Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 19
SUNNUDAGUR 21. september 2003
Margrét Rós Gunnarsdóttir eltir góða veðrið:
Mögnuð upp-
lifun á Jamaíka
Maðurinn er...
Maðurinn sem spurt var um áblaðsíðu 15 er Jakob Frí-
mann Magnússon. Jakob hefur
komið víða við og er sem kunnugt
er foringi hljómsveitar allra
landsmanna, Stuðmanna, sem ný-
lega kom heim úr mikilli frægð-
arför til Danmerkur. Þar rættist
gamall draumur okkar allra að
leggja Tívólí að fótum vorum. ■
Jakob Frímann
Magnússon
JAMAÍKA
Er rómantísk ferðamannaparadís þó hún eigi sínar skuggahliðar en fátæktin þar er mikil
og himinn og haf skilja á milli þeirra sem hafa minnst milli handanna og þeirra efnameiri.
Nafn eyjunnar á rætur að rekja til indíánamáls og þýðir „vel vökvaður“. Kristófer Kól-
umbus fann eyjuna árið 1494 og Spánverjar tóku að setjast þar að fljótlega eftir aldamót-
in 1500. Borgin Santiago de la Vega var lengi höfuðborg eyjunnar en hún gengur nú und-
ir nafninu Spanish Town.
Næsta stopp
Það eru svo margir staðir semmig langar að fara á en það má
segja að mig hafi alltaf langað að
fara eitthvert þar sem það er gott
veður og þá eru það einhverjar
girnilegar eyjar sem heilla mig
mest. Eyjar í Karíbahafi, Fídjíeyj-
ar og allt svoleiðis, það finnst mér
allt vera alger draumur. Mér
finnst ekki gott að vera í kuldan-
um, ég vil bara vera í góða veðr-
inu,“ segir Margrét Rós Gunnars-
dóttir hjá Forever Entertainment.
„Ég á svo aftur á móti líka eft-
ir að ferðast almennilega um Evr-
ópu og þó maður hafi komið á
ýmsa staði er alltaf nóg eftir og
mig hefur alltaf dreymt að keyra
um Evrópu. Það er endalaust af
fallegum stöðum í álfunni, sér-
staklega í Suður-Evrópu.“
Margrét Rós nefnir Jamaíka
einnig sem eftirsóknarverðan við-
komustað en þangað fór hún á sín-
um tíma í útskriftarferð og dvaldi
þar í hálfan mánuð. „Jamaíka er
alveg upplifun út af fyrir sig. Það
er ekta staður sem maður ætti að
fara til í brúðkaupsferðinni sinni.
Hún er ótrúlega falleg og róman-
tísk. Það er ótrúlega magnað að
sjá hvernig fólk lifir á þessum
stöðum. Öfgarnar á milli fátæktar
og ríkidæmis eru ótrúlegar og fá-
tæktin er svo rosaleg að maður
trúir því varla. Maður hefur gott
af því að upplifa svona gersam-
lega allt aðra veröld. Svo langar
mig líka að fara til Kúbu. Hún er
einn af þessum spennandi stöðum
sem mann langar að sjá. Ég hafði
tækifæri til þess að skreppa til
Kúbu þegar ég var á Jamaíka en
greip það ekki. Mann langar til
þess að sjá þetta allt saman, stöð-
una eins og hún er þarna í dag,
Kastrópakkann allan og allt það.
Það er bara spurning hvort maður
nái því.“ ■
MARGRÉT RÓS GUNNARSDÓTTIR
„Jamaíka er alveg upplifun út af fyrir sig.
Það er ekta staður sem maður ætti að fara
til í brúðkaupsferðinni sinni. Hún er ótrú-
lega falleg og rómantísk. Það er ótrúlega
magnað að sjá hvernig fólk lifir á þessum
stöðum.“