Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 37
38 13. september 2003 LAUGARDAGUR Vikan hefur verið góð og ein-kennst af bókmenntum eins og gefur að skilja,“ segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur um vikuna sem nú er brátt á enda. „Ég sótti eitt og annað á Bókmenntahátíðinni auk þess sem ég þurfti að undirbúa það sem ég sjálfur þurfti að segja. Og svo er alltaf gaman að hitta höfunda sem maður hefur lesið en kannski aldrei séð.“ Einar Már vill ekki gera upp á milli þeirra útlendu höfunda sem hann hitti á Bókmenntahá- tíðinni en nefnir þó sænska rif- höfundinn Mikael Niemi: „Hann skrifar á sænsku en segist vera með finnska sál. Sögur Niemi eru svolítið villtar og ég mæli eindregið með þeim,“ segir Ein- ar Már og nefnir sérstaklega til sögunnar Rokkað í Vittula. „Svo var gaman að hitta Bill Holm en ég þýddi ljóðin sem hann las hér á hátíðinni. Lesturinn tókst vel enda hafði ég vandað mig með þýðingarnar.“ Einar Már segist ekki vera með nýja bók fyrir jólin heldur vinna í sínum málum til lengri tíma litið: „Annars var ég að ljúka við að gera tvo texta fyrir Hljóma sem út koma á nýrri skífu þeirra. Þegar Gunnar Þórðarson kom að máli við mig og bað mig um þetta svaraði ég því til að ef hann hefði komið með þessa ósk þegar ég var tíu ára hefði liðið yfir mig. Ég er þegar búinn að heyra annað lagið. Engilbert syngur það en hitt er á leiðinni til mín. Textinn er þó klár,“ seg- ir Einar Már, að vonum stoltur yfir textum sínum fyrir Hljóma: „Þetta er mikil upphefð,“ segir hann. ■ Vikan sem var EINAR MÁR GUÐMUNDSSON ■ sótti Bókmenntahátíðina í Reykjavík í vik- unni eins og vera ber og lagði sitt af mörk- um. Annars er hann nýbúinn að semja tvo texta fyrir Hljóma og er stoltur af. Textar fyrir Hljóma DAVID THOMAS Getur þulið upp 23 þúsund tölustafi án þess að ruglast. Hressir upp á minnið ÍSAFJÖRÐUR Ísfirðingar eiga von á góðum gesti þar sem er David Thomas en hann er heimsmethafi Guinness í minnistækni og og þykir með minnugustu mönnum í heimi. David Thomas beitir ákveðinni tækni við að muna hluti og hefur hann meðal annars unnið það afrek að þylja upp tæp- lega 23 þúsund tölustafi án þess að skeika eða ruglast. Þykir það með eindæmum. David Thomas kemur til Ísafjarðar á vegum Junior Chamber og situr þar landsþing félagsskaparins. Í leið- inni býðst hann til að hressa upp á minni Vestfirðinga. Fyrsta bók David Thomas um minnistækni kom út fyrr á þessu ári en David hefur haldið námskeið víða um heim, meðal annars hjá Marriott- hótelkeðjunni. ■ EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Eyddi vikunni á Bókmenntahátíð í Reykja- vík og hitti þar margt skemmtilegt fólk. Það þarf ekki að koma neinum áóvart að hið týpíska laugar- dagskvöld í lífi Henriks Baldvins Björnssonar, söngvara og gítar- leikara Singapore Sling, snúist um það að fara út á lífið. „Ég og vinir mínir förum vana- lega á Sirkus eða 11 þar sem við drekkum áfenga drykki og reykj- um við sígarettur,“ segir Henrik. „Maður mætir þangað kannski svona um miðnættið.“ En fjörið byrjar ekki þar því vanalega hefur Henrik eytt kvöld- inu með vinahóp sínum sem sam- anstendur aðallega af hinum liðs- mönnum Singapore Sling. Þá koma þeir sér fyrir heima hjá ein- hverjum og hlusta á plötur, drekka áfengi, reykja sígarettur og hlæja. „Ef við erum heima hjá Einari gítarleikara verðum við vanalega að hlusta á nýjustu plöturnar í hans lífi sem hann hefur oftast fengið sér í Ameríku. Ég er reynd- ar búinn að hafa mjög mikil áhrif á hann undanfarið og komið hon- um inn á svona 60’s garage dót, sveitir á borð við Suicide og aðrar sem finnast ekki í plötubúðum hér heima. Toggi bassaleikari smitaði mig svo af áströlsku bylgjunni. Sveitir eins og Crime & the City Solution og fleiri.“ Henrik segir þó stundum gott að hafa aukamann með í stofu- veislunni og viðurkennir að oftar en ekki fylgi kærusturnar með. „Þær dýrka okkur alveg í tætlur. Það er náttúrlega erfitt að vera í kringum svona karlmenn eins og okkur en stundum er nauðsynlegt að fórna tíma og geðheilsu.“ Síðustu laugardagskvöld hef- ur Henrik þó brugðið af vanan- um. Síðustu helgi fór hann í sum- arbústað ástamt kærustunni og tveimur vinum. „Þar var borðað kjöt, drukkið áfengi, reyktar sí- garettur, hlustað á rokkabillí og dansað. Ég reyndi á einhverja vöðva sem ég nota ekki dags dag- lega og fékk mjög miklar harðsperrur. Ég held að það hafi verið Chuck Berry dans- inn sem fór svona með mig.“ Í kvöld verður Henrik svo á Seyð- isfirði þar sem hann leikur með hljómsveitinni The Goddamn Skunks. „Í henni eru ég, Helgi og Toggi úr Singa- pore Sling. Við spilum lög eftir The Cramps og fleiri. Svo mun maður nátt- úrlega skoða þessa fallegu nátt- úru. Það má al- veg eins drekka bjór og reykja sígarettur þar eins og annars staðar,“ segir Henrik og rýkur af stað. biggi@frettabladid.is Laugardagskvöld HENRIK BALDVIN BJÖRNSSON ■ segist gera mikið af því að drekka áfengi og reykja sígarettur um helgar. Í kvöld verður hann á Seyðisfirði ásamt nokkrum félögum sínum. ÁRNI SNÆVARR Aftur kominn af stað. Árni ráðinn fundarstjóri ÚTGERÐ Árni Snævarr hefur verið ráðinn fundarstjóri á fjöldafundi Smábátafélagsins Eldingar sem efnt verður til á Ísafirði á morg- un. „Við fengum Árna til að spyrja spurninga. Ekki veitir af,“ segir Guðmundur Halldórsson, formað- ur Eldingar, sem býst við þúsund manna fundi. „Ég á að vera fundarstjóri þarna og taka við spurningum,“ segir Árni Snævarr en fundar- stjórnin hjá Eldingunni er fyrsta starfið sem Árni tekur að sér eftir að honum var sagt upp störfum á fréttastofu Stöðvar 2. Árni var sem kunnugt er kjörinn frétta- maður ársins á Edduhátíðinni í fyrra. ■ Hún er brún, hnarreist með af-brigðum, mjög hágeng, með fullkomin þokka og ljúfa lund,“ segir Helgi Björnsson leikari um konuna sína. „Ég myndi vilja ríða henni til fjalla og inn í nóttina og koma aldrei til baka.“ ■ Konan mín ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Anna Lindh. Silvio Berlusconi. Skjöldur Eyfjörð. Augun Þessi augu hafa víða horft. Ekki síst yfir Flóann þar sem ku vera víðsýnt. Í vikunni hafa þau litið slétturnar í Mongólíu og fjöllin þar að auki. Hver á augun? (Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.) Sígarettur og alkóhól HENRIKMun lík-legast seintverða boðið í partí hjá Þor- grími Þrá- ins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.