Fréttablaðið - 19.05.2003, Síða 19

Fréttablaðið - 19.05.2003, Síða 19
MÁNUDAGUR 19. maí 2003 19  Handverkssýning félagsmið- stöðvarinnar Vitatorgi, Lindargötu 59, verður opin í dag. Sýndir eru munir sem notendur félagsstöðvarinnar hafa verið að vinna í vetur. Má þar nefna útskurð, bútasaum, glerlistaverk og smíði fagurra hluta, þar á meðal standklukkur.  Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardótt- ur. Verkin eru unnin í ull, hör sísal og hrosshár. Hugmyndir að verkum sínum sækir Þorbjörg til íslenskrar náttúru og vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt. Sýningin er opin daglega kl 9-17 og lýk- ur 26. maí.  Ella Magg sýnir ný og „öðruvísi“ ol- íumálverk í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Sýning hennar stendur til 18. maí og er opin virka daga frá kl. 10 - 18, laugardaga frá kl. 11 - 18 og sunnudaga frá kl. 15 - 18.  Gunnar Karl Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af um það bil 60 brúm á þjóðvegi 1 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Ís- landsmynd í mótun - áfangar í korta- gerð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Tónmenntaskóli Reykjavíkurer fimmtugur. Af því tilefni var ákveðið að efna til hátíðartón- leika í Salnum í Kópavogi. Fyrri tónleikarnir voru í gærkvöld en svo verða aðrir tónleikar í kvöld. „Nánast allir hljóðfæraleikar- arnir á þessum tónleikum byrj- uðu sína tónlistariðkun sem nem- endur í þessum skóla,“ segir Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Hún er konsertmeistari strengja- sveitar sem tekur þátt í tónleik- unum. „Það er líka óskaplega gaman að sjá hve margir af þeim sem starfa sem hljóðfæraleikarar í dag voru í þessum skóla þegar þeir voru litlir. Það voru greini- lega ekki margir sem gáfust upp á miðri leið.“ Sigrún segir að Stefán Edel- stein, skólastjóri Tónmenntaskól- ans, hafi átt frumkvæðið að því að halda upp á afmæli skólans með svona veglegum hætti. „Hann var svo sniðugur að senda okkur öllum bréf með mjög góðum fyrirvara og fór þess á leit við okkur að spila á þessum tón- leikum. Við brugðumst afskap- lega vel við því. Langflestir eru með, þótt sumir hafi ekki haft tíma eins og gengur.“ Sigrún getur ekki stillt sig um að nefna Gígju Jóhannsdóttur, sem var kennari allra tónlistar- mannanna sem koma fram í Saln- um. „Hún er ennþá að kenna, sem mér finnst alveg meiriháttar. Og svo var Stefán Edelstein skóla- stjóri þegar ég byrjaði í skólanum fimm ára gömul. Manni fannst hann svo skemmtilegur. Hann er ennþá alveg á fullu.“ Á tónleikunum í kvöld verða fluttir þrír kaflar úr Svítu eftir J.S. Bach, þar sem Gunnar Kvar- an leikur einleik á sellóið, og Ser- enaða fyrir strengi eftir Pjotr Tchaikovsky þar sem Sigrún Eð- valdsdóttir verður í fararbroddi strengjasveitar. Þá spilar Sigur- björn Bernharðsson einleik á fiðlu í Resitativo og Scherzo eftir Fritz Kreisler og Nína Margrét Gríms- dóttir leikur einleik í Píanókvin- tett eftir Robert Schumann. „Við bara smöluðum saman þessu fólki og bjuggum til strengjasveit. Okkur fannst líka sniðugt að hafa engan stjórnanda, þannig að við höfum bara verið að hlusta hver á annan á æfingunum. En það er ofsalega gaman að spila svona tónlist með strengjasveit í Salnum, það er svo fallegur hljómburðurinn í honum. Ser- enöðurnar eru líka svo frægar og fallegar að þetta verður alveg meiriháttar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fimmtugum skóla fagnað SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR FIÐLULEIKARI Seinni hátíðartónleikar Tónmennta- skóla Reykjavíkur verða í Salnum, Kópavogi, klukkan átta í kvöld. ■ TÓNLIST 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Evanescence „BRING ME TO LIFE“ Justin Timberlake „ROCK YOUR BODY“ Nas „I CAN“ Saybia „THE SECOND YOU SLEEP“ Thicke „WHEN I GET YOU ALONE“ Í svörtum fötum „TÍMABIL“ Birgitta Haukdal „OPEN YOUR HEART“ Room 5 feat. Oliver Cheatham „MAKE LUV“ Á móti Sól „DROTTNINGAR“ 50 Cent „IN DA CLUB“ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Madonna „AMERICAN LIFE“ Avril Lavigne „LOSING GRIP“ Macy Gray „WHEN I SEE YOU“ Junior Senior „MOVE YOUR FEET“ DMX „X GONNA GIVE IT TO YA“ R. Kelly „IGNITION“ Matchbox 20 „UNWELL“ Busta Rhymes feat. Mariah „I KNOW WHAT YOU WANT“ Blue „U MAKE ME WANNA“ Busted „YOU SAID NO“ Íslenskilistinn TOPP 20 Á FM957 - VIKA 20 FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.