Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 16

Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 16
Erlendir starfsmenn við Kára-hnjúka eru þar í vinnu við illan aðbúnað og laun sem eru ekki boð- leg. Ertu undrandi á því að mál eins og þetta skuli koma upp í ís- lensku þjóðfélagi? „Já, það kemur mér á óvart, sérstaklega vegna þess sem á undan hefur gengið. Tökum sem dæmi Technoprom-málið. Þar unnu erlendir starfsmenn fyrir Landsvirkjun við illan aðbúnað og lág laun. Í þeirri baráttu mætti verkalýðshreyfingin litlum skiln- ingi og sat jafnvel undir skömm- um frá Páli Péturssyni, þáverandi félagsmálaráðherra. Maður hélt að þetta væri liðin tíð en nú þurf- um við fulltrúar verkalýðshreyf- ingarinnar að sitja undir hálf- gerðum skömmum frá fulltrúum Landsvirkjunar og stjórnvalda sem segja okkur vera að rífast yfir einu eða tveimur herbergjum í vinnubúðum. Það er ekki aðal- atriði þessa máls, við erum að deila um launakjör og aðbúnað, til dæmis í mötuneyti. Einnig erum við að vara við hættu á mengun. Á þessu svæði var vatni dælt upp úr mýrarflórum og flutt inn í mötu- neytið. Á sama tíma var göngu- hópum bannað að drekka vatn á þessu svæði nema sjóða það. Maður skilur ekki af hverju verkalýðshreyfingin þurfi að standa í svona hasar. Eftirlitsaðil- ar sem hafa stuðning ráðuneytis, ráðherra og lögreglu ættu að fylgjast með því að þarna væri allt í góðu lagi. Mér finnst vanta að stjórnvöld stígi fram á sjónar- sviðið og segi að þetta gangi ekki.“ Ef laun erlendra verkamanna hækka vegna þrýstings frá verka- lýðshreyfingunni verður kostnað- urinn við virkjunina meiri. Mun Impregilo sætta sig við það? „Ég tel að Impregilo ætli sér að draga þetta mál á langinn fram að kjarasamningum sem verða eftir áramót. Í þeim samningum mun verkalýðshreyfingin lemja það í gegn að lágmarkslaun verði færð að raunlaunum auk þeirra hækk- ana sem samið verður um. Sem mun þýða um 30-40% hækkun en það er ekki raunhækkun því það er einungis staðfesting á raun- launum. Þá geta fulltrúar Impreg- ilo skokkað niður í Landsvirkjun og sagt sem svo: „Við gerðum okk- ar tilboð á grundvelli þess sem í kjarasamningum stóð, það er 950 krónur á tímann fyrir rafvirkja, nú er búið að hækka kaupið upp í 1.300 kr. á tímann og við viljum fá mismuninn.“ Þetta er sá leikur sem þeir eru að leika núna. Maður heyrir jafnvel sagt: „Hvað eruð þið í verkalýðshreyfingunni að skipta ykkur af þessu? Þessir er- lendu menn eru bara ánægðir með að fá vinnu, ekki vill okkar fólk hana“. En málið snýst um að ís- lensk fyrirtæki fá ekki starfsfólk sitt þarna upp eftir á þessum kjör- um. Íslendingar fara frekar á at- vinnuleysisbætur en að fara upp á fjöll, fjarri heimili og fjölskyldum og fá fyrir það eitthvað rúmlega 100.000 á mánuði. Það voru 900 Ís- lendingar sem sóttu um störf við Kárahnjúka en þegar kom í ljós hvaða laun var verið að bjóða sögðu þeir nei takk. Þá sögðust Ítalarnir ekkert annað geta gert en að flytja inn erlent vinnuafl. Það var augljóslega tilgangurinn, það stóð aldrei til að ráða Íslend- inga, ástæðan blasir við í dag þeg- ar við sjáum á hvaða launum þetta erlenda fólk er.“ Eigum að ganga í Evrópu- sambandið Manni finnst að það sé ekki sami kraftur í verkalýðsbarátt- unni og áður. Þjóðfélagið hefur auðvitað breyst og sumir myndu segja að Íslendingar hefðu það bara gott. „Það verður ekki undan því vikist að meirihluti Íslendinga hefur það gott og mörg áberandi baráttuatriði eins og vinnutími og hvíld, veikindadagar, tryggingar og orlof eru í höfn. En það er samt sem áður fjöldi fólks sem hefur það ekki nægjanlega gott. Mein- semdin í íslensku þjóðfélagi er að velferðarkerfið hefur verið að láta undan og styður ekki með nægilega traustum hætti við bak- ið á þeim sem minna mega sín. Við höfum of lengi búið við frjáls- hyggjuna og það er verið að loka deildum og draga úr stoðkerfum fyrir okkar litlu systur og bræður. Ég vil ekki segja að hörðustu frjálshyggjumennirnir áliti að ef menn geti ekki staðið í fæturna þá megi þeir bara eiga sig – en það er næsti bær við. Við höfum byggt upp þjóðfélag þar sem við viljum að þeir sem minna mega sín njóti stuðnings. Þar finnst mér vanta slagkraft og vilja til þess að styrkja kerfið. For- stöðumönnum sjúkrastofnana er gert að búa við óraunhæfar fjár- hagsáætlanir byggðar á óskhyggju stjórnmálamanna og eru svo kjöl- dregnir fyrir að fara fram úr og deildum lokað og starfsfólk sent heim. Hvað varðar réttindi innan margra verkalýðsfélaga er staðan ekki slæm. Í mörgum verkalýðsfé- lögum eru félagsmenn tryggðir fullkomlega gagnvart langtíma- veikindum og skakkaföllum. Til dæmis eru félagsmenn okkar tryggðir með að minnsta kosti 80% laun í allt að eitt ár. Við höfum ver- ið að hækka daglaun og þurfum að ná enn lengra á því sviði og eins að venja fólk af því að það þurfi að vinna 60 tíma á viku, ef ég má orða það svo.“ Heldurðu að það yrði launa- fólki í hag ef Ísland gengi í Evr- ópusambandið? „Já. Á Íslandi leika bankar og fjármagnsstofnanir of mikið laus- um hala með ofboðslegum hagn- aði. Samt erum við að borga marg- falda vexti á við það sem þekkist annars staðar. Ef við förum inn í Evrópusambandið setjum við stjórnmálamenn okkar í þá stöðu að þeir verða að fara að vanda sig og geta ekki bara reddað hlutun- um frá degi til dags. Það sama gildir um bankakerfið. Besta launauppbót sem íslenskir launa- menn gætu fengið væri ef vextir væru lækkaðir úr 8 prósentum niður í 3-4 prósent eins og þekkist alls staðar annars staðar. Við hljótum að gera kröfu um að það verði gert. En úr því að stjórn- málamenn hafa ekki burði, getu eða vilja til að gera það er það okkar hlutverk að þrýsta á þessi mál, meðal annars með því að við förum inn í Evrópusambandið, og þá mun þetta gerast. Eða að minnsta kosti að stjórnmálamenn- irnir fari að nálgast það sem Evr- 16 21. september 2003 SUNNUDAGUR Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, ræðir um ástandið við Kárahnjúka, verkalýðsbaráttu, Evrópusambandið, norræna módelið og erfiðan tíma í starfi. Tel mig vera norrænan krata Það voru 900 Íslendingar sem sóttu um störf við Kára- hnjúka en þegar kom í ljós hvaða laun var verið að bjóða sögðu þeir nei takk. Þá sögðust Ítalarnir ekkert annað geta gert en að flytja inn erlent vinnuafl. Það var augljóslega tilgangurinn, það stóð aldrei til að ráða Íslend- inga, ástæðan blasir við í dag þegar við sjáum á hvaða launum þetta erlenda fólk er. ,, UM NORRÆNA MÓDELIÐ „Það er sama á hvaða ráðstefnu maður kemur úti í heimi, alls staðar er litið upp til norræna módelsins. Mér finnst skelfilegt að hlusta á íslenska menn sem gera lítið úr þessu samfé- lagi og hæðast jafnvel að því. Hvar í veröldinni er jafn mikill friður? Hvar í veröldinni býr fólk við sama öryggi og við búum við á Norðurlöndum? Hafa þessir menn aldrei farið til útlanda og séð hver munurinn er á norður-evrópsku samfélagi og öðrum samfélögum?“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.