Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 13
■ Ameríka MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2003 Hva› segja stjörnurnar um flig og flína í dag? Ná›u flér í valmyndina Stjörnuspeki á vit.is í GSM símann flinn e›a sendu SMS: VIT STAR 1 í 1848 og fá›u persónulega stjörnuspá, ítarlegt stjörnukort og kanna›u hver er rétta ástin fyrir flig. Skrá›u flig núna og láttu stjörnunar vísa flér veginn. Léttkaupsútborgun 1.980 kr.1.000 kr. á mán. í 12 mán. 13.980,- Sony Ericsson T310 SPÁÐU Í STJÖRNURNAR Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum GSM. Jarðskjálfti í Öxarfirði: Algengt skjálftasvæði JARÐSKJÁLFTI „Það varð skjálfti vestarlega í Öxarfirði í um 20 km fjarlægð frá Kópaskeri,“ segir Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur. Skjálftinn reið yfir snemma á þriðjudags- morgun. „Stærðin á skjálftanum var um 3,4 en það er vanalegt að jarðskjálftar séu á þessu svæði, síðasti skjálfti varð fyrir um tveimur árum.“ Ragnar segist ekki búast við að þetta sé undan- fari einhvers stærra. „Við mun- um fylgjast vel með í framhald- inu.“ ■ SEX BRUNNU INNI Tvær konur og fjögur börn þeirra á aldrinum fjögurra til tólf ára, brunnu inni þegar íbúðarhús í San Bernard- ino í Kaliforníu brann til kaldra kola. Faðir og tvær dætur hans sluppu naumlega úr brennandi húsinu. Talið er að kviknað hafi í húsinu út frá logandi sígarettu. HIV TILFELLUM FJÖLGAR Alnæm- istilfellum í Bandaríkjunum fjölgaði um 2,2% í fyrra og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1993 sem tilfellum fjölgar. Það er helst á meðal samkynhneigðra manna sem aukningar verður vart. Heil- brigðisyfirvöld telja að aukning- una megi að einhverju leyti skýra með framförum í læknisfræði. Almenningur sé ekki eins hrædd- ur við sjúkdómin og áður og telji að hægt sé að lækna alnæmi, líkt og aðra sjúkdóma. EINHLEYPAR KONUR Í NEW YORK Meirihluti kvenna í New York er einhleypur. Kannanir sýna að 300.000 konur á aldrinum 35 til 44 ára er í hjónabandi en 400.000 konur á sama aldri eru einhleyp- ar. Fráskildar konur í New York eru þrefalt fleiri en fráskildir karlmenn. Einhleypar konur í New York eru tíu sinnum líklegri en þær giftu til að leigja íbúð í stað þess að kaupa. Og líkurnar á því að einhleypar konur hafi meira en 100.000 Bandaríkjadali í laun á ári eru þrefalt minni en hjá giftum konum. ■ Innlent NÁTTÚRUPERLUR SKOÐAÐAR Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra er þessa dagana að skoða þau svæði á Vestfjörðum sem eru í drögum að náttúruverndaráætlun, en áætlunin verður lögð fyrir Al- þingi í haust. Í drögunum eru alls 77 svæði á landinu og hefur ráð- herra skoðað drjúgan hluta þeirra fyrr í sumar. Í drögunum eru þrjú svæði á Vestfjörðum þ.e. Látra- bjarg - Rauðasandur (þjóðgarður), Snæfjallaströnd - Æðey - Dranga- jökull - Drangar - Furufjörður og Ingólfsfjörður - Reykjarfjörður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.