Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Ég get gubbað ferskt íslenskt grænmeti sérmerkt þér! F í t o n / S Í A F I 0 0 7 5 1 1 Það eru fimm og hálft ár frá þvíég reykti síðast. Það er reyndar líka hægt að segja að ég hafi þyngst um skrambi mörg kíló frá því ég hætti að reykja. En nóg um það. Áður en mér tókst að hætta hafði ég gert nokkrar tilraunir. Sumar dugðu ekkert, aðrar um tíma. Ég var mikill reykingamaður, byrjaði ungur og reykti mikið. Vaknaði á nóttum til að reykja og suma morgna var ég ekki viss hvort ég ætti fyrst að reykja eða pissa. Stundum gerði ég hvort tveggja í senn. NÁLARSTUNGUR eru meðal þess sem ég reyndi. Hafði enga trú á meðferðinni. Var ákveðinn í að um leið og nálarnar höfðu verið dregnar úr mér myndi ég kveikja mér í sí- garettu. Var með opinn Prinspakk- ann í hægri jakkavasanum einsog ég hafði haft í áratugi. Og annan óupp- tekinn í vinstri vasanum. Vildi alltaf vera viss um að eiga nógu margar sí- garettur. En viti menn, mig langaði ekki í sígarettu og þannig var það í eitt ár. Engin löngun í 365 daga. Kol- féll eftir árið. REYKTI MEIRA en áður og fannst það flott, allavega töff. Svo sagði ég allavega en auðvitað vissi ég betur. Vissi af fylgikvillum, hættu á alvar- legum veikindum og kostnaðinum. Reiknaði áðan að til að kosta reyk- ingarnar þyrfti ég að auka tekjurnar um 700 þúsund á ári. 700 þúsund á ári. Nei takk. Vona að ég byrji aldrei aftur. EKKI FER allt eins og ætlað er. Misheppnaðasta tilraun mín til að hætta reykja var dáleiðslufundur í Gamla bíói. Við sátum þar tugir reykingamanna og hlustuðum á dá- vald. Hann fékk mig til að sitja í dróma og hugsa um fullan ösku- bakka. Ég sá ekki óþverrann og við- bjóðinn einsog hann vildi. Mig lang- aði að taka einhvern stubbinn upp og kveikja í. Dávaldurinn vildi að við fengjum svo mikla óbeit á reyking- um að við þyrftum að kasta upp. Ég náði því - bara því. Meðan ég gekk út úr Gamla bíó kveikti ég mér í sígar- ettu og hélt áfram að reykja í langan tíma. Það sem ég lærði hjá dávaldin- um - að búa til flökurleika gleymist ekki. Hef svo sem ekki framkvæmt það en held að ég geti gubbað á met- tíma. Ætti kannski að beita þeirri að- ferð næst þegar ég held áfram að borða - en er fyrir löngu orðinn pakksaddur. Kannski. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.