Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 10
10 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR ■ Landbúnaður ■ Slys Ársreikningur Samvinnulífeyrissjóðsins 2002 Helstu niðurstöður Rekstrarreikningur 2002 2001 Iðgjöld 767.068.271 744.727.640 Lífeyrir -791.502.377 -716.155.839 Fjárfestingatekjur 668.364.578 264.898.203 Fjárfestingagjöld -43.263.745 -26.184.755 Rekstrarkostnaður -36.853.068 -36.726.008 Matsbreytingar 0 1.253.350.589 Hækkun á hreinni eign á árinu 563.813.659 1.483.909.830 Hrein eign frá fyrra ári 17.088.087.018 15.604.177.188 Hrein eign til greiðslu lífeyris 17.651.900.677 17.088.087.018 Efnahagsyfirlit 31. desember Fjárfestingar 17.211.601.038 16.259.087.858 Kröfur 235.968.807 584.264.868 Aðrar eignir 216.293.804 255.097.132 Eignir samtals 17.663.863.649 17.098.449.858 Skuldir 11.962.972 10.362.840 Hrein eign til greiðslu lífeyris 17.651.900.677 17.088.087.018 Kennitölur Hrein raunávöxtun 1,4% 0,6% Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 4,6% 6,9% Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 6,2% Meðalfjöldi sjóðfélaga 2.996 3.221 Meðalfjöldi lífeyrisþega 2.286 2.196 Fjárhagsstaða skv. tryggingafræðilegri úttekt Hrein eign umfram heildarskuldbindingar -6,0% -3,9% Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar -5,4% -2,9% Hlutfallsleg skipting annarra fjárfestinga Skráð hlutabréf 23,4% 26,0% Skráð skuldabréf 42,5% 37,8% Óskráð hlutabréf 4,5% 7,1% Óskráð skuldabréf 3,9% 3,7% Veðlán 24,2% 23,4% Annað 1,5% 2,0% Samtals 100,0% 100,0% Skipting fjárfestinga eftir gjaldmiðlum Eignir í íslenskum krónum 97,9% 91,1% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 2,1% 8,9% Samtals 100,0% 100,0% Hlutfallsleg skipting lífeyris Ellilífeyrir 69,7% 68,4% Örorkulífeyrir 14,8% 15,8% Makalífeyrir 14,7% 15,0% Barnalífeyrir 0,8% 0,8% Samtals 100,0% 100,0% Ársfundur Samvinnulífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, föstudaginn 23. maí 2003 kl. 16.00, á Grand Hótel Reykjavík. Allir sjóðfélagar eru velkomnir. SLÁTURVERÐ Á KÚM HÆKKAR Verð sláturleyfishafa eru farin að hækka aðeins á kúm, en ung- nautaverð stendur í stað eða lækkar örlítið á milli mánaða. Þetta kemur fram í yfirliti Landssambands kúabænda. Síð- ustu vikur hefur eftirspurn eftir kúm farið vaxandi, sem skýrir þessa verðþróun. Sláturhúsið á Hellu greiðir nú hæsta verð fyr- ir kýr í a-flokki og Sláturfélag Suðurlands staðgreiðir nú kýrn- ar. FASTEIGNAVIÐSKIPTI Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður í Hafnarfirði, segist munu höfða meiðyrðamál gegn kaupendum svokallaðs Blöndalshúss í Suður- götu. Í bréf til bæjarstjórnar höfðu kaupendurnir sakað bæjarlög- manninn um lögbrot og siðleysi í tengslum við viðskiptin með Blön- dalshús. „Þau ærumeiðandi um- mæli sem koma fram í bréfinu og birst hafa í dagblöðum læt ég ekki óátalin,“ segir Guðmundur Bene- diktsson í umsögn sem hann lagði fyrir bæjarráð í gær. „Höfða meiðyrðamál,“ segir bæjarlögmaður aðspurður um hvað hann ætli að taka til bragðs. „Kaupendur vissu nákvæm- lega um ástand hússins og voru búnir að skoða það gaumgæfilega fyrir tilboðið, jafnt að innan sem að utan og voru búnir að fylgjast með húsinu í mörg ár, þar sem neðri hæð hússins var áður í eigu föður annars kaupanda,“ hefur bæjarlögmaður eftir fasteigna- sala sem annaðist sölu hússins. Bæjarráð samþykkti tillögu hans um að hafna kröfum kaupendanna um 995 þúsund króna afslátt af kaupverði. Bæjarlögmaður tekur aftur á móti undir kröfu hjónanna sem keyptu húsið um að bærinn, en ekki þau, kosti niðurrif bílskúrs sem víkur af skipulagsástæðum. ■ ATVINNULÍF Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vonast til þess að með nýjum stuðningsaðgerðum ríkisins við nýsköpun atvinnulífs- ins verði hægt að nýta betur þá frumkvöðlastarfsemi sem sé í gangi á Íslandi. „Í mörgum löndum, sem við kjósum að bera okkur saman við, hafa stjórnvöld áhyggjur af því að of fáir stundi frumkvöðlastarf- semi,“ sagði Valgerður í ræðu á ársfundi Iðntæknistofnunar í gær. „Á Íslandi virðist þetta vandamál ekki vera til staðar. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að hinn mikli frumkvöðlakraftur sem býr í þjóðinni nýtist okkur illa og beri ekki verðskuldaðan ávöxt.“ Valgerður sagði tvær megin- ástæður vera fyrir þessu. Annars vegar skort á fjármögnun til tækniþróunar og hins vegar sýndu kannanir að frumkvöðla- fræðslu væri ábótavant. Valgerður sagði að til þess að bæta úr þessu þyrfti að skapa for- sendur fyrir aukinni sprotafjár- mögnun, almennri frumkvöðla- menntun og endurbótum á stuðn- ingskerfi nýsköpunarinnar. Hún sagði iðnaðarráðuneytið axla það veigamikla hlutverk að fóstra ný- sköpun atvinnulífsins. Það yrði umfangsmikið og vandasamt verkefni, en til þess hefði ráðu- neytið fengið tvö tæki, Nýsköpun- armiðstöð og Tækniþróunarsjóð. „Í hnotskurn verður það verk- efni Nýsköpunarmiðstöðvarinnar að hlúa að nýsköpun atvinnulífs- ins og þörfum frumkvöðla á sem bestan hátt. Hún á að vera tengiliður frumkvöðla og lítilla og meðalstórra fyrirtækja við vís- indasamfélagið annars vegar og framtaksfjárfesta hins vegar.“ Valgerður sagði að hlutverk Tækniþróunarsjóðsins yrði að styðja tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. „Sjóðnum er ætlað að brúa bil- ið á milli Rannsóknarsjóðs ann- ars vegar og framtaksfjárfesta hins vegar, þ.e. þeirra sem vilja leggja fé í álitleg nýsköpunar- verkefni. Þannig er sjóðnum ætl- að að starfa á svokölluðu nýsköp- unarstigi eða þegar í ljós er að koma að niðurstöður vísindarann- sókna geti leitt til efnahagslegs ávinnings fyrir frumkvöðulinn.“ trausti@frettabladid.is Á BATAVEGI Maðurinn sem féll niður í Hornbjargi á laugardag er kominn af gjörgæsludeild. Hann liggur á bæklunardeild á Land- spítalanum í Fossvogi og er á batavegi. TÓKÍÓ, AP Sjötugur Japani náði þeim árangri að komast á tind Ev- erest-fjalls. Varð hann þar með elsti maðurinn til þess að klífa þetta 8.850 metra háa fjall. Yuichiro Miura, sem er fyrrum atvinnumaður á skíðum, lagði á brattann ásamt syni sínum og sex leiðsögumönnum. Náðu þeir tind- inum eftir níu tíma uppgöngu frá efstu búðum. Miura hóf feril sinn sem skíða- maður árið 1962. Átta árum síðar komst hann á spjöld sögunnar þegar hann renndi sér, fyrstur manna, á skíðum niður Everest- fjall, úr 8.000 metra hæð. ■ ERFIÐ UPPGANGA Hinn sjötugi Yuichiro Miura kleif Everest- fjall ásamt 33 ára gömlum syni sínum og sex Sherpum. Sjötugur skíðakappi: Sá elsti sem nær tindi Everest VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐARRÁÐHERRA Í ræðu á ársfundi Iðntæknistofnunar sagði Valgerður að skapa þyrfti forsendur fyrir aukinni sprotafjármögnun, almennri frum- kvöðlamenntun og endurbótum á stuðn- ingskerfi nýsköpunarinnar. Nýta frumkvöðla- starfið betur Iðnaðarráðherra segir frumkvöðlakraft þjóðar- innar nýtast illa. Fjármagn skorti og fræðslu sé ábótavant. Hún segir iðnaðarráðuneytið hafa það verkefni að bæta úr þessu. BLÖNDALSHÚS Suðurgata 9 hefur verið gerð upp af hjón- um sem keyptu húsið af Hafnarfjarðarbæ. Þau telja ástand hússins hafa verið verra en sagt var og vildu 995 þúsund króna af- slátt af 5,5 milljóna kaupverði. Bæjarlögmaður vísar afsláttarkröfu á bug: Höfðar meiðyrðamál vegna ærumeiðinga Svonaerum við GIFTINGAR 2000 1.777 2001 1.484 2002 1.619 SKILNAÐIR 2000 545 2001 551 2002 524 Heimild: Hagstofan GIFTINGUM FJÖLGAR Umtalsvert fleiri gengu í hjónaband á síð- asta ári en árið áður. Munar þar 135 gift- ingum og telst því nærri tíu prósenta fjölg- un milli ára. Flestar urðu giftingar þó árið 2000, að því að talið er vegna þess að þá var aldamótaár. Fjöldi skilnaða hefur nokkurn veginn staðið í stað síðustu ár en fækkaði lítillega á síðasta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.