Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2003, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 13.09.2003, Qupperneq 30
FÓTBOLTI Franski miðvallarleik- maðurinn Claude Makelele leikur að öllum líkindum sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag þegar liðið fær Tottenham í heimsókn í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Make- lele var keyptur frá Real Madrid fyrir skömmu og er búist við miklu af leikmanninum í vetur. Claudio Ranieri getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði þar sem franski varnarmaðurinn Marcel Desailly er meiddur en knatt- spyrnustjórinn ætti þó ekki að eiga í vandræðum með að finna leikmenn til að fylla skarðið. Miðvallarleikmaðurinn Steph- ane Dalmat gæti einnig leikið sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Tottenham en hann var fenginn að láni frá Inter Milan. Arsenal fær spútniklið Portsmouth í heimsókn. Arsenal er taplaust á toppi deildarinnar og hefur fjögurra stiga forystu á Englandsmeistara Manchester United. Portsmouth hefur sannarlega komið á óvart það sem af er tíma- bilinu en liðið kom upp úr 1. deild í fyrra. Portsmouth er í þriðja sæti deildarinnar með átta stig og hef- ur á köflum sýnt snilldartilþrif. Teddy Sheringham hefur farið mikinn í liðinu og er markahæstur í deildinni með fjögur mörk. Hann var meðal annars útnefndur leik- maður ágústmánaðar. Óvíst er hvort Thierry Henry geti leikið með Arsenal í dag en hann meidd- ist í leik með franska landsliðinu á miðvikudag. Englandsmeistarar United munu reyna að hefja sigurgöngu sína á ný þegar þeir mæta Charlton á útivelli. United tapaði fyrir Southampton í síðustu viku, en það var fyrsta tap liðsins í deildinni síðan í desember í fyrra. Enskir fjölmiðlar telja ekki lík- legt að Jóhannes Karl Guðjónsson verði í leikmannahópi Wolves, sem mætir Southampton á útivelli. ■ 31LAUGARDAGUR 13. september 2003 FÓTBOLTI Það skýrist í dag hvort Þór eða Víkingur fylgi Keflvíkingum upp í efstu deild að ári þegar lokaumferð 1. deildar karla fer fram. Víkingur er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig og mætir Keflvíkingum í dag. Þórsarar eru þremur stigum á eftir en eiga leik við Leift- ur/Dalvík, sem er þegar fallið um deild. Fari svo að Víkingur og Þór verði jöfn að stigum eftir leiki dagsins sker markatalan úr um hvort liðið kemst upp. Víkingar hafa þrettán mörk í plús fyrir leik- inn en Þórsarar tíu. Ef lið- in verða með jafna marka- tölu eftir leiki dagsins kemst liðið sem hefur skorað fleiri mörk upp. Þórsarar hafa komið knettinum þrettán sinnum oftar í netið en Víkingar. „Við ætlum að klára Íslandsmótið með sigri,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Kefla- víkur, þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Ég býst við að Þórsarar vinni Leiftur/Dal- vík svo það ræðst af markatölunni hvaða lið fylgi okkur upp.“ ■ STAÐAN Í 1. DEILD KARLA Keflavík 17 13 3 1 51:15 42 Víkingur 17 9 7 1 28:15 34 Þór 17 9 4 4 41:31 31 Stjarnan 17 6 8 3 30:23 26 HK 17 6 3 8 27:33 21 Haukar 17 5 4 8 22:32 19 Njarðvík 17 4 6 7 31:35 18 Breiðablik 17 5 3 9 21:27 18 Afturelding 17 4 2 11 17:37 14 Leiftur/Dalvík17 3 2 12 21:41 11 Leikir sem hefjast klukkan 15 Þór - Leiftur/Dalvík Akureyrarvöllur Keflavík - Víkingur Keflavíkurvöllur Lokaumferð 1. deildar: Víkingur eða Þór upp um deild Enska úrvalsdeildin: Makelele í leikmannahópi Chelsea CLAUDE MAKELELE Leikur að öllum líkindum með Chelsea í dag en hann kom frá Real Madrid fyrir skömmu. LEIKIR DAGSINS: Arsenal - Portsmouth Blackburn - Liverpool Bolton - Middlesbrough Charlton - Man Utd Chelsea - Tottenham Everton - Newcastle Southampton - Wolves Enska 1. deildin: WBA mætir Ipswich FÓTBOLTI West Bromwich Albion, lið Lárusar Orra Sigurðssonar, mætir Ipswich í ensku 1. deildinni í dag. WBA er á toppi deildarinnar með tólf stig en Ipswich er í botnbarátt- unni með eitt. Líklegt þykir að Paul Hart, knattspyrnustjóri Nottingham For- est, stilli upp óbreyttu liði frá síð- ustu viðureign þegar Sheffield United kemur í heimsókn. Það þýð- ir að Brynjar Björn Gunnarsson verður ekki í byrjunarliði Forest. Heiðar Helguson verður ekki í liði Watford sem mætir Millwall á heimavelli þar sem hann er meidd- ur. Watford hefur byrjað tímabilið afar illa og er í næstneðsta sæti með eitt stig. ■ Barnsley: Toppslagur FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson og læri- sveinar í Barnsley mæta Port Vale á útivelli í toppslag ensku 2. deild- arinnar í dag. Barnsley er á toppi deildarinnar með fjórtán stig en Port Vale í því þriðja með þrettán. „Þetta er mikilvægur leikur eins og allir aðrir leikir,“ sagði Guðjón í samtali við BBC. „Port Vale er með gott lið og það mun reyna að fylgja eftir góðum árangri.“ Þó nokkrir leikmenn Barnsley eru meiddir. Isaiah Rankin getur ekki leikið með og Dean Gorre, Tony Gallimore, Anthony Kay, Kevin Donovan og Lee Crooks eru allir tæpir. Chris Lumdon kemur þó inn í liðið á nýju eftir að hafa tekið út leikbann. ■ Utandeildin í fótbolta: Titilvörn Riddarans FÓTBOLTI Hvíti Riddarinn og FC Dið- rik mætast í úrslitaleik Utandeild- arinnar á gervigrasinu í Laugardal í dag klukkan 18. Hvíti Riddarinn, sem vann mótið í fyrra, tryggði sér sæti í úrslitum með því að leggja Hafnarfjarðarliðið CCCP að velli, 4-3, í hörkuleik. Riddarinn lenti undir snemma leiks en náði að snúa taflinu við og fara með sigur af hólmi. FC Diðrik vann Elliða í hin- um undanúrslitaleiknum 2-0. ■ KEFLAVÍK Er komið upp. FÓTBOLTI Franski miðvallarleikmað- urinn Patrick Vieira segir það ekki úti úr myndinni að hann leiki með Manchester United seinna meir. „Ég las einhvers staðar að Manchester United hefði verið á höttunum eftir mér í sumar,“ sagði Vieira við franska fjölmiðla og bætti við: „Það er allt hægt í boltan- um svo hver veit hvað gerist.“ Stjórn Arsenal var á nálum í sumar þar sem Vieira hafði ekki endurnýjað samning sinn við liðið. Hann lét þó undan að lokum og skrifaði undir samning til ársins 2007. „Það hafa æ fleiri leikmenn verið að skipta um lið. Ég hef ekki yfirgefið Arsenal því mér líður vel hér. En þó ég sé hamingjusamur nú á aldrei að segja aldrei.“ ■ Patrick Vieira: Útilokar ekki United

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.