Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 18
18 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR BORÐTENNIS Guðmundur E. Steph- ensen, Íslands- og Noregsmeistari í borðtennis, náði frábærum ár- angri í einliðaleik á heimsmeist- aramótinu í París. Hann vann besta borðtennismann Norður- landa og komst í 64 manna úrslit. Annan laugardag keppir Guð- mundur við Norður-Evrópumeist- arann Cyprian Asamoah, frá Sví- þjóð, í Smáranum. Viðureignin verður á undan landsleik Íslend- inga og Dana í handknattleik. Í byrjun júni keppir hann á Smá- þjóðaleikunum á Möltu. Guðmundur keppti í 64 manna úrslitum á miðvikudag en tapaði 1:4 fyrir Li Ching frá Hong Kong. Guðmundur vann fyrsta leikinn gegn Li Ching 11:7 en Cheng vann hina leikina 11:6, 11:4, 11:5 og 11:3. Í 128 manna úrslitum vann Guðmundur Danann Michael Maze 4:2 í hörkuviðureign. Maze, sem keppir fyrir atvinnumanna- félagið Borussia Düsseldorf í Þýskalandi, er 21. á heimslistan- um og 10. á Evrópulistanum, en Guðmundur var í 257. sæti á heimslistanum fyrir mótið. Guð- mundur vann fyrsta leikinn 11:9, Maze vann þann næsta 11:7, þá vann Guðmundur 11:5 en Daninn jafnaði með 12:10 sigri í fjórða leik. Guðmundur vann tvo síðustu leikina 11:8 og 14:12. Leiðir Maze og Guðmundar hafa áður legið saman. Þeir voru samherjar í tvíliðaleik á Evrópu- móti unglinga árið 1998 og komust í úrslit en voru óheppnir að tapa fyrir Þjóðverjunum Timo Boll og Nico Stehle. Boll er nú efstur á heimslistanum. Guðmundur tryggði sér rétt- inn til að keppa við Michael Maze með 4:3 sigri gegn Adam Ro- bertsson frá Wales. Robertsson var 234. sæti heimslistans fyrir mótið. Í undankeppninni vann Guðmundur Sómalann Mohamen Said Abdulla 4:0 og Alsíringinn Said Farid með sömu tölum. Guðmundur hefur leikið með norska félaginu B72 í vetur en þýsk félög hafa sýnt áhuga á að fá hann í sínar raðir fyrir næsta vetur. Það skýrist fyrir miðjan júní hvort af verður. Fari Guðmundur ekki til Þýskalands leikur hann áfram með B72 og sænska félaginu BTK Kävlinge en skv. samningi milli Norðurlandanna geta leikmenn keppt í heimalandi sínu og í tveimur hinna Norðurlandanna samtímis. obh@frettabladid.is GUÐMUNDUR STEPHENSEN Guðmundur lék vel á heimsmeistaramótinu í París. Annan laugardag keppir hann við Norður-Evrópumeistarann Cyprian Asamoah og í byrjun júní á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Frábær árangur Guðmundar Guðmundur Stephensen komst í 64 manna úrslit á Heimsmeistaramót- inu. Annan laugardag keppir hann við Norður Evrópumeistarann Cyprian Asamoah í Smáranum. ÍSHOKKÍ Ottawa Senators jöfnuðu stöðuna við New Jersey Devils í undanúrslitaleik austurdeildar NHL í íshokkí. Bæði lið hafa unnið þrjá leiki og hreinn úr- slitaleikur verðu háður í Ottawa aðfararnótt laugardagsins. Anaheim Mighty Ducks í vesturdeildinni hafa þegar sóp- að sínum andstæðingum undir teppið 4-0 og bíða því átekta eft- ir því hvort Devils eða Senators verði mótherjinn í úrslitum. Fá leikmenn Anaheim því kær- komna hvíld á meðan. Sigurmarkið kom þó ekki þrautalaust. Marian Hossa skæðasti leikmaður Ottawa sem var í strangri gæslu allan leikinn og hlaut ófá samstuð frá varnar- mönnum Jersey komst fram hjá vörninni þegar fjórar mínútur lifðu af framlengdum leikhluta, gaf fyrir og Chris Phillips varn- armaður var réttur maður á rétt- um stað og setti inn. Mikil fagnaðarlæti brutust út þrátt fyrir að leikurinn væri á heimavelli Jersey. „Þetta er erfitt en þannig á það líka að vera,“ sagði John Madden, leikmaður New Jersey, eftir leikinn. ■ SÚRSÆTT Leikmenn Senators fagna marki. Senators jafna Devils: Hreinn undan- úrslitaleikur FÓTBOLTI Pavel Nedved er svo sorgmæddur að hann gæti grát- ið. En hann getur sjálfum sér um kennt fyrir fáheyrt dómgreind- arleysi. Átta mínútum fyrir leikslok í undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid, með þægilega for- ystu í leiknum, felldi hinn tékk- neski Nedved Steve McManam- an algjörlega að óþörfu úti á miðjum velli og hlaut gult spjald fyrir. Spjaldið kostar hann úr- slitaleikinn í Manchester þann 28. júní og gæti kostað Juventus titilinn vegna þess hve mikil- vægur Nedved hefur verið lið- inu í vetur. Svo mikilvægur að nafn hans er nefnt sem leik- manns ársins í Evrópu. „Við erum ákaflega sorg- mæddir að leikmaður á borð við Pavel skuli ekki vera með,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juventus. „Ef sigur vinnst mun- um við tileinka hann Pavel Nedved.“ „Þetta er sorglegt, því hversu oft á ferlinum kemst leikmaður í úrslitaleik Meistaradeildarinn- ar?“ sagði Alessio Tacchinardi, leikmaður liðsins. „Þetta er al- gjör synd.“ ■ PAVEL NEDVED Máttarstólpi í sterku liði Juventus. Missir af úrslitaleik Meistaradeildarinnar: Hugsunarleysi NedvedÍtalinn Mario Cipollini setti nýttmet þegar hann sigraði í 9. áfanga hjólreiðakeppninnar Giro d’Italia. Hann hefur sigraði í 42 áföngum keppninnar á löngum ferli en fyrra metið setti Alfredo Binda, sem sigraði í 41 áfanga á árunum 1925 til 1933. Gleði Cipollini var þó skammvinn því í 11. áfanga lenti hann í árekstri við Spánverjann Isaac Galvez, lenti á auglýsingaskilti og varð að hætta keppni vegna meiðsla á öxl. ■ Hjólreiðar Stórhöfða 17, v. Gullinbrú · 577 5555 · 577 556 6 6 vikna átak með einkaþjálfara Þú verður í fínu formi í sumar Skráning og upplýsingar hjá: Smára einkaþjálfara í síma 896-2300 / 588-2366 Siggu Dóru einkaþjálfara í síma 692-3062 Veggsport í síma 577-5555 Einkaþjálfari aðeins með þér 3 x í viku í Veggsport Úti ganga - skokk - hlaup 1 x í viku, val eftir getu og áhuga Úlfarsfell ganga - skokk - hlaup 1 x í viku, val eftir getu og áhuga Mikið úrval puma - nike - hummel buffalo london - el naturalista - bronx le coq sportif - björn borg face - roots - intenz - dna VERSLUNIN HÆTTIR Allt á að seljast 20-50% afsláttur K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0 Björn Borg stígvél áður kr. 16.990 og 13.990 nú kr. 7.990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.