Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 17
ópusambandið býður upp á enn
frekar.“
Rógur og dylgjur
Þú ert ekki óumdeildur maður
og fyrir einhverjum mánuðum var
lögð fram vantrauststillaga á þig á
fundi í Félagi íslenskra rafvirkja
og þú sakaður um að vera ábyrgur
fyrir skuldum og hafa gert samtök
rafiðnaðarmanna gjaldþrota.
„Það er vitanlega ljóst að mað-
ur sem setur fram skoðanir sínar
með ákveðnum hætti fær til baka
svör og það er vel. Þetta eru
starfshættir sem ég hef valið mér
og mínir félagsmenn eru ánægðir
með. Hvað varðar vantraustið var
sú tillaga byggð á misskilningi.
Það uppgötvaðist fyrir rúmu ári
síðan að framkvæmdastjóri
skóla, sem Rafiðnaðarsambandið
rekur í samstarfi við atvinnurek-
endur í rafiðnaði og starfar sem
sjálfstæð eining, hafði dregið sér
fé. Hann brást við með þeim
hætti að fá menn í lið með sér og
stilla upp Rafiðnaðarsambandinu
og starfsmönnum þess sem söku-
dólgi. Þessi hópur gekk mjög ötul-
lega fram í að bera út alls konar
órökstuddar dylgjur. Hann var
meðal annars, svo einkennilegt
sem það nú er, réttlættur með því
að við hefðum líka dregið okkur
fé hér í Rafiðnaðarsambandinu.
Þessar sögur tóku flug eins og
svo oft gerist í okkar samfélagi
og eitt dagblað tók sig til og birti
heilmikinn og rætinn greinar-
flokk sem byggði á þessum gögn-
um. Blaðið hafði ekki fyrir því að
bera eitt einasta atriði undir okk-
ur. Við höfðum samband við þá-
verandi ritstjóra og báðum þá að
fara varlega í þessu og bentum á
nokkur atriði sem voru algjörlega
tilhæfulaus. Því var svarað með
því að birta frétt um að við hefð-
um skoðað greinarnar og hefðum
engar athugasemdir gert. Lög-
menn okkar sögðu að hvort sem
okkur líkaði betur eða verr mætt-
um við ekki tjá okkur um málið
þar sem ýmis atriði þess væru
óljós og málið væri fyrir dómstól-
um. Ég neita því ekki að það var
erfitt að þurfa að sitja með hend-
ur í skauti og geta ekki borið
hendur fyrir höfuð sér. Þessi ein-
staklingur hafði með snilldarleg-
um hætti flækt bókhaldið, stofnað
undirdeildir og fært peninga
fram og til baka milli þeirra og
miklir fjármunir höfðu lent í hans
vasa. Við vísuðum öllu málinu til
endurskoðenda og lögmanna og
það tók þá langan tíma að greiða
úr þessu og finna hversu mikið
hann hafði í raun dregið sér. En
sem betur fer lifum við í réttar-
ríki þar sem ekki er hægt að bera
sakir á menn fyrr en ljóst er
hverjar þær eru.
Á fundi í Félagi íslenskra raf-
virkja var lögð fram vantrauststil-
laga á mig sem var byggð á grunni
frétta úr Dagblaðinu. Á þann fund
mættu hagfræðingar og endur-
skoðendur sem fóru ítarlega yfir
málið og þær ásakanir sem höfðu
verið bornar á mig. Niðurstaðan
var sú að ég fékk fullan stuðning.
Dómur í málinu féll síðastliðið vor.
Í dómnum kom fram að ásakanirn-
ar voru rangar. Þessi aumingjans
maður, sem lenti í þeim hremming-
um að villast á vösum, hefur örugg-
lega valdið fjölskyldu sinni miklum
sársauka. Hann hafði auk þess bor-
ið þungar sakir á fyrrverandi sam-
starfsmenn og vini. Hann var
dæmdur til að endurgreiða fjár-
munina. Mánuði síðar var haldið
þing Rafiðnaðarsambandsins. Þá
voru dómar fallnir og við gátum
talað opinskátt um málið, lagt fram
skýringar og sýnt fram á að það
sem DV hafði birt væri uppspuni
frá upphafi til enda. Ég fékk fullan
stuðning á þinginu og margir af
þeim sem höfðu trúað því sem sagt
var hafa komið til mín og beðist af-
sökunar á að hafa látið blekkjast.
Við höfum einnig fengið mikið hrós
fyrir að hafa haft þann styrkleika,
og Rafiðnaðarsambandið þá félags-
legu burði, að komast í gegnum
þetta og að standa uppi sterkari en
nokkurn tíma, þannig að það ríkir
fullkomin samstaða innan Rafiðn-
aðarsambandsins. En það verður
að segjast eins og er að ég var orð-
inn ansi þreyttur á tímabili, svo
ekki sé meira sagt.“
Eigum að vernda norræna
módelið
Einhvern tíma varstu kenndur
við Sjálfstæðisflokkinn. Hvar
stendurðu núna í pólitík?
„Ég kem úr gamalgróinni
sjálfstæðisfjölskyldu. Ég vil
halda því fram að sá Sjálfstæð-
isflokkur sem við fylgdum byg-
gði á norrænum kratisma. Ég tel
mig vera norrænan krata. Vinur
minn Árni Sigfússon fékk mig á
sínum tíma á lista sjálfstæðis-
manna í Reykjavík fyrir borgar-
stjórnarkosningar. Við vorum í
minnihluta eitt kjörtímabil en
ég dró mig síðan í hlé eftir það
kjörtímabil af því að ég vildi
einbeita mér að því að sinna
starfi mínu innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Ég var flokks-
bundinn sjálfstæðismaður þar
til fyrir nokkrum árum. Ég gat
ekki sætt mig við það þegar
menn eins og Pétur Blöndal,
Hannes Hólmsteinn og fleiri
tóku að setja fram sín frjáls-
hyggjusjónarmið og komu fram
eins og þeir væru málsvarar
sjálfstæðisfólks í landinu. Þetta
eru sjónarmið sem ég get ekki
látið bendla mig við og ég sagði
mig úr flokknum, þegjandi og
hljóðalaust, fyrir nokkrum
árum. Sjálfstæðisflokkurinn
verður að velja hvort hann er
öfgakenndur hægri flokkur eða
hægri miðjuflokkur. Flokkurinn
getur ekki borið á borð sjónar-
mið öfgakenndra hægri manna
milli kosninga og skipt svo um
hlutverk þegar að kosningum
kemur og eignað sér síðan
hægri krata og sagst vera að
tala fyrir hönd þeirra. Hann er
sannarlega ekki að gera það í
mörgum málaflokkum.“
Á verkalýðshreyfingin í eðli
sínu samleið með vinstri flokk-
um frekar en hægri?
„Íslensk verkalýðshreyfing
er eins og norrænt sósíalde-
mókratasamfélag. Það skiptir
ekki máli hvort það er Rúmeni
eða maður frá Reyðarfirði sem
er í vinnu, báðir eiga að njóta
sömu réttinda ef þeir vinna á Ís-
landi og fara eftir sömu leikregl-
um. Það er sama á hvaða ráð-
stefnu maður kemur úti í heimi,
alls staðar er litið upp til nor-
ræna módelsins. Mér finnst
skelfilegt að hlusta á íslenska
menn sem gera lítið úr þessu
samfélagi og hæðast jafnvel að
því. Hvar í veröldinni er jafn
mikill friður? Hvar í veröldinni
býr fólk við sama öryggi og við
búum við á Norðurlöndum? Hafa
þessir menn aldrei farið til
útlanda og séð hver munurinn er
á norður-evrópsku samfélagi og
öðrum samfélögum? Þetta er
samfélag sem forfeður okkar
byggðu markvisst upp alla síð-
ustu öld og við búum við árangur
þeirrar miklu vinnu. Mér finnst
að okkur beri nákvæmlega jafn
mikil skylda til að gæta þessa
samfélags og að vernda Gullfoss
og aðrar náttúruperlur.“
kolla@frettabladid.is
17SUNNUDAGUR 21. september 2003
Ég var flokksbundinn
sjálfstæðismaður þar
til fyrir nokkrum árum. Ég
gat ekki sætt mig við það
þegar menn eins og Pétur
Blöndal, Hannes Hólmsteinn
og fleiri tóku að setja fram
sín frjálshyggjusjónarmið og
komu fram eins og þeir
væru málsvarar sjálfstæðis-
fólks í landinu. Þetta eru
sjónarmið sem ég get ekki
látið bendla mig við og ég
sagði mig úr flokknum, þegj-
andi og hljóðalaust, fyrir
nokkrum árum.
,,
GUÐMUNDUR GUNNARSSON
„Á Íslandi leika bankar og fjármagnsstofnanir of mikið lausum hala með ofboðslegum hagnaði. Samt erum við að borga margfalda vexti
á við það sem þekkist annars staðar. Ef við förum inn í Evrópusambandið setjum við stjórnmálamenn okkar í þá stöðu að þeir verða að
fara að vanda sig og geta ekki bara reddað hlutunum frá degi til dags.“