Fréttablaðið - 12.08.2003, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2003 17
FRÁ VIÐEY
Á gönguferð um Viðey í kvöld verður reynt
að rölta í gegnum tveggja milljón ára jarð-
sögu á tveimur og hálfum tíma.
Viðey
er gömul
eldstöð
JARÐFRÆÐI Eins og jafnan á þriðju-
dagskvöldum er boðið upp á
gönguferð um Viðey nú í kvöld.
Að þessu sinni ætlar Ásta Þor-
leifsdóttir jarðfræðingur að
ganga með fólki um eyjuna og
rekja jarðsögu hennar, sem lætur
kannski lítið yfir sér en leynir því
meir á sér.
„Fyrir svona tveimur milljón-
um ára var Viðey mikil eldstöð og
þarna er að finna elstu berg á höf-
uðborgarsvæðinu. Þarna eru
gríðarlega fallegar stuðlabergs-
myndanir,“ segir Ásta.
„Í eina tíð var Viðey í raun og
veru tvær eyjar sem tengdust í
gegnum landmótun. Og nú er
maðurinn farinn að hafa áhrif á
landmótun eyjunnar. Eftir því
sem uppfyllingar í Sundahöfn
verða meiri þrengist sundið meir
og nú þegar er farið að bera á
landbroti í Viðey vegna þess.“ ■
TÓNLIST „Ég ólst upp í merkilegu
umhverfi þarna í Laugarnesinu
og við óvenjulegar aðstæður,“
segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu-
leikari. Hún er dóttir Sigurjóns
Ólafssonar myndlistarmanns.
„Krakkarnir voru oft að hrópa
að manni að pabbi vinni heima og
það væru myndir af allsberum
kellingum úti um allt hús.“
Síðar meir segist hún hafa lært
að líta á það sem kost að hafa alist
upp við þessar sérstæðu aðstæð-
ur.
„Um leið langar mann til þess
að deila því með öðru fólki. Það er
einmitt tilgangur þess sem maður
gerir sem listamaður. Við skilum
kannski ekki stórum arði í þjóðar-
búið, en við breytum miklu um
það hvernig fólki líður. Tilgangur
listarinnar er að auðga manninn.“
Í kvöld ætlar Hlíf að halda tón-
leika þarna á heimaslóðum sínum
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Með henni spila þau Robert La
Rue sellóleikari og Adrienne Kim
píanóleikari, sem bæði eru frá
New York.
Hlíf kynntist þeim fyrir fjór-
um árum þegar hún var þar í
námi.
„Þá kom í ljós að við höfðum
lært á sömu stöðum, hitt sama
fólkið og orðið fyrir sömu áhrif-
um, en aldrei á sama tíma. En
þetta gerði það að verkum að við
smullum saman undir eins, sem
gerist ekki oft. Þegar við æfum
þurfum við voða lítið að tala sam-
an. Það er eins og við hugsum
alltaf það sama.“
Á tónleikunum í kvöld ætla
þau að flytja verk eftir Jónas
Tómasson, Dmitri Schostakovich,
Benjamin Britten og Paul Schoen-
feld.
Hlín segir andrúmsloftið á tón-
leikum í safninu vera afar nota-
legt.
„Vegna þess hve salurinn er
lítill myndast svo mikil nálægð
við áhorfendur, sem er mjög gott,
ekki síst fyrir kammertónlist. Í
stærri sölum týnist mikið af þess-
um núönsum, sem er svo miklu
auðveldara að koma til skila í
svona litlum sal. Maður getur
leyft sér að spila mjög veikt og
vera með örlitlar styrkleika-
breytingar, sem gengur ekki alls
staðar.“
gudsteinn@frettabladid.is
SMULLU SAMAN UNDIR EINS
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Robert La Rue sellóleikari og Adrienne Kim píanóleikari flytja verk eftir Jónas Tómasson, Dmitri Schosta-
kovich, Benjamin Britten og Paul Shoenfeld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
„Þurfum voða lítið að tala saman“
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
Foreldrar - Stöndum saman
Leyfum ekki eftirlitslaus unglingapartý.
Síminn er opinn til kl. 22 alla daga
Sími 515 7500
Smáauglýsingar