Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 14
HÚSLEIT „Það kom hér hersing af mönnum frá tollinum og lögregl- unni og ruddi öllu um koll þannig að staðurinn var eins og eftir sprengingu,“ segir Júlíus Þor- bergsson, eigandi verslunarinnar Draumsins við Rauðarársíg. Á mánudag gerðu menn frá fíkni- efnalögreglunni og tollgæslunni húsleit í söluturninum vegna gruns um sölu fíkniefna og áfengis. í kjölfarið voru tveir menn handteknir og söluturnin- um lokað. Júlíus opnaði Drauminn klukkan tíu í gærmorgun eftir að hafa unnið baki brotnu, að eigin sögn, við að taka til eftir þá sem unnu að leitinni. Hann segir það misskilning að hann hafi selt dóp, áfengi eða smyglaðar sígarettur. Fundist hafi um nítján grömm af amfetamíni sem starfsmenn Draumsins hefðu fundið í sígar- ettupakka á gólfinu og sett til hliðar án þess að vita hvað í hon- um var. Hvað varðar áfengið þá hafi það ekki verið í sölu heldur hafi það verið keypt í fríhöfninni til einkanota og verið geymt í Draumnum. Júlíus segist vera mikið á staðnum og það sé hans annað heimili. Sígaretturnar, sem voru um það bil eitt og hálft kar- ton, hafi verið keyptar í tollinum og komið frá Þjóðverja sem kom í verslunina. Júlíus segir sígar- etturnar ekki hafa verið til sölu. Hann segir það hafa gerst í eitt skipti að selt var tóbak án merk- inga og það hafi verið eftir að viðskiptavinur kom inn og fékk skipt Salem Light í Salem og starfsmenn hafi ekki áttað sig á að á pakkana tvo hafi vantað merkingar. „Þessi byssa sem fannst er lít- il kindabyssa sem ég keypti fyrir um átta árum, ég hef skotveiði- leyfi og er mikil skytta þó ég segi sjálfur frá. En hef ekki haft tíma til að iðka það áhugamál í mörg ár og var byssan í geymslu hérna og langt frá því að vera aðgengileg.“ Júlíus segir þetta hafa reynst honum mjög dýrt eða um einnar milljónar króna tjón þegar allt sé tínt til. Meðal annars vegna skemmda og vegna þess að Draumurinn var lokaður. „Einnig sá álitshnekkir sem verslunin verður fyrir við svona fár.“ ■ 14 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR KONUNGSHEIMSÓKN Haraldur V Noregskonungur og drottningin Sonja eru stödd í þriggja daga opinberri heimsókn í Belgíu um þessar mundir. Í gær hittu þau Albert II Belgíukonung og Paola drottningu í hinum konunglega Laken-kastala í Brussel. Fór vel á með konungsfólkinu, sem var eins og vera ber í sínu fínasta pússi. VERSLUN Nýr verslunarkjarni verð- ur opnaður í húsnæði Húsgagna- hallarinnar við Bíldshöfða á laugar- daginn. „Við erum að breyta og bæta,“ segir Ingimar Jónsson, for- stjóri Kaupáss, en Kaupás stendur fyrir breytingunum. Að sögn Ingimars verður Hús- gagnahöllin endurnýjuð og vöruúr- valið aukið mikið. Lágvöruverslun- in Krónan mun opna stærstu versl- un sína í húsinu og Bakarameistar- inn opnar veitingastað og bakarí. Fyrir eru í húsinu sportvörubúðin Intersport og golfvöruverslunin Nevada Bob. Verslanirnar verða formlega opnaðar á laugardaginn klukkan 11. FRAMKVÆMDIR Verslunarkjarninn verður opnaður almenningi á laugardaginn. Húsgagnahöllinni breytt: Nýr verslunarkjarni opnaður LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akra- nesi hefur að undanförnu rann- sakað mál vegna gruns um sölu fíkniefna í bænum. Í fyrradag var látið til skarar skríða og voru tveir menn handteknir þar sem þeir voru að stíga út úr bifreið í bænum. Við leit á öðrum þeirra fundust um fjörutíu grömm af hassi. Í kjölfarið var gerð húsleit í íbúð í bænum að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Vestur- lands. Þar voru tveir menn og voru þeir handteknir. Við húsleit- ina fundust 250 grömm af hassi, ofskynjunarsveppir og neyslu- áhöld. Önnur húsleit var gerð síð- ar um daginn og fannst þá dálítið af amfetamíni auk neysluáhalda. Lögreglan í Reykjavík sendi leitarhund og tvo lögreglumenn til aðstoðar við leitina. Áttu hund- urinn Barthez og þjálfari hans hvað stærstan þátt í að efnin fund- ust. Að sögn lögreglunnar á Akra- nesi var þremur af fjórum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Einn mað- ur er enn í haldi vegna málsins sem er í rannsókn. ■ Fíkniefni á Akranesi: Einn í haldi lögreglu FRÁ AKRANESI Lögreglan á Akranesi hafði mennina grun- aða um nokkurt skeið um að selja fíkniefni í bænum. 20 ára morðmál: Réttlætið sigrar að lokum SEATTLE, AP DNA-sýni á umslagi leiddi til þess að karlmaður á fer- tugsaldri var handtekinn og ákærð- ur fyrir morð sem framið var fyrir 20 árum. John Athan er sakaður um að hafa kyrkt þrettán ára gamla stúlku í Seattle árið 1982. Lík stúlkunnar fannst í stórum pappakassa á bak við verslun. Kvöldið áður hafði At- han, þá fjórtán ára gamall, sést á göngu með stóran kassa skammt frá fundarstaðnum. Nú, 20 árum síðar, tókst loks að fá fullnægjandi upplýsingar úr DNA-sýni sem tekið var af líkinu. Lögreglan komst yfir bréf frá Athan og náði af því DNA- sýni. Reyndist það koma heim og saman við sýnið af líkinu. ■ Hótelbygging við Aðalstræti: Hafist handa í júlí SKIPULAG Innréttingarnar ehf. hafa gert samning við Íslenska að- alverktaka um byggingu hótels á horni Aðalstrætis og Túngötu. Að sögn Jónasar Þórs Þorvalds- sonar, framkvæmdastjóra Stoða, munu framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar hefjast í júlí við að grafa og reisa kjallara utan um landnámsskálann, fornminjar sem fundust þegar byrjað var að grafa fyrir hótelinu. Í framhaldi af því munu Innréttingarnar taka við og reisa hótel ofan á kjallarann. Hótelbyggingin hefst 1. desember en áætlað er að henni ljúki 2005. ■ Tómur misskilningur Júlíus Þorbergsson, eigandi Draumsins, segir það byggt á misskilningi að hann selji fíkniefni og áfengi. Hann segist hafa skýringar á öllu sem fannst við húsleitina í söluturninum og segir ekkert ólöglegt hafa farið fram í sínum rekstri. DRAUMURINN Opnað var aftur í gærmorgun eftir að verslunin hafði verið lokuð í tæpa þrjá sólarhringa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.