
Skrifstofur belgíska ræðismannsins í Casablanca urðu fyrir töluverðum skemmdum þegar
sprengja sprakk við veitingastað skammt frá. Tveir lögreglumenn sem stóðu fyrir utan
bygginguna létu lífið og öryggisvörður særðist.
ÖRVÆNTINGAFULLIR SYRGJENDUR
Hópur marokkóskra kvenna mætir á Azerroes-sjúkrahúsið í Casablanca til þess að sækja
jarðneskar leifar ástvina sinna sem fórust í hryðjuverkaárásunum á föstudagskvöldið.
ÁSTVINUR KVADDUR
Ættingjar og vinir eins fórnarlamba sprengjuárásanna í Casablanca á föstudagskvöldið safn-
ast saman við kistu hins látna. Að minnsta kosti 28 óbreyttir borgarar fórust í árásunum.
AP
/M
YN
D
IR