Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 12
30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR
Upplagseftirlit dagblaða:
Fréttablaðið yfir 90 þúsund eintök
ÚTGÁFA Samkvæmt upplagseftirliti
Verzlunarráðs var Fréttablaðinu
dreift að meðaltali í 90.586 eintök-
um fyrstu sex mánuði ársins. Þar
af fóru 76.167 á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri fram
að marslokum. Í lok mars bættust
Suðurnes við dreifikerfi Frétta-
blaðsins og þá var að meðaltali
82.455 eintökum dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesj-
um og Akureyri. Fyrstu sex mán-
uði var að meðaltali 11.189 eintök-
um dreift á sölustaði víðs vegar
um landið.
Á sama tíma voru að meðaltali
53.488 eintök af Morgunblaðinu
seld í áskrift eða lausasölu. Það er
svipað magn og selt var á fyrri
helmingi síðasta árs eða 428 ein-
tökum minna. Fréttablaðið hóf
þátttöku í upplagseftirlitinu síð-
astliðið haust svo samanburð á
dreifingu þess á fyrri helmingi síð-
asta árs vantar.
Samkvæmt síðustu fjölmiðla-
könnun Gallup lásu 65,9 prósent
landsmanna á aldrinum 12 til 80
ára Fréttablaðið að meðaltali dag
hvern en 53,4 prósent Morgunblað-
ið. Lestur Morgunblaðsins hafði þá
minnkað um 6,6 prósentustig frá
mars 2002 en lestur Fréttablaðsins
aukist um 21,5 prósentustig. Sam-
kvæmt þessu voru um 2,62 lesend-
ur um hvert selt Morgunblað í
fyrra en eru nú 2,35. Miðað við
upplagstölur frá Fréttablaðinu
voru í fyrra 1,33 lesendur á bak við
hvert Fréttablað en eru nú 1,71.
Lesendum á bak við hvert eintak
Morgunblaðsins hefur því fækkað
um 10 prósent en lesendum á bak
við hvert Fréttablað hefur fjölgað
um 29 prósent. ■
Kaupfélag Árnesinga
leitar nauðasamninga
Skuldir KÁ eru metnar á 320 milljónir króna. Einar Gautur
Steingrímsson, lögmaður kaupfélagsins, segir málið umfangsmikið.
Markmið stjórnarinnar sé að ná sem mestu upp í kröfur.
VIÐSKIPTI Kaupfélag Árnesinga
stefnir að nauðasamningum við
lánardrottna sína og að farið
verði fram á áframhaldandi
heimild til greiðslustöðvunar í
þrjá mánuði. Á fundi sem for-
svarsmenn kaupfélagsins héldu
með kröfuhöfum á mánudag
kom fram að skuldir félagsins
umfram eignir séu metnar á um
320 milljónir króna.
Einar Gautur Steingrímsson
hrl. segir ekki tímabært að gera
frumvarp að nauðasamningum.
Málið sé umfangsmikið og halda
þurfi vel á spöðunum til að ná
því á næstu þremur mánuðum.
Hann segir markmið stjórnar
KÁ vera að ná sem mestu upp í
kröfur. Endanlegar tölur ráðist
af því hvernig eignir metist í
raun og því hvort allar ábyrgðir
sem kaupfélagið er skrifað fyrir
haldi. Einar Gautur segir vafa
leika á heimildum fyrrverandi
framkvæmdastjóra félagsins
fyrir því að veita ábyrgðir. Þar
muni mestu ábyrgðir gagnvart
Brú sem skráð er fyrir eignar-
haldi Hótel Selfoss.
Stærsta einstaka eign félags-
ins er húsið að Austurvegi 3-5
sem metið er á 620 milljónir
króna. Sé miðað við arðsemi
þess út frá núverandi leigu-
samningum má reikna verðmæti
þess niður um 200 milljónir
króna. Íslandsbanki á veð í hús-
inu fyrir 436 milljónum. Olíufé-
lagið sagði upp samstarfssamn-
ingi um rekstur söluskála ESSO
30. júní sl. vegna óvissu um
rekstur kaupfélagsins. Áætluð
velta söluskálasviðs á árinu er
955 milljónir, rúmur helmingur
af veltu KÁ. Búrekstrarsvið
kaupfélagsins starfar á Selfossi
og Hvolsvelli. Fóðurvörur vega
þyngst í veltu þess og eru við-
ræður hafnar við Fóðurblönduna
um framtíð mála. Undir hótel-
svið KÁ heyra hótel á Selfossi,
Flúðum, Vík og Kirkjubæjar-
klaustri. Velta þeirra í ár er
áætluð um 400 milljónir króna.
Grípa þarf til sérstakra aðgerða
til að tryggja rekstur hótelanna.
Af einstökum dóttur- og hlut-
deildarfélögum KÁ sem standa
illa um þessar mundir, fyrir utan
Brú, munar mest um Áburðar-
söluna Ísafold þar sem beiðni
um gjaldþrotaskipti liggur fyrir
og gjaldþrotabeiðni hefur líka
verið lögð fram vegna HK-bú-
vara og X-ferða. Vélsmiðja KÁ
er í nauðasamningum og Álein-
ingar á Hellu hafa verið innsigl-
aðar. ■
LUNDÚNIR,AP Stjórnendur flugfé-
lagsins British Airways vonast til
að viðræður þeirra við leiðtoga
þriggja verkalýðsfélaga flug-
starfsmanna, sem staðið hafa
yfir undanfarið, komi í veg fyrir
að annað verkfall eigi sér stað.
Starfsfólk við innritunarborð
Heathrow flugvallar í Lundúnum
fór í tveggja daga verkfall fyrr í
mánuðinum vegna nýs innritun-
arkerfis sem það óttast að muni
umbreyta starfinu til hins verra.
British Airways hefur átt í
miklum fjárhagserfiðleikum
undanfarið og óttast stjórnendur
þess að annað verkfall gæti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir fyr-
irtækið. ■
BRITISH AIRWAYS
Annað verkfall gæti haft slæmar afleiðingar fyrir fyrirtækið.
British Airways:
Verkfallsviðræður standa yfir
FUNDAÐ MEÐ KRÖFUHÖFUM
Forsvarsmenn Kaupfélags Árnesinga þeir Jón Steingrímsson rekstrarráðgjafi, Einar Gautur Steingrímsson hrl, Valur G. Oddsteinsson stjórn-
arformaður KÁ og Páll Zophaníasson stjórnarmaður í KÁ og stjórnarformaður Brúar útskýrðu fyrir kröfuhöfum stöðu mála á fundi sem
haldinn var á mánudag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
O
FF
ÍA
S
IG
U
RÐ
AR
D
Ó
TT
IR
FRÉTTABLAÐIÐ
Upplagið var 90.586 að meðaltali.