Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 8
Það var spilað íslenskt Matador í gærsegir naglinn Steingrímur Ólafsson
sem rekur eigin fréttastofu á Netinu. „Við
borðið sátu menn sem hafa gaman af Mata-
dori – og eru góðir í því, og spiluðu og spil-
uðu þangað til í nótt þegar vinningarnir
höfðu skipt um eigendur og eigendur skipt
um vinninga. Í raun var þetta líklega mesti
skiptidagur í íslensku viðskiptalífi síðan
Sambandið hrundi, Thorsararnir misstu
allt sitt og herinn kom með peningana til
landsins, ekki endilega í þessari röð.“ Og
hann á kollgátuna. Í vikunni nötraði og
skalf viðskiptaheimurinn sem aldrei fyrr
og talað er um að menn hafi verið að skipta
á milli sín Kolkrabbagóssinu. Nokkur fyr-
irtæki voru í deiglunni, þeirra á meðal
Eimskip, Sjóvá-Almennar, Íslandsbanki,
Landsbanki og Flugleiðir. Löngum predika
markaðsmenn um mikilvægi þess að upp-
færa heimasíður sínar reglulega og því at-
hyglisvert að sjá hvað umrædd fyrirtæki
eru með efst á baugi fréttasíðna sinna
seinni part föstudags. Eimskip talar ekki
um Matador né sviptingar í heimi við-
skipta nema síður sé: „Eimskip ehf., dótt-
urfélag Hf. Eimskipfélags Íslands, hlaut
Starfsmenntaverðlaunin í dag. Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti
verðlaunin og veitti Ingimundur Sigur-
pálsson, forstjóri Eimskipafélagsins þeim
viðtöku.“ Ólafur Ragnar alltaf góður fyrir
sinn hatt en hann er nú svo sem ekki á ferð
þar sem stórtíðindi eru. Sviptinga sjást
engin merki heldur á síðu Sjóvár-Al-
mennra sem augljóslega standa í góðverk-
um. Fyrsta frétt er: „Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. og Íþróttasamband fatlaðra
hafa gert með sér samstarfssamning.
Íþróttasamband fatlaðra hefur gegnt mjög
viðamiklu starfi í uppbyggingu íþrótta
fatlaðra hér á landi og gert fötluðu íþrótta-
fólki kleift að sýna hvað í því býr.“ Þeir
sem sjá um heimasíðu Íslandsbanka virð-
ast betur með á nótunum: „Í kjölfar þess að
Fjárfestingarfélagið Straumur hf. hefur
eignast yfir 90% hlutafjár í Framtaki Fjár-
festingarbanka hf. hefur stofnast skylda
Straums til að gera öðrum hluthöfum
Framtaks yfirtökutilboð og að auki hefur
stofnast réttur Straums til innlausnar á öll-
um þeim hlutum sem ekki eru nú þegar í
eigu Straums. Straumur hefur ákveðið, í
samráði við stjórn Framtaks, að krefjast
innlausnar þeirra hluta sem útistandandi
eru í Framtaki.“ Takk fyrir það en Lands-
bankinn er rólegri í tíðinni. Svolítið svona
eins og uppfærsla frétta á pressan.is. Ný
frétt reyndar frá 17. þessa mánaðar en
kannski ekki það sem menn voru að horfa
til: „Þann 17. september 2003 hefst útboð á
nýju hlutafé í Og Fjarskipti hf. (Og Voda-
fone). Hluthafar í Og Fjarskipti hf. eiga
rétt á því að taka þátt í útboðinu í hlutfalli
við hlutafjáreign sína eins og hún var
skráð í hlutaskrá félagsins í lok dags. 3.
september 2003.“ Flugleiðir eru svo alveg
úti á túni... eða kannski bara í sínu eins og
vera ber: „Netsmellir. London & Glasgow
19.500. Kaupmannahöfn, Osló og Stokk-
hólmur 20.900. Meginlandið 23.900. Skoða
fargjöld.“ ■
Þegar ég var á unglingsaldri laség bók sem D.H. Lawrence
skrifaði á dánarbeði sínu og kall-
aði Apocalypse. Síðan lánaði ég
þessa bók eða týndi henni. Í það
minnsta hef ég ekki séð hana síð-
an. Ég gái stundum að henni í
bókabúðum en hef
ekki enn fundið
hana aftur. Ein-
staka sinnum nefni
ég þessa bók í sam-
tölum við menn en
hef ekki enn rekist
á mann sem hefur
lesið hana. Kannski
hefur minni mitt
svikið mig og menn
kannast illa við
hana í endursögn
minni. Sjálfsagt
gæti ég pantað þessa bók á
Amazon og fengið senda. En ég
hef ekki látið verða af því ennþá.
Ég er farinn að kunna vel við að
hafa hana hálfgrafna í minninu og
veit ekki nema ég yrði fyrir von-
brigðum ef ég kynntist henni upp
á nýtt. Sú hefur orðið raunin með
margar bækur sem höfðu áhrif á
mig þegar ég var barn og ungling-
ur – jafnvel ungur maður. Ég er
orðinn annar en þá og hef beygt
alla reynslu mína frá þessum
árum undir þarfir mínar í dag.
Það má því vel vera að ég hafi um-
skrifað þessa bók D.H. Lawrence í
hausnum nokkrum sinnum og hún
orðin eitthvað allt annað en höf-
undurinn ætlaðist til. En þannig
er lífið – eða í það minnsta ég.
D.H. Lawrence lifði þá daga
þegar menn voru enn spenntir
yfir dauða Guðs. Hann gerði
margt sem ekki þótti sómasam-
legt og fannst hann hafa rétt á því.
Líf hans er ekki síður fróðlegt en
skrif hans. Hann skapaði eigið líf;
reyndi að leysa sína lífsglímu á
eigin forsendum fremur en með
viðteknum undanbrögðum. En
Lawrence var dauðlegur eins og
aðrir menn og þegar hann lá bana-
leguna reyndi hann að gera upp
við Guð – en þó einkum kristnina.
Þessi bók – Apocalypse – er þetta
uppgjör.
Tveir Jóhannesar
D.H. Lawrence skiptir kristn-
inni upp í tvær meginelfur og
kennir aðra þeirra við Jóhannes
guðspjallamann en hina við þann
Jóhannes sem ritaði Opinberun-
arbókina. Fram eftir öldum var
því trúað þessir tveir væru sami
maðurinn – en því trúir varla
nokkur lengur. Lawrence velti
því fyrir sér hvort það gæti verið
að þetta væri sami maðurinn – að
guðspjallamaðurinn hefði elst
illa, orðið bitur, svekktur og
hatrammur í ellinni – en gafst
upp fyrir svarinu. Í raun skipti
það ekki meginmáli. Eins og
menn geta batnað í lífinu geta
þeir líka versnað og fátt um það
að segja.
En Lawrence taldi að í þessum
tveimur bókum væri upphafið að
tveimur meginstefnum kristn-
innar. Önnur væri byggð á sam-
bandi hvers einstaklings við Guð
þar sem Guð var leiðsögn manns-
ins í leit að eigin verðleikum;
kyrrð sálarinnar, tilvistarlegri
sátt og jafnvægi persónuleikans.
Þetta er leið sem fylgir mannin-
um ævina á enda; í hvert sinn
sem svar finnst vaknar ný spurn-
ing. Það er eins og Guð vilji toga
manninn áfram og fá hann til að
gera sem best úr sjálfum sér; lífi
sínu og sál. Á þessari leið er mað-
urinn sjálfur vígvöllurinn; efinn
er forsenda nýrra uppgötvana og
innri átök eru óumflýjanleg.
Þarna er Guð persónulegur – ekki
aðeins vegna þess að hann fædd-
ist í Palestínu á tilteknum degi –
heldur vegna þess að hann á er-
indi við persónu hvers manns og
aðeins hana. Það er hans ríki og
hann á ekkert erindi við önnur.
Hin leið kristninnar byggir
fremur á heimssögulegu plani.
Þar fæðist Guð, er dæmdur og
deyddur, rís upp og stígur til
himna en mun koma aftur að
dæma lifandi og dauða og byggja
upp nýtt heimskerfi – ný Jerúsal-
em mun síga niður af himnum og
verða höfuðborg heimsins – en
ekki fyrr en djöfullinn sjálfur
hefur drottnað yfir veröldinni
góða stund. Þessi úrslit eru fram
undan; ekki aðeins fyrir mig og
mína sál heldur allar sálir – ver-
öldina alla. Við erum öll saman í
stórri áætlun Guðs og niðurstaða
hennar er skammt undan. Þá
verða úrslitin kynnt og leikurinn
flautaður af; hinir hólpnu munu
njóta til eilífðar samvistar við
Guð en hinir munu glatast og
þjást til eilífðar – og í þeirra hópi
verður grátur og gnístran tanna
og þagnar aldrei.
Á banasænginni var D.H.
Lawrence ekki aðeins að gera
upp við Guð heldur ekki síður
djöflana í eigin lífi. Og það er
auðséð af bókinni að hann taldi
þá ekki síður hafa birst í öðru
fólki en í eigin sálarlífi. Og hann
taldi sig þekkja þessa djöfla í
öðru fólki og rakti þá til þeirrar
hefðar kristninnar sem hann ken-
ndi við Opinberunarbók Jóhann-
esar. Í þeirri hefð bjó fólk við ei-
líf sannindi og efaðist ekki. Það
reyndi að breyta rétt en gat það
náttúrlega ekki fremur en aðrar
manneskjur. Maðurinn er ófull-
komin vera – ef hann væri það
ekki þyrfti hann ekki á Guði að
halda. Þeir sem eiga líf sitt undir
því að breyta rétt en geta það
ekki leiðast því fljótlega til þess
að bera sig saman við aðra. Þeir
benda á hina augljósu syndara og
spá þeim helvítisvist í trausti
þess að þeir komist til himna út á
samanburðinn. Og þar sem D.H.
Lawrence hafði ekki hagað sínu
lífi eftir forskrift sunnudagaskól-
anna var bent á hann alla hans
tíð. Hann var nánast gangandi
dæmi um glataða sál.
Bæði rétt og enginn milli-
vegur
En þrátt fyrir þetta uppgjör
D.H. Lawrence við fjendur sína er
niðurstaða hans síður en svo að-
eins uppgjör við þá. Og í raun ekki
aðeins uppgjör við kristnina eða
Guð. Þau viðhorf sem D.H.
Lawrence vildi rekja til Jóhannes-
arguðspjalls annars vegar og op-
inberunar Jóhannesar hins vegar
birtast nánast í allri hugsun
mannsins – meira að segja í tím-
anum. Við skynjum tvenns lags
tíma; annars vegar augnablikið og
hins vegar þann tíma sem líður, og
hvor um sig getur búið yfir sann-
indum sem hinum er ómögulegt
að fanga. Ef ég vakna að morgni
og velti fyrir mér lífi mínu get ég
fundið til sáttar með stöðu mína.
Ég get leitt hugann að sárum at-
burðum gærdagsins og samt verið
sáttur. Eða þá hætt því og látið
þessa atburði draga mig niður. Og
horft til morgundagsins fullur
kvíða – sama dags og ég hlakkaði
til áður. Og allan tímann mun ég
ekki vita hvort það voru atburðir
gærdagsins og ókominn morgun-
dagurinn sem breyttu viðhorfum
mínum í augnablikinu eða hvort
það var augnablikið sem endur-
skrifaði gærdaginn og umbreytti
væntingum mínum um morgun-
daginn. Og þó. Líklega læri ég það
með tímanum að ef ég er eitthvað,
þá er ég sá sem lifir í augnablik-
inu og það býr ef til vill ekki mik-
ill sannleikur í tímanum sem líður
– eða það minnir mig að D.H.
Lawrence hafi viljað meina.
Þegar til eru tveir ósnertanleg-
ir sannleikar er ómögulegt að búa
til einhverja samsuðu úr þeim og
kalla milliveg. Og það er heldur
ekki hægt að velja annan en hafna
hinum. Við viljum til dæmis bæði
fyrirgefa misindismönnum og
refsa þeim. Við viljum hvorki búa
í samfélagi sem er drifið áfram af
hefndarhug og heimtar tönn fyrir
hverja tönn og auga fyrir hvert
auga né getum við sleppt öllum
misgjörðamönnum lausum í
trausti þess að þeir snúi til betri
vegar. Marteinn Lúther kallaði
átökin þarna á milli átök lögmáls
og fagnarerindis; tvenns konar
sannleika sem virðast ósættanleg-
ir.
Ríkisvæðing Samverjans
Þessi átök eru saga allra til-
rauna til að búa til mannúðlegt
samfélag. Í mörg hundruð ár hafa
þessar tilraunir að stóru leyti snú-
ist um að finna milliveg; auka
mannúð ríkisvaldsins. Í fyrstu
vildu menn draga úr grimmd refs-
inga og draga úr hefndarskyldu
þess. Í stað þess að strekkja menn
og brennimerkja og höggva í spað
voru fundnar upp leiðir til að taka
menn af lífi á fljótlegan – og um-
fram allt þrifalegan – hátt. Loks
voru aftökur aflagðar í þeim hluta
heimsins sem vill teljast siðaðast-
ur. Aðbúnaður fanga var bættur
og viss lágmarksréttindi viður-
kennd. Ríkinu var kennt að fyrir-
gefa og það veitti föngum reynslu-
lausn. Ríkinu var líka kennt að
fólk gæti breyst og ekki alltaf til
hins verra. Það reyndi því að
kenna föngunum eitthvað nytsam-
legt í von um að þeir fengju nýja
trú á lífið og gætu orðið nytsamir
borgarar síðar meir.
Þróunin hefur verið svipuð í
öðrum deildum samfélagsins.
Hlutverk ríkisvaldsins er ekki
lengur aðeins það að setja samfé-
laginu ytri mörk heldur ætlumst
við til þess að það varðveiti einnig
innri markmið þess. Við reynum
að framkalla mannúð samfélagsins
í gegnum ríkisvaldið. Því ber nú að
gæta að heilsu borgaranna og holl-
um lifnaðarháttum, setja mörk
kurteisi í almenna umræðu og
tryggja að þeim sé fylgt og því ber
að viðhalda kristni og góðum sið-
um, menningu og auðugu mannlífi,
mannúð og samhjálp. Það er al-
menn skoðun í samfélaginu að rík-
inu beri að koma þeim til hjálpar
sem liggja meiddir í vegkantinum
– Samverjinn hefur þegar hjálpað
þeim með skattgreiðslum sínum.
Ílát fyrir mennskuna
Fjendur D.H. Lawrence, sem
sóttu fullvissu sína í Opinberunar-
bókina, töldu sig þekkja muninn á
réttu og röngu við allar hugsanleg-
ar aðstæður. Og í sjálfu sér vildi
Lawrence ekki deila við þá um
hvernig fólk ætti að hegða sér við
tilteknar aðstæður heldur miklu
frekar getu þeirra til að ákvarða
það. Hann vildi trúa að mannúð og
mennska rúmaðist ekki í stærra
íláti en einum einstakling og því
væri tilgangslaust að ætla að
smíða utan um hana stór kerfi
boða og banna. Og ekki bara til-
gangslaust heldur ómannúðlegt í
sjálfu sér. Því fyrirferðarmeira
sem slíkt kerfi væri, því líklegra
væri að okkur gengi illa að móta og
vernda mannúðina innra með okk-
ur. Leið Opinberunarbókarinnar er
einfaldlega miklu betri söluvara
en leið Jóhannesarguðspjalls. Hún
býður upp á skýrar og endanlegar
lausnir á meðan hin er óráðin leið í
óvissu. Það er því ekki að furða
þótt D.H. Lawrence hafi fundist
mannfélagið mótað af Opinberun-
arbókinni og að fáir væru til að
halda fram kostum annarra leiða.
Dæmin sem hann tók í Apocalypse
voru fæst úr sögu kirkju eða trúar
heldur úr þeirri samfélagsmótun
sem hann upplifði; þeirri deiglu
sem kalla má upphaf nútímaríkis
eins og við þekkjum þau á Vestur-
löndum.
Okkur hefur verið kennd
goðsaga þessarar samfélagsmót-
unar; umbreyting samfélags mið-
alda í mannúðlegt velferðarríki
nútímans – hina nýju Jerúsalem.
Samkvæmt D.H. Lawrence er
þetta hins vegar ekki leið að
mannúð – heldur þvert á móti – og
kuldinn og einsemdin, mannfyrir-
litningin og grimmdin, depurðin
og lífsflóttinn sem við skynjum í
nútímasamfélögum Vesturlanda
eru merki þess. ■
8 21. september 2003 SUNNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Getur ríkisvaldið
borið mannúðina?
Að uppfæra sína Matadorpeninga
Smáa letrið
■
Það er almenn
skoðun í sam-
félaginu að rík-
inu beri að
koma þeim til
hjálpar sem lig-
gja meiddir í
vegkantinum –
Samverjinn hef-
ur þegar hjálp-
að þeim með
skattgreiðslum
sínum.
Sunnudagsbréf
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um mannúð í samfélaginu, hjá
ríkisvaldinu og einstaklingunum.