Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 36
Kaupás er að opna risastóraKrónuverslun í gömlu Hús- gagnahöllinni á Bíldshöfða. Versl- un sem vafalítið á eftir að láta til sín taka þegar fjölskyldur á höfuð- bogarsvæðinu ákveða að kaupa inn svo um munar. Forstjóri Kaupás er Ingimar Jónsson. „Ég er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og bjó þar þangað til ég fór suður til náms,“ segir Ingi- mar, sem nam við Samvinnuskól- ann á Bifröst og tók síðar viðskipa- fræðina í Háskóla Íslands. Að því loknu gerðist hann fjármálastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings í heima- bæ sínum, síðar varð hann fram- kvæmdastjóri hjá Pennanum og svo forstjóri Kaupáss. „Vinnan tekur mest allan tíma sem maður hefur til umráða en ég reyni þess á milli að sinna fjölskyldunni vel,“ segir forstjórinn en eiginkona hans er Ingibjörg Rósa Friðbjörns- dóttir hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau þrjá syni. „Þó hef ég áhuga á tónlist og íþróttum þótt ég hafi aldrei verið neinn afreks- maður á þeim sviðum,“ segir Ingi- mar, sem lét þó verulega til sín taka á tónlistarsviðinu her áður fyrr þegar hann var trommuleik- ari í hljómsveitinni Upplyftingu. Hljómsveitin var landsfræg og fór víða við góðar undirtektir þeirra sem vildu stíga sporin á dansgólf- um félagsheimilanna. „Ætli ég hafi ekki verið á trommunum í ein tíu ár,“ segir hann. Sem sannur Skagfirðingur hélt Ingimar hross á árum áður. Nú hefur hann lagt hestamennskuna að mestu leyti af en er farinn að fikta meira við golfið. Á íþrótta- sviðinu heldur hann með Tinda- stóli en trommusettið er komið inn í bílskúr. ■ 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að nýja ríkis- stjórnin verður ekki til sýnis í Húsdýragarðin- um um helgina. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Árið 1953. 15. september 2004. Herjólfur er hættur að elska. Persónan ■ Kaupás er að fara að opna 900 fer- metra Krónuverslun í gömlu Húsgagna- höllinni á Bíldshöfða. Þar er verið að skipuleggja verslunarmiðstöð sem eftir verður tekið. Forstjórinn heitir Ingimar Jónsson. Fréttiraf fólki Hrósið ...fær Stefán Ólafsson prófessor fyrir að þora að lýsa samskiptum sínum við Hannes Hólmstein Gissurarson á kaffistofu Háskólans. 38 Trommuleikarinn í Kaupási INGIMAR JÓNSSON Athafnasamur Sauðkrækingur í höfuðborginni. YRKJA Matthías Jóhannessen skáld lætur nú af stjórnarformennsku í Yrkju. Annað skáld sest í sæti hans. Skáld af skáldi í Yrkju Yrkjusjóður Skógræktarfélags Ís- lands var stofnaður að ósk Vigdís- ar Finnbogadóttur, þáverandi for- seta Íslands, á sextugs afmæli hennar. Sjóðnum er ætlað að út- hluta skógarplöntum til skóla- barna. Víða um land hafa ötul skólabörn plantað fyrir skógi framtíðarinnar. Þegar árið í ár er úti hefur á fimmta hundrað þús- und plöntum verið plantað á ellefu árum. Matthías Jóhannessen, skáld og ritstjóri, hefur gegnt stjórnar- formennsku í sjóðnum frá upp- hafi. Hann lætur nú af þeim star- fa að eigin ósk. Vigdís Finnboga- dóttir, verndari sjóðsins, hefur í hans stað tilnefnt annað skáld, Sigurð Pálsson. ■ Ínýjasta tölublaði Mannlífs erfróðlegt viðtal við Andreu Ró- berts, sýningarstúlku og sjón- varpskonu, sem nú er orðin femínisti og hefur þannig skipt um gír þótt útlitið sé alltaf það sama og svíki engan. At- hygli vekur að á forsíðu tímarits- ins snúast allar tilvísanir í efni blaðsins um kynlíf utan einnar. Þegar svo er komið þykir við hæfi að breyta nafni tímaritsins úr Mannlíf í Kynlíf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.