Fréttablaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 18
Sjónvarp 24
MIÐVIKUDAGUR
30. júlí 2003 – 174. tölublað – 3. árgangur
ÍSRAELAR ÍHUGI AFLEIÐINGAR
AÐGERÐA Sharon, forsætisráðherra Ísra-
els hvikar hvergi frá
þeirri ákvörðun að
reisa girðingu um-
hverfis heimastjórnar-
svæði Palestínu-
manna. Bush Banda-
ríkjaforseti segist
ánægður með jákvæð
skref Ísraelsmanna en hvetur þá til var-
færni. Bls. 2
SÓTT AÐ HJARTA KOLKRABBANS
Talið er að Kaupþing vilji komast yfir Skelj-
ung til að selja 6 milljarða eign í öðrum fé-
lögum og strípa félagið. Valdablokk Kol-
krabbans verst ásókninni. Stríðið um Skelj-
ung í fullum gangi. Bls. 4
SKORTIR ÁKVÆÐI Bogi Nilsson segir
Samkeppnisstofnun skorta ákvæði um að
henni beri að vísa sérstaklega alvarlegum
eða umfangsmiklum málum til ákæruvalds
og lögreglu til meðferðar. Bls. 6
SYRGIR SYNI Saddam Hussein Íraksfor-
seti syrgir syni sína á nýrri segulbandsupp-
töku sem leikin var í gær. Á henni minnist
hann sona sinna og sonarsonar og segir þá
hafa látist píslarvættisdauða. Bls. 2
VEÐRIÐ Í DAG
verða haldnir 9. ágúst
Diana Krall:
▲
SÍÐA 28
Uppselt á
tónleikana
datt út af þingi
Árni Steinar Jóhannesson:
▲
SÍÐA 29
Síðasti
launatékkinn
RIGNING SUNNAN TIL Þegar líða
fer á daginn bætir í vind á höfuðborgar-
svæðinu og á Suðurlandi. Þá er von á
rigningarsvæði yfir suðurhluta landsins
seinnipartinn í dag. Besta veðrið verður á
Raufarhöfn og Húsavík en einnig þar gæti
rignt. Bls. 6
STÓRLEIKUR Akurnesingar taka á móti
KR á Skaganum. Fyrri leik liðanna lauk
með 1-0 sigri vesturbæinga og eru KR-ing-
ar í harðri toppbaráttu. ÍA situr nú í áttunda
sæti deildarinnar en gæti með sigri bætt
stöðu sína allnokkuð. Sjá nánar:
DAGURINN Í DAG
spilar á þjóðhátíð
Árni Johnsen:
▲
SÍÐA 22
Brekkusöngur
eins og venjulega
Tveir fulltrúar úr þjóðhátíðar-
nefnd Vestmannaeyinga voru kall-
aðir á fund sýslumanns í gær
vegna harðorðs bréfs sem nefndin
ritaði sýslumanni vegna kröfu hans
um að lögð verði fram fjögurra
milljóna króna trygging vegna lög-
gæslu á þjóðhátíð um verslunar-
mannahelgina. Páll Scheving,
framkvæmdastjóri ÍBV, er annar
þeirra sem mættu á fund sýslu-
manns. Hann segir að nefndin hafi
alvarlegar athugasemdir við kröfu
sýslumanns. „Við viljum ekki
greiða löggæslu í Vestmannaeyja-
bæ öllum heldur aðeins á hátíðar-
svæðinu í Herjólfsdal,“ segir Páll.
Hann segir að hátíðinni sé ætlað að
greiða alls átta milljónir króna
vegna gæslu. Þegar hafi verið
samið við björgunarsveit, lækna og
þá sem annist sálgæslu. Páll segir
að allt þetta kosti um fjórar milljón-
ir króna og krafa sýslumanns þýði
að kostnaðurinn verði tvöfaldur.
„Við viljum vita hvað er á bak
við þennan himinháa reikning,“
segir Páll en vildi ekkert segja um
hvað fór í milli hans og sýslu-
manns. Hann segir að þjóðhátíðar-
nefnd íhugi nú að kæra ákvörðun
sýslumanns til dómsmálaráðuneyt-
isins. ■
Vestmannaeyingar greiði fjórar milljónir vegna löggæslu:
Þjóðhátíðarnefnd á teppi sýslumanns
SJÖ BÍLA ÁREKSTUR Árekstur varð við gatnamót Laugavegar og Nóatúns í gærdag. Bifreið var ekið á sex aðra bíla. Fimm voru fluttir
brott með sjúkrabíl, þó enginn alvarlega slasaður. Þrjá bílanna þurfti að fjarlægja með kranabíl. Tildrög slyssins eru óljós.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
BORGARMÁL Reykjavíkurlistinn
boðaði til bráðafundar seint í gær-
kvöld. Fundarefnið var framvind-
an í máli Þórólfs Árnasonar borg-
arstjóra, sem oddviti sjálfstæðis-
manna sakar um að segja ósatt um
þátt sinn í samráði olíufélaganna í
útboði Reykjavíkurborgar árið
1996.
„Ég vona ekki,“ sagði Þórólfur
Árnason, aðspurður um það hvort
framtíð hans í starfi myndi ráðast
á fundinum.„Ég mun á fundinum
skýra mitt mál frekar,“ sagði
Þórólfur áður en hann hitti full-
trúa R-listans.
Þórólfur sagðist ekki hafa í
hyggju að segja af sér vegna
málsins.
Hann fullyrti í gærdag að hann
hefði ekki vitað um samráð olíufé-
laganna, heldur hefði Geir Magn-
ússon, forstjóri Olíufélagsins hf.,
ákveðið verðið sem fyrirtækið
hefði boðið. Þórólfur segist aðeins
á þeim tím ahafa undirritað tilboð-
ið fyrir hönd Olíufélagsins.
Þórólfur segist nú vinna að
greinargerð um þátt sinn í meintu
samráði olíufélaganna og því vilji
hann ekki tjá sig um málið frekar
að svo stöddu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
oddviti sjálfstæðismanna sagðist í
samtali við Fréttablaðið í gær-
kvöld ekki leggja trúnað í orð
borgarstjórans.
„Hann er ekki að segja satt og
rétt frá og vísa ég til hans eigin
gagna því til stuðnings,“ sagði Vil-
hjálmur.
„Ég tel að hann hafi verið einn
af helstu forystumönnum olíufé-
laganna um ólögmætt verðsamráð
sem bitnaði meðal annars á borg-
arfyrirtækjum. Ég skil ekki
hvernig hann getur sagt núna að
hann hafi ekkert vitað um þetta.
Það er mjög alvarlegt mál þegar
stjórnmálamenn segja ekki satt
og rétt frá. Ég get einfaldlega sagt
það að ef að ég væri staðinn að
svona löguðu þá myndi ég segja af
mér. Hann verður hins vegar að
gera þetta sjálfur upp við sína
samvisku.“
Vilhjálmur Þ. sagði að svo virt-
ist sem Reykjarvíkurlistinn hefði
snúið baki við borgarstjóranum.
Fulltrúar listans hefðu ekki lýst
yfir stuðningi við hann í borgar-
ráði í gær og enginn af listanum
hefði hingað til viljað verja mál-
stað borgarstjórans. Sem dæmi
um það hefði enginn viljað mæta
sér í þættinum Íslandi í dag á Stöð
2 í gærkvöld þar sem málið hafi
verið rætt.
Í samtali við Fréttablaðið
þvertók Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrverandi borgarstjóri,
fyrir að Þórólfur væri orðin ein-
angraður innan Reykjavíkurlist-
ans. Hún segir rangt hjá Vilhjálmi
Þ. að R-listinn hafi snúið baki við
borgarstjóranum. Borgarfulltrúar
listans hefðu ákveðið að tjá sig
ekki opinberlega um málið fyrr en
Þórólfur væri búinn að vinna sína
greinargerð. „Stóryrði“ Vilhjálms
í málinu væru engan veginn við
hæfi.
Bráðafundur bogarfulltrúa R-
listans stóð enn yfir þegar blaðið
fór í prentun í gærkvöld.
trausti@frettabladid.is
the@frettabladid.is
Funduðu með Þórólfi
Oddviti Sjálfstæðismanna segir að borgarstjóri hafi sagt ósatt í gær og að hann eigi að segja af
sér. Borgarstjóri segir að sér hafi ekki verið kunnugt um samráð olíufélaganna í útboði Reykja-
víkurborgar árið 1996. R-listinn boðaði til bráðafundar seint í gærkvöld.
LITLA-HRAUN
Stór hluti fanga á Litla-Hrauni hyggst fara
að dæmi Árna og sækja um leyfi.
Brekkusöngur í Eyjum:
Mikill áhugi
á Hrauninu
ÞJÓÐHÁTÍÐ „Það er töluverður órói
hér á Litla-Hrauni vegna um-
ræðna um Árna Johnsen og
brekkusönginn og um fátt annað
meira rætt hér,“ sagði Atli Helga-
son, en hann situr í trúnaðarráði
fanga á Litla-Hrauni.
Atli segir að fangar á Litla-
Hrauni séu áhugasamir um þjóð-
hátíðina og brekkusönginn og
gera megi ráð fyrir að allt að 40
fangar sæki í dag um svokallað
fylgdarleyfi eða skammtímaleyfi
til að geta notið brekkusöngsins.
Fái Árni leyfi til brekkusöngs sé
það merki um tilslakanir á reglum
þar að lútandi.
„Annars er merkilegt að menn
séu yfireitt að velta þessu fyrir
sér í alvöru. Það er fjarri lagi mið-
að við túlkun laga og reglna í dag.
En ég fagna því hins vegar ef af
verður og Árni fær að fara í
brekkusönginn, bæði hans vegna
og ekki síður Eyjamanna,“ sagði
Atli. ■
KLUKKAN 21.15
Þórólfur borgarstjóri mætir til fundar með
borgarfulltrúum R-listans í gærkvöld. Til
fundarins var boðað í skyndi. Borgarstjóri
skýrði stöðu sína í samsráðsmálinu.