Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 10
10 30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR ALVARLEGAR AUKAVERKANIR Pelusa, fjórtán ára gömul birna í dýragarði í Argentínu á ekki sjö dagana sæla. Hún fékk heiftarlega sýkingu í feldinn og brugðu dýralæknar á það ráð að gefa henni sýklalyf. Aukaverkanir eru eins og sést, fjólublár feldur. Dýralæknar segja að Pelusa nái sínum skjannahvíta lit á ný eftir mánuð eða svo. Hátíð á Eiðum blásin af: Ósáttur við sýslumannsembættið ÚTIHÁTÍÐ „Við byrjuðum fyrir tveimur mánuðum að skipuleggja útihátíð á Eiðum en nú virðist sýslumannsembættið á Egilsstöð- um búið að stöðva þau áform,“ seg- ir Davíð Sigurðarson einn af skipu- leggjendum. „Ég talaði við sýslumanninn áður en hann fór í sumarfrí um löggæslukostnaðinn en hann gat þá ekki nefnt neina tölu. Hátíð sem var í Borgarfirði um síðustu versl- unarmannahelgi kostaði um 130 þúsund í löggæslukostnað þannig að ég bjóst við upphæð á bilinu 100 til 200 þúsund.“ Þegar Davíð hélt hins vegar á fund Helga Jenssonar hjá sýslumannsembættinu á Egils- stöðum kom annað upp á daginn. „Þegar ég spurði Helga um vænt- anlegan löggæslukostnað taldi hann að það þyrfti þrettán lög- reglumenn og að kostnaðurinn yrði um 1,2 milljónir.“ Davíð segir hátíðina hafa átt að vera litla í snið- um þar sem tónlist skipar stærstan sess. „Þetta átti ekki að vera neitt Halló Akureyri eða Eldborg.“ Dav- íð segir að lokum að fólkið fyrir austan sé ekki sátt við þessa niður- stöðu sýslumannsembættisins þar sem hátíðin var orðin mikið til- hlökkunarefni. ■ Þröskuldur sem þarf að fjarlægja Vegurinn um Almannaskarð er farartálmi allt árið um kring. Fyrir áramót verður ráðist í að gera jarðgöng þar sem hallinn verður mestur um 5 prósent. Halli á núverandi vegi er um 16 prósent. JARÐGÖNG „Verið er að vinna að hönnun ganga um Almannaskarð. Meiningin er að bjóða verkið út með haustinu. Vonandi verður hægt að byrja á verkinu fyrir ára- mót og reiknum við með að því ljúki að mestu leyti á næsta ári,“ segir Einar Þorvarðarson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, um fyrirhuguð jarð- göng um Almannaskarð. Einar segir brekkuna um Al- mannaskarð vera þá lang brött- ustu á hringveginum. Vegurinn er farartálmi vegna grjóthruns árið um kring. Á veturna er leiðin oft erfið vegna hálku og snjóa. Nú- verandi vegur norðan við Al- mannaskarð liggur upp Skarðsdal með um 5% halla en sunnan í Al- mannaskarði liggur hann í brattri skriðu með um 16% halla. „Að öllu jöfnu reynum við að fara ekki upp fyrir 7 til 8 prósent halla. Brekkan er mikill farar- tálmi fyrir alla bíla, sérstaklega flutningabíla. Hættulegur staður eins og í ljós hefur komið. Þetta er eins og þröskuldur sem verið er að fjarlægja.“ Í þessu verkefni er unnið að undirbúningi 1,2 kílómetra jarð- ganga með alls um 130 metra löngum vegskálum. Göngin verða tvíbreið með mest um 5 prósent halla. Að norðan verður ganga- munni 80 metra yfir sjávarmáli en 40 metra að sunnanverðu. Nú- verandi vegur er hæstur 155 metrar yfir sjávarmáli. Byggður verður nýr vegur, 1,5 kílómetra langur og 3,5 kílómetrar af nú- verandi vegi verða endurbyggðir. Einar segir að ekki sé langt síð- an að ákveðið hafi verið að ráðast í gerð ganganna. Talað hafi verið um að horfa til þess að betr- umbæta veginn og leggja nýjan veg yfir skarðið. Þó hafi lengi ver- ið í umræðunni að grafa göng und- ir skarðið. „Þetta er eitt af þessum flýtiverkefnum ríkisstjórnarinn- ar. Ég held að allir sé ánægðir með væntanleg göng, ekki bara Austfirðingar heldur allir sem þurfa að fara hringveginn.“ hrs@frettabladid.is Yfirmaður kjarnorku- áætlunar Íran: Sagði af sér TEHERAN, AP Khalil Mousavi, tals- maður kjarnorkuþróunarmála í Íran, sagði af sér í gær. Mousavi gaf enga skýringu á athæfi sínu. Íranar hafa sætt auknum al- þjóðlegum þrýstingi um að leyfa eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kjarnorkuver sín en Banda- ríkjamenn gruna þá um að vinna að smíði kjarnorkuvopna. Íranar segja hins vegar að kjarnorku- framleiðsla þeirra sé í friðsam- legum tilgangi, kjarnorkan sé not- uð til rafmagnsframleiðslu. ■ ELDBORG „Þetta átti ekki að vera neitt Halló Akureyri eða Eldborg,“ segir Davíð Sigurðarson. ■ Núverandi veg- ur er hæstur 155 metrar yfir sjávarmáli. JARÐGÖNG UM ALMANNASKARÐ Unnið er að hönnun jarðganganna sem eiga að vera tilbúin að mestu á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.