Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 8
KARLAR L U J T Mörk Stig Fylkir 12 7 2 3 19:9 23 KR 11 6 2 3 15:13 20 Grindavík 11 6 1 4 17:17 19 Þróttur 11 6 0 5 19:16 18 FH 12 5 3 4 20:19 18 ÍBV 12 5 1 6 18:19 16 KA 11 4 2 5 18:17 14 ÍA 11 3 5 3 14:13 14 Valur 12 4 0 8 16:22 12 Fram 11 2 2 7 14:25 8 Fylkir 3:0 ÍBV 8 30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR Í stuði með Guði „Við verðum í góðum gír og enn betri fíling í Fljótshlíðinni um helgina.“ Geir Jón Þórisson í Fréttablaðinu 29. júlí. Skammastu þín Davíð „Það var vægast sagt óskemmtilegt að lesa órök- studdar fullyrðingar forsætis- ráðherra um starfsmenn og stjórnendur Símans í helgar- blaði DV.“ Þorsteinn J. Óskarsson í DV 29. júlí. Úbbs ! „Við kunnum að standa frammi fyrir því að þurfa að verja tug- um milljarða til varnarmála og reksturs Keflavíkurflugvallar í stað 0-framlagsins hingað til og að tímabundið atvinnuleysi Suð- urnesjamanna verði þeim þungt í skauti.“ Kristján Pétursson í Morgunblaðinu 29. júlí Orðrétt Íslandsbanki var rekinn með 2,4 milljarða króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins: Hagnaður eykst um 46% VIÐSKIPTI Íslandsbanki var rekinn með rúmlega 2,4 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt árshlutaupp- gjöri fyrir fyrri helming ársins. Þetta er 46% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Í uppgjörinu kemur fram að hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 1.342 milljónir króna, sem er ríflega 26% aukning frá fyrsta ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var um 28% fyrstu sex mánuði ársins, saman- borið við tæplega 18% á sama tímabili árið 2002. Rekstrarkostn- aður nam rúmum 51% af tekjum, og hefur minnkað því á sama tímabili í fyrra var hann tæp 54%. Heildareignir Íslandsbanka námu 379 milljörðum króna í lok júní og jukust um tæp 22% á fyrstu sex mánuðum ársins. Eig- ið fé nam 19,7 milljörðum. Alls námu útlán Íslandsbanka um 274 milljörðum í lok júní og höfðu þau aukist um rúm 8% frá ára- mótum. ■ Taminn fíll í Taílandi: Trylltist og drap þrjá menn BANGKOK, AP Taminn fíll í norður- hluta Taílands sleit af sér hlekk- ina og gekk berserksgang. Áður en yfir lauk hafði fíllinn drepið þrjá menn, kramið þá og slitið af þeim útlimi. Þá liggur kona stórslösuð eftir fílinn. Ekki er ljóst hvað varð til þess að fíll- inn trylltist og réðist að fólkinu, en líklegt er talið að það hafi ætl- að að handsama fílinn. Fjölmennt lið leitar nú fílsins og freistar þess að koma á hann böndum. ■ Anderston Kelvingrove Finnieston City Centre Woodlands Premier Lodge Ramada Jarv Glasgow Cowcaddens Townhead Merchant City Kingston Kinning Park St. Enoch Princess Square Gladgows Arts Centre Central Station Royal Concert Hall Sauchiehall Sauchiehall Sauchiehall West George GeorgeSquare St. Vincent Ingram Street Waterloo Argyle Argyle Argyle West Regent Renfrew Renfrew Bath Gordon Bath Bu ch an an S t. Q ue en Bi sh op H ol la nd Pi tt D ou gl as s Bl yt hs w oo d W . C am be ll C am br id ge S tr ee t W el lin gt on H op e Bu ch an an S t. H ut ch en so n R en f. K in gs to n Br id ge K in g G eo rg eV Br id ge G la sg ow B ri dg e The Millennium Hotel Glasgow Thistle Hotel Glasgow www.icelandair.is/glasgow Verð frá 29.900 kr. Skoða byggingar eftir arkitektinn Charles Rennie Mackintosh, þann sama og gerði Mackintosh stólinn fræga. Tapaðu þér í frábærum verslunum sem bjóða gott vöruúrval og hagstætt verð. Enginn söluskattur á barnafötum. Njóta skoskrar náttúrufegurðar í næsta nágrenni við borgina. Umhverfis Glasgow eru margir fallegir og spennandi staðir sem auðvelt er að komast til hvort heldur er í bíl eða með almenningsfarartækjum. Prófaðu þjóðarréttinn Haggis en ekki spyrja um innihaldið! Áður en þú ferð heim þarftu að kaupa: föt á góðu verði, skotapils eða sekkjapípu. Í Glasgow þarftu að: BEST AÐ BORÐA Where the Monkey Sleeps, 182 West Regent Street. Kaffihús sem er þekkt fyrir frábærar samlokur og súpur. Rab Ha´s, Hutchenson Street. Þegar þú vilt fá skoskan mat borinn fram á nýstárlegan hátt. BEST AÐ VERSLA St. Enoch’s Shopping Center. Eitt það elsta í Glasgow. Italian Center, Ingram Street, ítölsk vörumerki og veitingastaðir. á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Premier Lodge, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 7. nóv, 6. feb. og 5. mars. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 LÖGGÆSLA „Ég held að þessir aðilar hljóti að rannsaka ólíka hluti og með ólíkum hætti,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmað- ur um þau sjónarmið embættis rík- islögreglustjóra að embættið geti ekki hafið opinbera rannsókn á ol- íumálinu samhliða rannsókn Sam- keppnisstofnunar, þar sem slíkt kynni að valda sakarspjöllum á málinu með tilliti til mannréttinda- sáttmála. Ragnar gefur ekkert fyr- ir þau rök. „Nú er búið að fella grun á fjöl- da manns og þetta fólk á rétt á því að rannsókn fari fram þegar í stað og henni verði lokið með eins greið- um hætti og unnt er,“ segir hann. Um miðjan júní gengu fulltrúar Samkeppnisstofnunar á fund ríkis- lögreglustjóra til að upplýsa emb- ættið um það sem stofnunin hafði orðið áskynja eftir húsleit í höfuð- stöðvum félaganna. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri sat fundinn með Samkeppnisstofnun þar sem sendinefndin upplýsti munnlega um þær uppgötvanir sem gerðar höfðu verið varðandi meðvitað og víðtækt samráð. Vararíkislögreglu- stjóri neitaði á fundinum að taka við frumskýrslunni þar sem málið væri ekki sett fram með formleg- um hætti. Síðan gerðist ekkert í málinu fyrr en eftir að Fréttablaðið hafði birt kafla úr frumskýrslunni þar sem því var lýst fullum fetum að um samráð olíufélaganna væri að ræða. Í fyrstu neitaði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að hafa neinar þær upplýsingar sem gæfu vísbendingar um að forsvars- menn olíufélaganna hefðu brotið lög. „Við höfum engar þær upplýs- ingar sem að Samkeppnisstofnun hefur, og við teljum að sé grunur um refsiverða háttsemi þá sé það á ábyrgð Samkeppnisstofnunar að gera viðeigandi ráðstafanir gagn- vart ríkislögreglustjóra og ríkis- saksóknara,“ sagði Haraldur í sam- tali við Ríkisútvarpið á föstudag. Ragnar segir að sjónarmið ríkis- lögreglustjóra um að formlega þurfi að tilkynna um grunsemdir standist ekki. Þessu megi einna helst líkja við það að maður fyndi lík í bakgarði sínum og tilkynnti lögreglunni um málið. Maðurinn myndi síðan ekki vilja gefa skýrslu málið og tengjast því þannig. Þá yrði niðurstaða lögreglunnar sú að ekki væri hægt að hefja rannsókn. „Rannsókn lögreglu yrði miklu víðtækari og beindist að hugsanleg- um brotum á almennum hegningar- lögum og refsiverðri háttsemi ein- staklinga samkvæmt ýmsum sér- lögum,“ segir Ragnar og vísar til þess að rannsókn Samkeppnisstofn- unar beinist að afmörkuðum at- höfnum og athafnaleysi. „Rannsókn lögreglu hlýtur að snúa að því hvort haft hafi verið fé af viðskiptavinum olíufélaganna með ólögmætum og refsiverðum hætti og af þeim aðgerðum hafi leitt brot á öðrum lögum, svo sem lögum um bókhald,“ segir Ragnar. rt@frettabladid.is RAGNAR AÐALSTEINSSON Rannsókn lögreglu yrði af öðrum toga. LONDON, AP Gestir sem heimsækja ríkislistasafnið í London geta nú í lok heimsóknarinnar prentað út listaverkin sem þeim líst best á og tekið með sér heim. Hingað til hefur safnið legið með um 60 mis- munandi plaköt af verkum á safn- inu. Nú hafa forráðamenn þess, í samvinnu við Hewlett Packard tölvufyrirtækið, látið koma 900 verkum á safninu á tölvutækt form. Gestir geta því sjálfir prentað út myndirnar í lok heim- sóknar. Fyrir venjulega A-4 út- prentun greiða gestir 10 sterl- ingspund eða rúmar 1.200 krónur íslenskar. Fyrir 25 sterlingspund eða rúmar 3.000 krónur fá menn tvöfalt stærra plakat. Ætlunin er að öll verk á safninu, 2.300 talsins, verði komin á tölvutækt form í lok næsta árs. ■ Listasafnið í London: Málverkin á tölvutækt form LISTASAFNIÐ Í LONDON Fjórðungur verka safnsins er nú kominn á tölvutækt form. ÚTLÁN AUKAST Alls námu útlán Íslandsbanka um 274 milljörðum í lok júní og höfðu þau aukist um rúm 8% frá áramótum. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður: Gefur lítið fyrir rök lögreglustjóra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.