Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 6
6 30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Sjávarútvegur GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.41 -0.21% Sterlingspund 124.27 0.02% Dönsk króna 11.81 -0.12% Evra 87.75 -0.10% Gengisvístala krónu 123,69 -0,01% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 264 Velta 4.178,1 milljónir ICEX-15 1.518 0,49% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 409.753.258 Landsbanki Íslands hf. 137.121.477 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 114.763.398 Pharmaco hf. 65.480.350 Nýherji hf. 64.260.000 Mesta hækkun Skeljungur hf. 5,00% Össur hf. 2,17% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 0,13% Íslandsbanki hf. 0,98% Mesta lækkun Samherji hf. -8,24% Eimskipafélag Íslands hf. -0,80% Pharmaco hf. -0,46% Og fjarskipti hf. -0,38% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 9243,3 -0,3% Nsdaq: 1733,1 -0,1% FTSE: 4137,0 -0,3% NIKKE: 9834,3 -0,1% S&P: 995,2 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Framkvæmdarstjóri NATO fundaðimeð Halldóri og Davíð á Þingvöllum á mánudag. Hvað heiti hann? 2Hvaða bandaríski skemmtikraftur léstá sunnudagskvöld, 100 ára að aldri? 3Hvað heitir yfirþjálfari íslenskalandsliðsins í sundi? Svörin eru á bls. 28 NEYTENDUR „Neytendasamtökin gera kröfu til þess að olíufélögin leggi spilin á borðið og jafnframt að þau upplýsi hvernig þau hyggist bæta neytendum það tjón sem þau hafa valdið,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasam- takanna. Jóhannes segir tjón neytenda ekki einungis felast í að borga hærra verð fyrir olíuvörur, heldur hafi samráð olíufélaganna komið fram í hærra verði á ýmsum öðrum vörum og þjónustu. „Til þess að bæta gráu ofan á svart hækkar þetta neysluvöruverðsvísitölu. Meginhluti skulda heimilanna eru verðtryggðar skuldir þannig að hækkun á neysluvöruverðsvísitölu hækkar beinlínis skuldir heimil- anna,“ segir Jóhannes. „Þetta hefur því mjög víðtæk áhrif á neytendur.“ Jóhannes segir olíufélögin verða að koma með ásættanleg svör um það hvernig þau ætla að bæta fyrir þær misgjörðir sem þau hafa staðið fyrir gagnvart neytend- um. „Öðruvísi öðlast þau ekki tiltrú sinna viðskiptavina á nýjan leik,“ segir Jóhannes, en samtökin áskil- ja sér allan rétt til þess að grípa til frekari aðgerða þegar endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar ligg- ur fyrir. ■ Fyrirtæki sektuð vegna háttsemi starfsmanna Bogi Nilsson segir Samkeppnisstofnun skorta ákvæði um að henni beri að vísa sérstaklega alvarlegum eða umfangsmiklum málum til ákæruvalds og lögreglu til meðferðar. RANNSÓKN „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds í landinu. Jón H. Snorrason er saksóknari og sinnir sínum störfum. Í reglugerð um efna- hagsbrotadeild er kveðið á um að ríkissaksóknari og saksóknari efnahagsbrotadeildar geti haft bein samskipti sín á milli, án afskipta r í k i s l ö g r e g l u - stjóra,“ segir Bogi Nilsson ríkissak- sóknari. Bogi segir ríkis- saksóknara ekki rannsaka mál heldur geti hann mælt fyrir um rannsóknir. Þær séu lögreglurannsóknir fram- kvæmdar í þágu ákæruvaldsins. Því skipti það ríkissaksóknara máli hvað sé að gerast á þeim vettvangi. Hann segir menn verða að horfa til laganna sem um þetta gildi, samkeppnislögin. Ekki séu alveg afdráttarlaus og skýr ákvæði um meðferð málanna. „Búið er að efna til samkeppnis- eftirlitsins með lögum. Sam- keppnisstofnun og samkeppnis- ráð eru að mörgu leiti mjög öfl- ug, með sína sérhæfðu starfs- menn. Hlutverk þeirra er að hafa eftirlit með samkeppnis- málum, jafnvel rannsaka brot á lögunum og ákveða sektir.“ Bogi segir að sínu mati sé afar þýðingarmikið að nýta þá starfskafta sem fyrir hendi eru og að ekki séu tveir að vinna að sama verkinu. Samkeppnisstofnun skorti ákvæði um að henni beri að vísa málum sem hún telji sérstaklega alvarleg eða umfangsmikil til ákæruvaldsins og lögreglu til meðferðar. „Við verðum að beita þessum lögum eins og skynsem- in segir okkur til um. Við verðum að hafa það í huga þegar verið er að sekta fyrirtæki fyrir brot á samkeppnislögum þá er það vegna háttsemi tiltekinna starfsmanna fyrirtækisins.“ hrs@frettabladid.is Rúmenskir veiðiþjófar: Drápu 28 álftarunga CONSTANTA, AP Fjórir menn eru í haldi lögreglu í Rúmeníu fyrir svanadráp. Mennirnir eru á aldr- inum 16 til 28 ára og fundust í fór- um þeirra 28 álftarungar. Menn- irnir sögðust hafa drepið ungana við ósa Dónár, þar sem hún renn- ur í Svartahafið. Málið er litið alvarlegum aug- um í Rúmeníu en ósar Dónár eru griðland yfir 200 fuglategunda. Svanamorðingjarnir eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fang- elsi. ■ SÍLD Um 8300 tonnum af sjó- frystri síld hefur verið landað í frystigeymslur Síldarvinnslunnar á Neskaupstað í sumar. Meirihluti aflans fékkst á veiðisvæðinu norð- ur af Svalbarða, en þangað er um þriggja sólarhringa sigling. Pikköplínuhandbókin fylgir sex-pakka af 0,5l Coke í Select verslunum HEILSAST VEL Ji Hye er sjálfri sér næg meðan systir hennar, Sa Rang, fær sér blund. Systrunum heilsast vel en læknar aðskildu þær fyrir skömmu. Kóresku síamstvíburarnir: Braggast vel SINGAPÚR, AP Bati kóresku tvíbura- systranna Sa Rang og Ji Hye þyk- ir undraverður en læknar á Raf- fle sjúkrahúsinu í Singapúr að- skildu þær á dögunum. Systurn- ar, sem eru rúmlega fjögurra mánaða gamlar, voru samvaxnar á mjóhrygg og mjöðmum og deil- du þörmum og kynfærum að hluta. Systurnar eru nú komnar af gjörgæslu, lausar við næringu í æð og farnar að drekka sjálfar úr pela. Óvíst er hvenær þær út- skrifast af sjúkrahúsinu en þær eiga eftir að gangast undir fjölda lýtaaðgerða. ■ JÓHANNES GUNNARSSON Formaður Neytendasamtakanna segir meint samráð olíufélaganna hafa skilað sér í hærra verðlagi og hækkun skulda heimilanna. Neytendasamtökin skora á olíufélögin að leggja spilin á borðið: Bæti neytendum tjón SAMKEPPNISSTOFNUN Ríkissaksóknari segir mikilvægt að nýta þá starfskrafta sem til eru. ■ Samkeppnis- stofnun og samkeppnisráð er að mörgu leiti mjög öflug, með sína sér- hæfðu starfs- menn. Kaupm.höfn London París Berlín Algarve Benidorm Torrevieja Krít Kýpur Róm New York Miami 22°C léttskýjað 20°C skúrir 23°C skúrir 24°C léttskýjað 26°C léttskýjað 31°C léttskýjað 33°C léttskýjað 28°C heiðskírt 34°C heiðskírt 30°C léttskýjað 23°C heiðskírt 29°C rigning FimmtudagurÍ dag Föstudagur Veðrið úti í heimi í dag Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins. Veðrið ÚRKOMUSVÆÐI Þegar líður á daginn bætir í vind á Reykjavíkur- svæðinu og á landinu sunnan- verðu. Að auki er von á rigningar- svæði og má búast við rigningu á öllum suðurhelmingi landsins síðdegis. þurrasta, og því besta, veðrið verður á Raufarhöfn og á Húsavík en þar gæti þó dropað seinnipartinn. Athugið að eftir rigningu styttir upp! Kveðja, Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Strekkingur Strekkingur Strekkingur Strekkingur Allhvasst Allhvasst Hægur vindur Hægur vindur Hægur vindur Hægur vindur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.