Fréttablaðið - 12.08.2003, Page 2
2 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Það mætti vera hlýrra, en það kæmi enn
frekar niður á heitavatnssölu.
Helgi Pétursson er verkefnisstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, en hlýju veðri er kennt um að sala á
heitu vatni hefur dregist saman.
Spurningdagsins
Helgi, er of heitt úti?
■ Lögreglufréttir
Aðild útilokuð í
núverandi stöðu
Framkvæmdastjóri LÍÚ deilir ekki skoðun Franz Fischlers á því að
möguleiki sé á því að Íslendingar geti tryggt hagsmuni sína innan nú-
verandi kerfis ESB. Aðild færi okkur enga nýja möguleika.
EVRÓPUUMRÆÐAN LÍÚ telur engin
merki þess að hægt sé að hægt sé
að finna lausn sem íslenskur sjáv-
arútvegur sætti sig við innan nú-
verandi reglna Evrópusambands-
ins. Franz Fischler, sem fer með
sjávarútvegsmál innan fram-
kvæmdastjórnar ESB, segist þess
fullviss að hægt sé að finna slíka
lausn innan núverandi kerfis.
Reglur ESB kveða á um að sam-
bandið fari með forræði fiskimiða
utan 12 mílna marka.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, telur reynsl-
una af viðræðum um kolmunna-
veiðar ekki benda til þess að óhætt
sé að láta ESB eftir forræðið yfir
fiskistofnunum. „Þá myndi fram-
kvæmdastjórn ESB fara með
samningsforræðið. Hverra hags-
muna myndu þeir gæta? Það er úti-
lokað eins og staðan er núna að við
gætum fallist á forræði ESB. Þetta
snýst um það hvort maður sjálfur
gætir hagsmuna sinna eða einhver
sem hefur aðra hagsmuni.“
Friðrik segir enga nýja mögu-
leika opnast fyrir íslensk fyrirtæki
með aðild. „Við höfum alla mögu-
leika nú. Við metum samskiptin
við Evrópusambandið og þjóðir
þess mjög mikils. Það er grund-
vallaratriði að við leggjum upp úr
góðum samskiptum við það. Hags-
munirnir eru hins vegar ólíkir. Það
þarf ekkert að vera neikvætt við
það.“
Friðrik segir breytingar í sjáv-
arútvegsstefnu ESB skref í rétta
átt. Íslendingar séu í mjög nánu og
góðu sambandi við Evrópusam-
bandið. „Ég er sannfærður um það
að Fischler vinnur að þessum
breytingum af heilindum.“ Hann
bendir á að Fischler hafi sjálfur
sagt að breytingarnar næðu ekki
nógu langt, meðal annars vegna
þess að þjóðir eins og Spánverjar
hafi staðið gegn breytingum.
„Þannig gerast kaupin á eyrinni og
það er ekkert óeðlilegt við það að
við getum ekki gengið inn undir
þeim skilmálum.“
haflidi@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGSMÁL Vestfirðingar
undirbúa stórfund á Ísafirði
vegna þess sem smábátamenn
vestra kalla brotin loforð stjórn-
arflokkanna. Guðmundur Hall-
dórsson, formaður smábátafé-
lagsins Eldingar, hyggst brýna
stjórnarflokkana á því að standa
við loforð um að tekin verði upp
línuívilnun. Hann segir að ríkis-
stjórnin eigi loforðum þessum
líf sitt að þakka og sama mál
geti kostað að hún falli.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins verður línumálið
rætt utan dagskrár á ríkis-
stjórnarfundi að frumkvæði
Halldórs Ásgrímssonar utanrík-
isráðherra. Málið er allt hið
vandræðalegasta þar sem Davíð
Oddsson forsætisráðherra sagði
fyrir kosningar að hann sæi ekk-
ert því til fyrirstöðu að taka upp
línuívilnun strax í haust. Þrátt
fyrir að í stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar sé tekið fram að
auka skuli byggðakvóta og taka
upp línuívilnun hefur Árni
Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra stillt málum þannig upp
að afnema beri byggðakvóta til
að taka upp línuívilnun. Hann
hefur sagt að ekki sé hægt að
uppfylla loforð um línuívilnun
nema með lagabreytingu og það
geti því ekki orðið fyrr en á
næsta fiskveiðiári. Sjávarút-
vegsráðherra hefur sagt að
hann hafi haft um þetta fullt
samráð við Halldór Ásgrímsson.
Kristinn H. Gunnarsson, flokks-
bróðir Halldórs, hefur sagt að
sjávarútvegsráðherra eigi að
víkja ef hann geti ekki staðið við
þetta loforð. Kristinn segist ekki
munu standa að því að brjóta
þessi loforð og hótar þannig að
hætta stuðningi við ríkisstjórn-
ina. ■
Rannsókn á dauða bresks vopnasérfræðings:
David Kelly braut starfsreglur
LUNDÚNIR, AP Vopnasérfræðingur-
inn David Kelly átti að vera með-
vitaður um það að honum væri
ekki heimilt að ræða mál sem
hefðu pólitíska þýðingu án sam-
þykkis yfirmanna sinna hjá varn-
armálaráðuneytinu, að sögn
starfsmannastjóra ráðuneytisins.
Richard Hatfield, sem kallaður
var til yfirheyrslu vegna rann-
sóknar á sjálfsmorði Kellys, við-
urkenndi að það hefði verið hluti
af starfi sérfræðingsins að ræða
við fjölmiðla. Hann sagði aftur á
móti að það hefði komið sér á
óvart að Kelly skyldi ekki hafa
fylgt reglum um samskipti opin-
berra embættismanna við fjöl-
miðla sem meðal annars kveði á
um að þeir megi hvorki ræða
leynilegar upplýsingar né pólitísk
mál.
Kelly, sem starfaði sem ráð-
gjafi bresku leyniþjónustunnar
MI6 og varnarmálaráðuneytisins,
hafði aðgang að leynilegum gögn-
um eftir því sem við átti, að sögn
Hatfield. Í frétt BBC um skýrslur
bresku ríkisstjórnarinnar varð-
andi vopnaeign Íraka var vitnað í
Kelly sem háttsettan heimildar-
mann innan leyniþjónustunnar.
Ýmsir hafa sett spurningarmerki
við þessa skilgreiningu og er
staða Kellys því eitt af þeim atrið-
um sem rannsóknin beinist að. ■
Skýrr yfirtekið:
Opin kerfi
ná 90%
VIÐSKIPTI Opin kerfi hafa eignast
92,6% hlutafjár í Skýrr með
kaupum á 19,5% hlut í gær. Þar
með er fyrirtækið búið að ná
þeim mörkum að afgangur hlut-
hafa er skyldugur til þess að
selja sinn hlut á verði yfirtökutil-
boðsins. ■
LUNDÚNIR Lögreglan í Lundúnum
hefur aukið viðbúnað sinn vegna
viðvarana sem borist hafa frá
Bandarísku alríkislögreglunni
FBI um að hryðjuverkasamtökin
al Kaída séu að skipuleggja árásir
í borginni, að því er frá er greint í
breska dagblaðinu The
Independent.
Verið er að þjálfa lögreglu-
menn höfuðborgarinnar í því að
bera kennsl á hryðjuverkamenn
og bregðast við sjálfsmorðsárás-
um. Samkvæmt upplýsingum FBI
hefur liðsmönnum al Kaída fjölg-
að verulega í Bretlandi og má bú-
ast við því að þeir séu að undirbúa
árásir í landinu.
Fréttastofan AP greinir frá því
að áformuð sé æfing í næsta mán-
uði þar sem settar verða á svið
sýkla- og efnavopnaárásir. ■
Hryðjuverk:
Bretar í við-
bragðsstöðu
NEÐANJARÐAR
Haldin verður æfing í næsta mánuði þar
sem settar verða á svið hryðjuverkaárásir í
neðanjarðarlestakerfi Lundúna.
Orkuveita Reykjavíkur:
Fimm pró-
sent hækkun
ORKUVEITAN Lagt verður til á stjórn-
arfundi Orkuveitu Reykjavíkur í
dag að verð á heitu vatni hækki um
rúmlega fimm prósent og verð á
raforku hækki um rúmt eitt pró-
sent.
„Eins og fram hefur komið hef-
ur sala á heitu vatni dregist mjög
verulega saman bæði á þessu ári
og síðasta ári,“ segir Alfreð Þor-
steinsson, formaður stjórnar
Orkuveitunnar. „Það er tillaga for-
stjóra fyrirtækisins að vegna þess-
ara óvenjulegu aðstæðna hækki
verð á heitu vatni um rúmlega
fimm prósent og í kjölfar tveggja
prósenta hækkunar Landsvirkjun-
ar á raforkuverði núna 1. ágúst
verður lagt til að verð á raforku
hjá okkur hækki um rúmt eitt pró-
sent.“
Sala á heitu vatni hefur dregist
saman um 350 milljónir króna það
sem af er þessu ári og er hlýindum
kennt um. ■
Í DÓMSALNUM
Hutton lávarður, sem situr fyrir miðri
mynd, hefur yfirumsjón með rannsókninni
á dauða Davids Kellys.
ORKUVEITA REYKJAVÍKUR
Lagt verður til á stjórnarfundi Orkuveitunn-
ar á morgun að verð á heitu vatni og raf-
orku verði hækkað.
DAVÍÐ ODDSSON
Lofaði línuívilnun.
ALLUR AF VILJA GERÐUR
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir Franz Fischler vinna af heilindum að
breytingum á sjávarútvegsstefnu ESB. Hagsmunir Spánverja hafi hindrað að gengið væri
lengra í umbótaátt.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
Ó
LF
U
R
Vestfirðingar undirbúa stórfund vegna „brotinna loforða“:
Ríkisstjórn fjallar um línuloforð
Sprengisandur:
Árekstur
bifhjóls og
bifreiðar
SLYS Alvarlegt slys varð á
Sprengisandsleið við Háöldu, um
12 kílómtra norður af Köldukvísl,
um kvöldmatarleytið í gær.
Að sögn lögreglu lentu bifhjól
og bifreið í árekstri á blindhæð
með þeim afleiðingum að ökumað-
ur bifhjólsins hlaut opið beinbrot
og missti töluvert blóð. TF-SIF,
þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti
manninn og flutti hann á slysa-
deild Landspítalans. Ekki fengust
upplýsingar um líðan mannsins
áður en blaðið fór í prentun. ■
DRENG BJARGAÐ FRÁ DRUKKN-
UM Ungum dreng var bjargað frá
drukknun í sundlaugini á Laugar-
hóli í Bjarnarfirði. Lá drengurinn
meðvitundarlaus á botni laugar-
innar en með snarræði tókst gesti
að blása lífi í hann. Var hann flutt-
ur á sjúkrahús en var á góðum
batavegi og áttu læknar von á að
hann yrði útskrifaður fljótlega.