Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 1

Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 1
VEÐUR Veðurstofan ráðleggur fólki um allt land að vera ekki á ferli utandyra að óþörfu í dag og festa lausmuni við hús sín vegna krapprar haustlægðar sem geng- ur yfir landið. Hætta er talin á að tré falli, þar sem þau eru laufguð og jarðvegur ófrosinn. Mjög djúp lægð myndaðist á Grænlandssundi í fyrradag og dýpkaði mjög snöggt á leið sinni að landinu. Theódór Hervarsson veðurfræðingur segir að í dag megi gera ráð fyrir mjög hvassri norðanátt um allt land. Stormvið- vörun hefur verið gefin út: „Einkum eigum við von á að veður verði slæmt norðanlands og sérstaklega norðaustanlands. Hér syðra ættu menn að finna fyrir lægðinni snemma á sunnu- dagsmorgun og það má reikna með sterkri norðanátt með hvass- viðri,“ segir Theódór. Hafþór Jónsson, fulltrúi hjá Al- mannavarnanefnd ríkisins, segir viðbúnað í höndum almanna- varnanefnda á hverjum stað. Valgeir Elíasson hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg segir að þegar veður geri boð á undan sér eins og nú sé ekki mikil hætta á að veðrið valdi skaða. „Ég man ekki til þess í mjög langan tíma að tré hafi fallið í slæmu veðri en vissulega er alltaf hætta á því þegar þau eru svo laufguð sem nú,“ segir Valgeir. Sjá nánar bls. 2 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR 21. september 2003 – 228. tölublað – 3. árgangur RÁÐUNEYTIÐ FÓR EKKI AÐ LÖG- UM Hæstiréttur hefur fellt þann dóm að samgönguráðuneytinu hafi verið óheimilt að gefa ferðaskrifstofunni Samvinnuferð- um-Landsýn afslátt frá þeirri lögbundnu kröfu að félaginu bæri að leggja fram trygg- ingu vegna þeirra sem ferðuðust á vegum félagsins. Sjá síðu 6. HÆTTA FYRST ER FLAUTAN GELL- UR Áætlanir um björgun Guðrúnar Gísla- dóttur hafa fram til þessa allar brugðist en kostnaður vegna björgunarinnar er þegar kominn yfir 200 milljónir. Sjá síðu 4. LÖGREGLAN Í SVÍÞJÓÐ ÓSKAR LIÐSINNIS ALMENNINGS Lögreglan í Svíþjóð hefur óskað eftir fleiri vísbending- um frá almenningi í tengslum við morðið á Önnu Lindh. Ekkert hefur enn fengist gefið upp um niðurstöður DNA-rannsóknar á líf- sýnum sem fundust á morðstaðnum. Sjá síðu 2. VEÐRIÐ Í DAG PRESTVÍGSLA Tveir prestar verða vígðir í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 14. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir Elínborgu Sturludóttur guðfræðing, sem sett hefur verið sóknarprestur í Setbergsprestakalli, Snæfells- ness og Dalaprófastsdæmi, og Ragnar Gunn- arsson guðfræðing, sem kallaður hefur verið til að þjóna sem skólaprestur á vegum Kristi- legu skólahreyfingarinnar. DAGURINN Í DAG Óveður um allt land Fólki er ráðlagt að halda kyrru fyrir innandyra og festa lausamuni úti við á meðan afar djúp og kröpp lægð gengur yfir landið. Hætta er af laufþungum trjám sem geta fallið á bíla og girðingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Íslenskir unglingar: Vilja búa erlendis KÖNNUN „Það er sama hvar krakk- arnir eru á landinu. Ef þeir fengju að ráða myndu þeir flytja til útlanda, ekki til Reykjavík- ur,“ segir dr. Þór- oddur Bjarnason félagsfræðingur um niðurstöður könnunar um framtíðarsýn ís- lenskra unglinga. Hún leiðir í ljós að hugur íslenskra ungmenna stendur í vaxandi mæli til útlanda. „Það yrði mjög mikil mannfjöldafækkun í Reykjavík ef búsetuþróunin yrði í samræmi við þetta,“ segir Þóroddur. „Það búa um 55% af krökkunum í Reykjavík. Ef allir krakkar á landinu flyttu þang- að sem þeir helst vildu yrðu einung- is 38% þeirra í Reykjavík.“ Nánar á síðu 18. EVRÓPUMET Fjöldi kvenna á öllum aldri kom saman í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og tók þátt í kvennafjöltefli sem þar fór fram. Upphaf- lega var gert ráð fyrir 50 konum en þegar til kom skráðu 102 konur sig til leiks og er það Evrópumet í kvennafjöltefli. Stendur í stórræðum „Það voru 900 Íslendingar sem sóttu um störf við Kárahnjúka en þegar kom í ljós hvaða laun var verið að bjóða sögðu þeir nei takk,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, í viðtali um Kárahnjúka, stjórnmál, lífsviðhorf og kjarabaráttu. Morð í Stokkhólmi Morðið á Önnu Lindh er þriðja morðið á sænskum þjóðarleiðtoga. Áður hafa fallið fyrir morðingjahendi þeir Gústaf III Svíakonungur og Olof Palme. ▲ SÍÐA 20 og 21 Að ári rennur annað kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands út. Ekki liggur fyrir hvort hann muni gefa kost á sér áfram. Margir eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur ef til forsetakosninga kemur. SÍÐUR 24 og 25 Hver verður forseti Íslands? ▲ SÍÐUR 16-17 Nýtt landslag: 25 milljarða viðskipti VIÐSKIPTI Verðmæti upp á 25 millj- arða króna skiptu um hendur í vikunni í innbyrðisviðureign við- skiptablokka. Kolkrabbinn í sinni gömlu mynd skolaðist burt í flóð- inu og við blasir nýtt landslag í viðskiptum hér á landi. Nánar á síðum 12 og 13. ÞÓRODDUR BJARNASON Könnun sýnir að íslensk ungmenni vilja til útlanda. ▲ SNARVITLAUST Svo virðist sem vetur- inn sé skollinn á. Aftakaveður verður víðast um land í dag. Í dag er gott að koma sér fyrir undir sæng með góða bók við hönd eða spólu í tækinu. Sjá síðu 6.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.