Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 30. júlí 2003
Umræðan um meint brot olíufé-laganna er með undarlegum
hætti. Hver sjálfstæðismaðurinn á
fætur öðrum ræðst að Þórólfi Árna-
syni borgarstjóra vegna meintra
lögbrota sem hann átti að eiga aðild
að sem starfsmaður Olíufélagsins
hf. Brotin gengu út á að hafa fé af
„viðskiptavinum“ með ólöglegu
verðsamráði. Ég tel nauðsynlegt
fyrir Þórólf að gera hreint fyrir sín-
um dyrum, sérstaklega í ljósi þess
að brotin beindust gegn Reykjavík-
urborg og Reykvíkingum öllum.
Þessi beinskeytta gagnrýni
Sjálfstæðismanna kemur úr hörð-
ustu átt og nær væri fyrir flokks-
menn að taka til í eigin ranni því
víða liggja þræðir frá olíufélögunu-
m til æðstu valdamanna Sjálfstæð-
isflokksins. Hvernig sem á málið er
litið er Þórólfur Árnason peð í lög-
brotum olíufélaganna sem stjórnar-
menn og forstjórar félaganna bera
meginábyrgð á.
Einn forstjórinn er eiginmaður
fráfarandi dómsmálaráðherra Sól-
veigar Pétursdóttur alþingismanns
og tilvonandi forseta Alþingis. Al-
menningur hlýtur að spyrja hvort
ekki þurfi að gera hreint fyrir dyr-
um Sólveigar og fram fari opinber
rannsókn um hvort hún hafi reynt
að hafa áhrif á rannsókn málsins
sem æðsti yfirmaður lögreglunar í
landinu. Er það tilviljun að fulltrúar
Samkeppnisstofnunar tilkynntu
ekki um málið til lögreglu fyrr en
Sólveig lét af embætti?
Framganga
ríkislögreglustjóra
Hvernig er ríkislögreglustjóra
stætt á að hefja ekki rannsókn á
máli sem Samkeppnisstofnun hefur
upplýst að hugsanlegur refsiverður
atburður hafi átt sér stað? Davíð
Oddsson segir í DV 26. júlí s.l. að
það sé vegna þeirrar meginreglu að
stjórnvald sem er með mál klári það
og sendi lögreglunni í framhaldinu
sé ástæða til. Ég kannast ekki við
þessa „meginreglu“ Davíðs, en
meginreglan er að rannsaka mál ef
grunur er um refsiverðan verknað.
Sjálfur hefur ríkislögreglustjóri
sagst ekki ætla hefja rannsókn fyrr
en formleg beiðni liggi fyrir frá
Samkeppnisstofnun. Nú liggur fyrir
að haldinn var fundur með ríkislög-
reglustjóra þar sem til stóð að af-
henda honum frumskýrslu Sam-
keppnisstofnunar og veita aðgang
að öllum gögnum málsins. Ríkislög-
reglustjóri neitaði að taka við
skýrslunni og kærði sig ekkert um
aðgang að gögnum Samkeppnis-
stofnunar. Ég hef starfað við opin-
bera stjórnsýslu í 11 ár og aldrei
dottið í hug að neita að taka við
gögnum sem vörðuðu málaflokk
sem mér var falinn. Það er nauðsyn-
legt að ríkislögreglustjóri skýri út í
framhaldinu hvernig tilkynna á
refsiverðan verknað til lögreglunar
svo hún hefji störf. Nýjustu fréttir
af framgöngu ríkislögreglustjóra
herma að hann sé að íhuga hvernig
aðkoma lögreglu eigi að verða að
málinu eftir fund með Samkeppnis-
stofnun. Borið er við að ekki sam-
ræmist mannréttindasáttmálum að
rannsaka mál á tveimur stöðum, ef
báðar rannsóknir geta leitt til refs-
ingar. Að mínu mati er þetta ein-
faldlega útúrsnúningur á þeim
ákvæðum mannréttindasáttmála að
ekki megi refsa oftar en einu sinni
fyrir sama brotið. Meðferð Sam-
keppnisstofnunar getur einungis
leitt til sektargreiðslu fyrirtækja en
ekki að forráðamenn fyrirtækja
sæti ábyrgð. Í frægu „Vatnsbera“
máli tók lögregla að sér rannsókn
og forræði málsins sem vörðuðu
refsiábyrgð en Skattrannsóknar-
stjóri hélt áfram rannsókn á ýmsum
þáttum málsins.
Í DV viðtalinu laugardaginn 26.
júlí s.l. efast Davíð Oddsson um
hvort rétt sé að beita viðurlögum
samkeppnislaga þar sem sektin
muni á endanum lenda á viðskipta-
vinum olíufélagana. Er Davíð hér að
hvetja til að ekki verði sektað vegna
brota olíufélaganna og að það eigi
einfaldlega líta framhjá þeim? Það
er fráleitt ef olíufélögin verða ekki
beitt háum sektum í samræmi við
ákvæði samkeppnislaga vegna stór-
kostlegra brota á lögum. Davíð læt-
ur þess ógetið að von sé á að nýir að-
ilar hefji rekstur á næstunni og
hlunnfarinn almenningur muni ef
til vill beina viðskiptum sínum
þangað. Háar sektir ættu að vera
öðrum fyrirtækjum víti til varnaðar
og leiða til heiðarlegri viðskipta-
hátta.
Landssími, Olíufélögin
og Blöndal
Með verðsamráði sínu voru olíu-
félögin ekki undir neinum sovét-
áhrifum líkt og núverandi dóms-
málaráðherra Björn Bjarnason
hefur haldið fram. Það er léleg af-
sökun að halda fram að olíufélögin
hafi verið sein að aðlaga sig nýju
samkeppnisumhverfi. Af skýrslu
Samkeppnisstofnunar má ráða að
olíufélögin voru vísvitandi að
blekkja almenning.
Pétur Blöndal og fleiri Sjálf-
stæðismenn hafa lýst yfir að mikil-
vægt sé að ná þeim sem láku
skýrslu Samkeppnisstofnun í fjöl-
miðla. Hvers vegna mátti almenn-
ingur ekki fá skýrsluna í hendur?
Væri ekki nær að Pétur Blöndal
færði þeim sérstakar þakkir sem
upplýstu þjóðina og Alþingi um
háttsemi olíufélaganna, sérstak-
lega í ljósi þess að lögreglan virðist
hafa reynt að leiða málið hjá sér og
með því auka á möguleika þess að
refsiverður verknaður forráða-
manna olíufélaganna fyrnist. Pétur
gæti notað tækifærið og þakkað
litla Lands-símamanninum sem
hélt trúnað við þjóðina en ekki
vafasama yfirboðara sem misnot-
uðu aðstöðu sína.
Það er alvarlegt umhugsunar-
efni hvernig stjórnmálaflokkur
sem hefur gefið sig út fyrir að vera
aðalmerkisberi einkaframtaks og
hins frjálsa markaðar hefur kosið
að haga málflutningi sínum í þessu
máli. Er ekki laust við að upp komi
efasemdir um trúverðugleika
Sjálfstæðisflokksins. ■
Þjóðmál
SIGURJÓN
ÞÓRÐARSON
■ alþingismaður
Frjálslynda flokksins
skrifar um meint brot
olíufélaganna
annarra sveitarfélaga verður að
teljast eðlileg, þar sem það nær
auðvitað engri átt að einu sveitar-
félagi sé ætlað að bera þannig
kostnað af nemendum sér næsta
óviðkomandi. Einnig er eðlilegt að
aðrir reyni að halda nemendum í
heimasveitarfélaginu, ef sam-
bærilega menntun er þar að hafa.
Það getur líka verið að það sé
matsatriði hvort ríkið eigi að
greiða kostnað af allri menntun á
framhaldsstigi, og hvort í því
felist ekki ákveðin mismunun á
tækifærum að svo sé ekki. Hins
vegar er ólíðandi að engin lausn
fáist í málið áður en næsta skóla-
ár hefst og að þessar skærur komi
svo harkalega niður á nemendum
tónlistarskólanna sem raun ber
vitni. Þangað til lausnin fæst
gengur ekki að veifa stopp-merki
framan í tónlistarnemendur á
framhaldsstigi. Hingað til hafa
sveitarfélögin borið kostnaðinn af
tónlistarnámi og eðlilegt að þau
geri það áfram, að minnsta kosti
þangað til annað hefur formlega
verið ákveðið. ■
Trú-
verðugleiki