Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 13
13SUNNUDAGUR 21. september 2003
Landsbankinn eignaðist hlut
Eimskipafélagsins í sjálfu sér
að frumkvæði stjórnarfor-
mannsins Benedikts Jóhannes-
sonar. Bréfin eignaðist Eimskip
þegar lending náðist í kapp-
hlaupi Kolkrabbans og Kaup-
þings Búnaðarbanka um Skelj-
ung. Með réttu má því segja að
Kaupþing Búnaðarbanki hafi
rutt brautina fyrir Landsbank-
ann og Samson. Yfirráð yfir
hlutum Straums og Landsbank-
ans hefðu því tryggt yfirráð yfir
Eimskipafélaginu. Vandinn sem
stóð eftir var sá að pattstaða var
í Straumi. Meðan bankarnir
náðu ekki saman um Straum var
pattstaðan einnig í Eimskipafé-
laginu. Hugmyndin að lausninni
kom frá Straumi og forsvars-
menn Sjóvár-Almennra og Ís-
landsbanka komu hugmyndinni
á framfæri við Landsbankann
og Björgólf. Þremur sólahring-
um síðar voru aðilar búnir að ná
samningum um meginlínur á
skiptingu eigna. Steinhólar voru
vandræðabarn. Þar er í gildi
samningur við Kaupþing eftir
Skeljungsviðskiptin. Sá samn-
ingur er til áramóta og niður-
staðan var að taka Steinhóla út
fyrir sviga, þannig að hvor aðili
er með 25% í Steinhólum á móti
Kaupþingi. Stjórnarformaður
Eimskipafélagsins, Benedikt Jó-
hannesson, vildi að Eimskip
keypti Nesskip samhliða þess-
um gjörningum. Þeirri hugmynd
var hafnað. Þetta innlegg tafði
endanlegan frágang málsins.
Allir segjast hafa sigrað
Þegar upp er staðið er hvor
aðili um sig sannfærður um að
hafa unnið þetta kapphlaup. Ís-
landsbankamenn segjast hafa
stöðvað Björgólf á þeim víg-
stöðvum sem skiptu máli.
Landsbankamenn segjast hafa
tekið það út úr Kolkrabbanum
sem þeir ásældust. Íslandsbanki
hafi verið þiggjandi í málinu.
Frá sjónarhóli hluthafa sem
seldu frá sér Kolkrabbafyrir-
tækin hafa menn innleyst ágæt-
an hagnað á þessum hræringum
öllum. Sé litið á þetta frá hreinu
peninga- og viðskiptasjónarmiði
eru allir ánægðir með jólapakk-
ann sinn: „Einmitt það sem mig
langaði í!“ er setning dagsins.
Horfi menn hins vegar á mál-
ið frá sjónarmiði valda og áhrifa
hafa völdin flust frá fjölskyld-
unum sem réðu Eimskipafélag-
inu til Björgólfs og félaga.
Bræðurnir Einar og Benedikt
Sveinssynir fjárfesta með líf-
eyrissjóðunum í Íslandsbanka.
Hin hefðbundnu viðskiptavöld
hafa riðlast.
Glúrinn leikur
Yfirtaka Íslandsbanka á Sjó-
vá var frá sjónarhorni leikflétt-
unnar býsna glúrinn leikur. Ís-
landsbanki stækkar við þetta og
til að ná völdum í Sjóvá-Almenn-
um þarf fyrst að ná völdum í Ís-
landsbanka. Bankinn er í
dreifðri eign þar sem Lífeyris-
sjóður verslunarmanna er
stærsti hluthafinn. Samanlagt
verðmæti þessara tveggja fyrir-
tækja er um 73 milljarðar. Það
þarf því verulega mikla fjár-
muni til að ná ráðandi hlut í
bankanum. Frá sjónarhóli
rekstrar bankans eru hins vegar
efasemdaraddir. Reynslan af
sameiningu bankastarfsemi og
skaðatrygginga er ekki góð.
Margir eru því þeirrar skoðunar
að varnarbarátta hafi fremur
ráðið þessari ákvörðun en skýr
og fastmótuð framtíðarsýn um
rekstur félaganna. Bjarni Ár-
mannsson, forstjóri Íslands-
banka, og Einar Sveinsson, for-
stjóri Sjóvár-Almennra, segjast
sannfærðir um að sameiningin
verði hluthöfum til góða. Árang-
urinn velti á framkvæmdinni og
þeir vísa í reynslu beggja fyrir-
tækja í því að takast á við sam-
einingar.
Kaupþing Búnaðarbanki
gagnrýndi upplýsingagjöf Ís-
landsbanka í þessum viðskipt-
um. Mat greiningardeilda
Landsbankans og Kaupþings
Búnaðarbanka er að hluthafar
Sjóvár-Almennra séu að fá gott
verð fyrir bréf sín. Gengi Sjó-
vár-Almennra er 37 í þessum
viðskiptum en mat greiningar-
deilda er gengi um og undir 30.
Ekki eru allir sammála því mati,
því forsvarsmenn fjárfestingar-
félaganna Afls og Atorku, þeir
Margeir Pétursson og Þorsteinn
Vilhelmsson, telja verðmætið
meira og gagnrýna yfirtökuna.
Þeir hafa keypt fleiri bréf í Sjó-
vá-Almennum og eru komnir
með um 17% hlut. Þessi mót-
spyrna fellur í ágætan jarðveg
Landsbankamegin og má túlka
sem tákn þess að fleiri væringar
gætu verið í uppsiglingu á hluta-
bréfamarkaði.
Upphaf en ekki endir
Landsbankinn og Björgólfur
Guðmundsson leggja áherslu á
að niðurstaðan sem náðist í vik-
unni sé upphaf en ekki endalok.
„Við erum lifandi umbreyting-
arfélag, komum öllu í gang. Við
ætlum ekki að stjórna fyrir-
tækjum heldur sjá til þess að
hlutirnir gangi vel fyrir alla
hluthafa,“ segir Björgólfur Guð-
mundsson um þessi viðskipti.
„Við erum tilbúin að koma inn
þegar illa gengur. Þið getið bók-
að það að við ætlum ekki að vera
hér í útgerð og flutningastarf-
semi.“
Það eru fyrst og fremst at-
hafnir og áætlanir Björgólfs
sem hrintu þessari skriðu við-
skipta af stað. Hann neitar því
ekki að tilfinningar hafi verið í
spilinu í þessum viðskiptum og
telur slíkt eðlilegt í miklum um-
breytingum. Hann vill lítið gefa
út um framhaldið. „Það
skemmtilega við þetta er að það
opnast svo margir möguleikar
við þetta. Nú er bara að velja
þann rétta,“ segir Björgólfur.
Á sjó
Víst er um það að ýmsir
möguleikar opnast í kjölfar
þessara viðskipta. Eimskipafé-
lagið er í höndum Landsbankans
og yfirlýsingar Björgólfs eru á
þá lund að leysa upp eigna-
tengsl. Fjárfestingarhluti Eim-
skipafélagsins Burðaráss mun
án efa gegna sama hlutverki
fyrir Landsbankann í framtíð-
inni og Straumur fyrir Íslands-
banka. Þá stendur eftir skipafé-
lag og útgerðarhluti. Lands-
bankinn mun leita kaupenda að
þessum eignum. Tvennt er hægt
að gera við sjávarútvegsstoðina
Brim: setja hana á markað í
heilu lagi eða búta fyrirtækið í
sundur og selja einingarnar;
ÚA, Harald Böðvarsson og
Skagstrending. Talið er að ekki
væri erfitt að selja þessar ein-
ingar. Grandi vildi Harald Böðv-
arsson á sínum tíma og líklegt
að sá áhugi sé enn fyrir hendi.
Þorsteinn Vilhelmsson, sem
gagnrýnt hefur kaup Íslands-
banka í Sjóvá-Almennum, er
fyrrverandi eigandi Samherja
og með miklar fjárfestingar í
greininni. Margir telja að hann
hafi augastað á Skagstrendingi.
Samherji hafði á sínum tíma
áhuga á ÚA. Samherji þyrfti að
endurskipuleggja kvótann sinn
við slík kaup. Uppbygging fé-
lagsins í frystihúsi á Dalvík
kann einnig að benda til þess að
áhugi þess hafi minnkað. „Við
erum samfærðir um það að mik-
ill áhugi sé á útgerðarhlutanum
frá aðilum sem geta rekið
þetta,“ segir Björgólfur. „Við
erum ekki búin að ákveða neitt.“
Skipafélagið gæti reynst höf-
uðverkur. Afkoma í flutninga-
starfsemi hefur ekki verið góð.
Margir eru efins um að hægt sé
að ná miklu út úr þeim rekstri
nema með mikilli fyrirhöfn.
Björgólfur og Landsbankinn eru
hins vegar tilbúnir í þá vinnu.
Þar telja menn að hægt sé að
bæta reksturinn verulega.
Fyrsta skrefið er að setja nýja
stjórn yfir félagið til að stýra
öllum þeim breytingum sem
fram undan eru. Byrjað er að
velta upp nöfnum og einn þeirra
sem nefndir eru til stjórnarfor-
mennsku í Eimskipafélaginu er
Gunnlaugur Sævar Jónsson,
stjórnarformaður Trygginga-
miðstöðvarinnar. Einn angi
þessara breytinga er að skýrari
tengsl eru nú á milli þriggja
banka og þriggja tryggingafé-
laga. Íslandsbanki og Sjóvá-Al-
mennar, Kaupþing Búnaðar-
banki og VÍS og síðast Lands-
bankinn og Tryggingamiðstöðin.
Í lausu lofti
Flugleiðir eru áhugaverð
eign sem hafnaði hjá Straumi.
Straumur er fjárfestingarfélag
og hugsunarhátturinn þar er
svipaður og hjá Landsbanka-
mönnum: eignast í félögum,
gera á þeim breytingar sem
leiða til aukinna verðmæta og
selja þær síðan frá sér. Magnús
Þorsteinsson, viðskiptafélagi
Björgólfs og stærsti eigandi Atl-
anta, hafði ekki áhuga á Flug-
leiðum, að því er virðist og
Landsbankamenn fullyrða. Fyr-
ir fram var talið að Flugleiðir
væru eign sem Björgólfur og
Landsbankinn vildu fá. Ef
Magnús og Atlanta hafa ekki
áhuga á kaupum á Flugleiðum er
aðeins einn kaupandi að félag-
inu í augnablikinu svo vitað sé.
Það er Bónusfjölskyldan. Jón
Ásgeir Jóhannesson gerði
Burðarási tilboð í Flugleiðir fyr-
ir tveimur vikum á mun hærra
gengi en félagið fór á til
Straums. Samkvæmt heimildum
var boðið upp á gengið sex en
viðskiptin voru á genginu 5,35.
Jón Ásgeir og tengdir aðilar
eiga um 20% hlut í félaginu og
eru samkvæmt heimildum til-
búnir að kaupa á genginu 6,2.
Hann telur sjálfur að miklir
möguleikar séu á því að ná meiri
arðsemi út úr rekstri félagsins,
bæði með endurskipulagningu
og sölu eigna.
Straumur vill ekki útiloka
neitt varðandi framtíð Flugleiða.
Þar á bæ telja menn hins vegar
skynsamlegt að láta tíma líða
áður en frekari ákvarðanir verða
teknar. Þar á bæ eru menn þess
algjörlega fullvissir að þeir fái að
vinna að rekstri Straums á við-
skiptalegum forsendum. Ákvarð-
anir varðandi Flugleiðir verði
teknar þegar þar að kemur á for-
sendum arðsemi og viðskipta.
Bankar og lífeyrissjóðir
Eftir atburði vikunnar er
landslag viðskiptalífsins breytt.
Ýmsir hafa áhyggjur af því að
bankarnir séu farnir að ráða of
miklu um framvindu viðskipta-
lífsins. Þar skapist hætta á
hagsmunaárekstrum. Þar fyrir
sé sýn þess sem er í rekstri önn-
ur en sýn þess sem höndlar með
verðbréf og fjármálaþjónustu.
Hættan sé sú að slagsíða mynd-
ist í viðskiptalífinu þar sem fyr-
irtækjasjónarmiðið víki fyrir
verðbréfahugsun. Yfirlýsingar
bankanna benda til þess að
menn séu þar meðvitaðir um
þessa hættu. Þar ætli menn sér
að stýra umbreytingum en láta
öðrum eftir að reka fyrirtækin
til langs tíma.
Lífeyrissjóður verslunar-
manna er stærsti einstaki hlut-
hafinn í Íslandsbanka. Það vek-
ur hjá sumum spurningar um
hversu stórir lífeyrissjóðir eiga
að vera í einstökum fyrirtækj-
um. Þar, sem og annars staðar,
eru skiptar skoðanir. Þáttur Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins
vekur athygli í atburðarás lið-
inna vikna. Lífeyrissjóðurinn
keypti og seldi bréf í átökunum
og hagnaðist vel fyrir hönd um-
bjóðenda sinna.
Ljóst er af framvindu vikunn-
ar að Björgólfur Guðmundsson
er stærsta nafnið í íslensku við-
skiptalífi. Hann mun setja mark
sitt á þróun þess á komandi
misserum. Björgólfur nýtur
mikils meðbyrs. Yfir vötnum
svífur samviskubit yfir Haf-
skipsmálinu og menn fagna end-
urkomu hans. Aðrir hluthafar
sem tekið hafa þátt í fyrirtækj-
um Björgólfs hafa náð góðri
ávöxtun eigna sinna. Menn eru
því tilbúnir að spila með honum.
Þetta ásamt fjárhagslegum
styrk hans gefur honum færi á
að taka til hendinni á viðskipta-
vellinum svo um munar. Nýtt
landslag er orðið til í viðskipta-
lífinu. Nú er að sjá hvernig verð-
ur sáð og uppskorið á ökrunum.
haflidi@frettabladid.is
Það skemmtilega
við þetta er að það
opnast svo margir möguleik-
ar við þetta. Nú er bara að
velja þann rétta.
,,
BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON
Landbankinn og Björgólfur Guðmundsson leggja áherslu á að niðurstaðan sem náðist í
vikunni sé upphaf en ekki endalok „Við erum lifandi umbreytingarfélag, komum öllu í
gang. Við ætlum ekki að stjórna fyrirtækjum. Heldur sjá til þess að hlutirnir gangi vel fyrir
alla hluthafa,“ segir Björgólfur.