Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 8
8 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR Obbobbobb ég fæ ekkert að vita Ég skal ekki segja. Það er leyndarmál sem Halldór er að bræða með sér. Guðni Ágústsson um upp- stokkun á ráðherraliði Framsóknar. DV, 22. maí. Grasrót en engin blóm Jafnréttisstarf innan flokksins hefur verið virkt og grasrótar- starf í kringum hann öflugt. Helga Guðrún Jónasdóttir. Morgunblaðið, 22. maí. Lágmarkslögregluríkið Svo er það annar handleggur hversu lögreglan á að vera um- svifamikil. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík. Morgunblaðið, 22. maí. Orðrétt Á MANNAVEIÐUM Bandarískar hersveitir leita dyrum og dyngjum að íröskum ráðamönnum úr stjórnartíð Saddams Husseins. Eftirlýstir ráðamenn: Baath-leið- togi hand- tekinn WASHINGTON, AP Hersveitir Banda- ríkjanna í Írak handsömuðu hátt- settan mann innan Baath-flokks- ins skammt fyrir utan Bagdad. Aziz Sajih al-Numan er númer átta á lista bandarískra yfirvalda yfir eftirlýsta ráðamenn í Írak og sá valdamesti sem náðst hefur hingað til. Al-Numan er einn af leiðtogum Baath-flokksins og fyrrum borgarstjóri í Karbala og Najaf. Bandarísk yfirvöld hafa nú í haldi 25 af þeim 55 írösku ráða- mönnum sem hafa verið eftirlýst- ir síðan innrásin í Írak hófst. ■ SPRENGING Á VEITINGASTAÐ Að minnsta kosti sjö manns særðust þegar sprenging varð á veitinga- stað í miðborg Istanbúl. Veggir hússins hrundu og rúður sprungu í nærliggjandi verslunum. Ekki liggur fyrir hvað olli sprenging- unni en grunur leikur á því að gasleka hafi verið um að kenna. NÍUNDA SINFÓNÍAN SELD Á UPP- BOÐI Handrit af Níundu sinfóníu Beethovens var selt á uppboði í London fyrir sem svarar 252 milljónum íslenskra króna. Á handritinu eru handskrifaðar endurbætur tónskáldsins auk skammaryrða í garð afritarans. Handritið var í einkaeigu og stendur til að nota ágóðann af sölunni til þess að koma á fót líknarsjóði. RÉTTAÐ YFIR HRYÐJUVERKA- MÖNNUM Réttarhöld eru hafin yfir tveimur túnískum stuðnings- mönnum al-Kaída. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir í Evrópu og tekið þátt í að myrða andstæðing Talíbana-stjórnarinnar í Afganist- an. Annar mannanna hefur viður- kennt að hafa ætlað að ráðast á bandaríska þegna, fyrirtæki og stofnanir í Evrópu. ■ Evrópa INDÓNESÍA,AP Indónesíski herinn ætlar að fjölga árásum sínum á að- skilnaðarsinna í Aceh-héraði. Hann hefur jafnframt hótað því að koma á útgöngubanni á þeim svæðum þar sem mestir bardagar hafa orðið. Foringi hersins neitaði í gær ásökunum aðskilnaðarsinna um að herinn hefði drepið 10 óbreytta borgara í árás á fiskiþorp í fyrra- dag. Að minnsta kosti 12 þúsund manns, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar, hafa látist í Aceh-héraði frá árinu 1976. Þá hóf Aceh-frelsis- hreyfingin baráttu sína gegn indónesískum yfirvöldum. ■ Átök í Indónesíu: Árásum fjölgað HERMAÐUR Indónesíski herinn segist hafa drepið eða handsamað 27 aðskilnaðarsinna á undan- förnum fimm dögum. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða ályktun þar sem Banda- ríkjunum og Bretum er veitt leyfi til að fara með stjórn mála í Írak þar til ný stjórn hefur verið kjörin í landinu. Efnahagsþvingunum gegn Írak, sem hafa staðið yfir í 13 ár, var einnig aflétt. 14 þjóðir samþykktu ályktunina, þar á meðal Frakkland, Rússland og Þýskaland, sem hafa verið andvíg stríðinu í Írak. Sýr- land var eina þjóðin sem mætti ekki til atkvæðagreiðslunnar. Niðurstaðan er mikill sigur fyrir Bandaríkjamenn sem hafa barist fyrir samþykktinni frá því stríðinu í Írak lauk. John Negroponte, erindreki Bandaríkjanna, lýsti yfir mikilli ánægju með niðurstöðuna. Hann sagði að tími væri kominn fyrir írösku þjóðina til að njóta góðs af náttúruauðlindum sínum eftir að hafa verið úti í kuldanum í alþjóða- viðskiptum í rúman áratug undir stjórn Saddams Husseins. „Þetta er tímamótaviðburður fyrir Íraka. Sögunni hefur verið snúið í réttan farveg.“ Talið er að olíuútflutningur frá Írak hefjist skjótt í kjölfar sam- þykktarinnar. Átta milljónir olíu- tunna frá landinu eru í geymslu í Tyrklandi og er reiknað með að þær seljist undir eins. ■ Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun: Efnahagsþvingunum aflétt VÉR SAMÞYKKJUM John Negroponte, erindreki Bandaríkjanna, og Jeremy Greenstock, erindreki Bretlands, lyfta höndum við atkvæðagreiðsluna í gær. Í ályktuninni er m.a. kveðið á um að rannsakað verði hvort senda eigi vopnaeftirlitsmenn að nýju til Íraks í leit að gjöreyðingarvopnum. AP /M YN D Bílslys í Vestmanna- eyjum: Enn á gjörgæslu SLYS Stúlkan sem lenti í bílslysi í Vestmannaeyjum um þar síðustu helgi liggur enn á gjörgæslu- deild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hennar óbreytt. Hin stúlkan sem einnig var flutt á Landspítalann er á batavegi. Þrjár stúlkur voru í bílnum þeg- ar slysið varð. Ein þeirra lést. Slysið var með þeim hætti að bíllinn sem stúlkurnar voru á lenti utan vegar og hafnaði á steinvegg. ■ Bandarískar rannsóknir: Búddistar lífsglaðari HEILSA Fólk sem iðkar búddatrú er hamingjusamara og rólyndara en annað fólk. Þetta kemur fram í nið- urstöðum tveggja bandarískra rannsókna sem voru birtar í tíma- ritinu New Scientist. Í annarri þeirra kemur fram að svæði í heilanum sem tengjast góðu skapi og jákvæðum tilfinningum eru virkari hjá búddistum en hjá öðru fólki. Í hinni rannsókninni kemur fram að reyndir búddistar sem stunda íhugun reglulega eru rólyndari en annað fólk. Með íhug- uninni ná þeir að þjálfa upp amyg- dala-svæðið í heilanum sem er mið- depill óttatilfinningar. ■ NETIÐ Foreldrar virðast vita lítið um hvað börn þeirra aðhafast á netinu. Þetta er meðal atriða sem fram komu í niðurstöðum um- fangsmikillar könnunar sem Heimili og skóli hafa staðið fyrir. Verkefnið er stutt af Evrópusam- bandinu og fer fram í fjórum löndum auk Íslands. „Foreldrar í dag ólust ekki upp með netinu,“ segir Kristbjörg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Í ljós kom að þrátt fyrir að fimmtungur barna sem stunda spjallrásir hafi hitt í eigin persónu manneskju sem þau kynntust á netinu telja einungis 4% foreldra að svo sé. Foreldrar telja sig einnig fylgjast mun betur með internetnotkun barna sinna en börnin sjálf upplifa. „Börn telja ekki að við séum að yfir- keyra þau með umræðum um net- ið,“ segir Kristbjörg. „Það gefur okkur svigrúm til umræðna.“ Í undirbúningi er kennsluefni fyrir foreldra og skólastarfsmenn til að leiðbeina börnum og ung- lingum um örugga netnotkun. „Við erum að biðla til foreldrafé- laga að foreldrar og skóli vinni saman,“ segir Kristbjörg. ■ BÖRN Þörf er á meira eftirliti foreldra með netnotkun barna sinna. Netnotkun barna: Foreldrar grandalausir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.