Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 20
20 21. september 2003 SUNNUDAGUR
Kenningar
um Palme-
morðið
Sú staðreynd að morðingiOlof Palme er ekki enn
fundinn hefur gefið ýmsum
samsæriskenningum byr
undir báða vængi. Margar
þeirra snúast um að CIA,
leyniþjónusta Bandaríkj-
anna, hafi verið viðriðin
málið. Í einni útgáfunni á
hún að hafa leitað til Chile.
Samkvæmt þeirri kenningu
réði CIA tvo chileska leigu-
morðingja til verksins,
Michael Townley og Roberto
Thieme. Blóði drifin herfor-
ingjaklíkan í Chile hafði
horn í síðu Palmes og hefði
samkvæmt því verið fús að
hjálpa vinum sínum í CIA
við verkið. Michael Townley
var í Bandaríkjunum þegar
morðið var framið að sögn
vitna, en Roberto Thieme
var hins vegar staddur í
Svíþjóð. Báðir voru þeir
Townley og Thieme félagar í
fasistahreyfingunni Patria y
Libertad, fósturjörð og
frelsi.
Deildar meiningar eru
um hvort Roberto Thieme
hafi sjálfur skotið Palme eða
fengið til þess annan aðila,
ef til vill Christer Petters-
son, en þó sennilega fremur
mann sem handtekinn var
vegna morðsins. Það var 32
ára gamall maður, sænskur
smákrimmi, sem fluttist til
Bandaríkjanna um leið og
hann var látinn laus. Þar var
hann myrtur skömmu síðar
af lögreglumanni, sem sagt
var að hefði grandað Svían-
um í afbrýðisemikasti.
Grunur beinist að
George Bush
Þeir sem vilja kenna CIA
um Palme-morðið vekja at-
hygli á því að George Bush
eldri gekk til liðs við CIA
snemma á sjötta áratug síð-
ustu aldar. Hann var einn af
skipuleggjendum hinnar
mislukkuðu Svínaflóa-inn-
rásar, þegar CIA hugðist
steypa Castro af stóli. Palme
var einn af fáum þjóðarleið-
togum á Vesturlöndum sem
hikuðu hvergi í stuðningi
sínum við Castro, hvað svo
sem Bandaríkjastjórn fannst
um þann stuðning. Árið 1976
varð George Bush yfirmaður
CIA, sem í hans stjórnartíð
átti hlut að ýmsum málum
sem ekki þoldu dagsins ljós.
Þar á meðal telja margir að
kenningin um „war for prof-
it“, stríð í gróðaskyni, sé frá
honum komin, en samkvæmt
henni þótti ekkert athuga-
vert að Bandaríkin högnuð-
ust á því að selja báðum
styrjaldaraðilum vopn þegar
Íran og Írak áttust við.
Sömuleiðis átti sér stað
vopnasala til hinna and-
kommúnísku Contra-skæru-
liða í Níkaragva.
Allar þessar grunsemdir
fengu byr undir báða vængi
þegar fyrrverandi CIA-mað-
ur að nafni Gen „Chip“ Tat-
um tók upp á því að leysa frá
skjóðunni um þær aðgerðir
sem hann vissi að CIA hefði
tekið þátt í. Samkvæmt Tat-
um var það hinn 32 ára
gamli Svíi sem fyrr er getið
sem var fenginn til að
hleypa af skotinu sem ban-
aði Palme. Það þykir einnig
grunsamlegt að þessi Svíi
skuli hafa fengið vegabréfs-
áritun til Bandaríkjanna eft-
ir að hann var látinn laus úr
haldi sænsku lögreglunnar,
en hann var þekktur of-
stopamaður, hægrisinnaður
öfgamaður með ýmsar rang-
hugmyndir, og fór síðan pen-
ingalaus til Bandaríkjanna
þar sem honum var tekið
opnum örmum. ■
Eins og Íslendingar eru Svíarhreyknir af því að höfuðstað-
ur landsins sé friðsæl borg þar
sem venjulegt fólk og jafnvel
þjóðþekktar persónur geti farið
allra sinna ferða án lífvarða og
án þess að hafa áhyggjur af að
verða fyrir aðkasti eða óþægind-
um.
Fyrir um það bil aldarfjórð-
ungi var Karl Gústaf Svíakon-
ungur úti að viðra hundinn sinn á
gamlárskvöld og gekk þá fram á
drykkjukonu sem hafði sofnað í
snjóskafli og var að því komin að
krókna. Konungurinn, sem var
einn á kvöldgöngu með hundinn
sinn, bjargaði lífi þessarar mann-
eskju og engum þótti tiltökumál
þótt þjóðhöfðinginn hefði verið
að spóka sig úti á gamlárskvöld
án lífvarða, enda voru þá liðin
nær 200 ár síðan konungurinn
Gústaf III var myrtur á grímu-
dansleik í Stokkhólmi af ofstæk-
isfullum og óánægðum aðals-
manni.
Fáum árum síðar vöknuðu þó
efasemdir um að frægum persón-
um væri óhætt að fara ferða
sinna um borgina að kvöldlagi.
Það var í lok febrúar 1986 þegar
Olof Palme forsætisráðherra var
skotinn til bana þegar hann var á
heimleið með konu sinni Lisbeth
eftir að þau hjónin höfðu brugðið
sér í bíó nálægt miðbænum með
syni sínum og unnustu hans.
Og núna, nær tveimur áratug-
um eftir Palme-morðið, var Anna
Lindh utanríkisráðherra stungin
til bana um hábjartan dag í
Stokkhólmi. Hún hafði farið
snemma úr vinnunni í utanríkis-
ráðuneytinu í búðir með vinkonu
sinni í miðborginni.
Eitt ódæðisverkið enn í hinni
friðsælu borg hefur vakið menn
til umhugsunar um hversu friður-
inn er dýrmætur og brothættur.
thrainn@frettabladid.is
Gústaf III, konungur Svíþjóðar,var staddur á grímudansleik í
Óperuhúsinu í Stokkhólmi 16.
mars árið 1792 skömmu eftir mið-
nætti þegar grímuklæddur maður
vék sér að honum og skaut hann í
bakið. Konungurinn kastaði sér til
hliðar og hrópaði á frönsku: „Ah!
Je suis blessé. Ó, ég er særður.“
Grímumaðurinn lét sig hverfa í
mannþröngina og hrópaði: „Eldur
laus.“ En síðar kom í ljós að það
var leyniorð samsærismanna og
þýddi að konungurinn hefði verið
veginn; einnig var ætlunin að
skapa ótta við eldsvoða meðal
gesta þannig að samsærismenn
gætu horfið út í náttmyrkrið.
Snarráður lögreglustjóri
Lögreglustjóri ríkisins, Liljen-
sparre, sem staddur var á grímu-
dansleiknum, gaf þegar í stað fyr-
irmæli um að loka öllum dyrum
og útgönguleiðum. Síðan fyrir-
skipaði hann öllum viðstöddum að
taka niður grímurnar og nöfn
þeirra voru skráð.
Konungurinn var borinn upp til
herbergja sinna í Óperuhúsinu og
læknar voru kvaddir til. Hann var
illa særður. Skotið hafði hæft
hann í bakið, vinstra megin.
Í danssölum hússins var síðan
gerð vopnaleit. Tvær skammbyss-
ur fundust og hafði nýlega verið
skotið úr annarri þeirra. Einnig
fannst nýbrýndur eldhúshnífur.
Þegar gestir höfðu látið skrá nöfn
sín var þeim leyft að fara.
Við eftirgrennslan kom í ljós
að byssurnar sem fundist höfðu
tilheyrðu fyrrverandi höfuðs-
manni í hernum sem hét Jakob Jo-
han Anckarström. Lögreglumenn
handtóku hann í rauða bítið um
morguninn. Anckarström kannað-
ist við að eiga vopnin og viður-
kenndi strax við fyrstu yfir-
heyrslu að hafa hleypt af skotinu.
Blóðeitrun
Gústaf III lifði í 13 daga eftir
tilræðið. Hann lá á sjúkrabeði í
Stokkhólmshöll og sinnti stjórn-
unarstörfum. Hann var virðuleg-
ur, mildur og fullur fyrirgefning-
ar, þrátt fyrir miklar þjáningar.
Skotið sem hæfði hann hafði ekki
verið venjuleg byssukúla heldur
hafði morðvopnið verið hlaðið
ruslaskoti, járnbútum og ryðnögl-
um sem læknar gátu ekki fjarlægt
úr líkama konungs. Hann fékk
mikla hitasótt og til að kæla kon-
unginn voru gluggar á herbergi
hans hafðir galopnir svo að ískalt
var inni. Það hljóp illt í sárið,
megn ódaunn gaus upp, og kon-
ungurinn þjáðist meira og meira,
en hann sagði aldrei æðruorð. Það
var blóðeitrun sem dró hann til
dauða, og 29. mars 1792 lést Gúst-
af III. Hann var 46 ára gamall.
Samsæri
Liljensparre lögreglustjóri var
sannfærður um að um samsæri
hefði verið að ræða. Við yfir-
heyrslur kom smátt og smátt í ljós
að hann hafði rétt fyrir sér. Um 40
manns voru handteknir, 14 voru
ákærðir og margir þeirra voru
dæmdir til dauða. Allir nema
sjálfur morðinginn, Anckarström,
voru síðar náðaðir. Anckarström
var dæmdur til að þola húðlát og
missa hægri hönd sína og höfuð.
Hann var líflátinn 27. apríl 1793
og höfuð hans og hönd voru sett á
stjaka við Skanstull-hliðið í Stokk-
hólmi.
Liljensparre lögreglustjóri
þótti sýna mikið snarræði við
rannsókn þessa hörmulega tilræð-
is; hann hafði síðan alla þræði
rannsóknarinnar í sínum höndum
og þykir rannsókn hans enn þann
dag í dag hafa verið dæmi um fyr-
irmyndarviðbrögð hjá lögregluyf-
irvaldi.
Örlaganótt
Örlaganóttin hófst þegar Gúst-
af III kom í Óperuhúsið í Stokk-
hólmi klukkan 8 um kvöldið,
horfði á franska kómedíu, og
snæddi síðan náttverð með
nokkrum aðalsmönnum í her-
bergjum sínum, áður en þeir
mættu á grímudansleikinn.
Meðan þeir sátu undir borðum
barst konunginum nafnlaust bréf.
Bréfið var á frönsku og enginn
hafði undirritað það. Í því stóð að
margir hefðu það í hyggju að
vinna konunginum mein ef hann
mætti á grímudansleikinn. Að
loknum náttverðinum sýndi kon-
ungurinn hirðmanni sínum, Essen
baróni, bréfið. Essen bað konung-
inn um að taka þessa viðvörun al-
varlega. Konungurinn daufheyrð-
ist við þeirri málaleitan. Milli
klukkan 11 og 12 um kvöldið sat
hann grímulaus í stúku sinni og
horfði yfir danssalinn. Enginn
gerði sig líklegan til að vinna hon-
um mein, og það varð úr að kon-
ungurinn hélt til herbergja sinna
og fór í búning sinn og setti upp
grímu. Síðan fór hann á dansleik-
inn.
Endurómur frönsku stjórn-
arbyltingarinnar
Eftir að hafa gengið um meðal
gesta í fylgd með Essen fóru þeir
fram í anddyrið um stund. Þegar
þeir komu inn í danssalinn á ný
sló hópur manna með svartar
grímur hring um konunginn. Einn
hinna svartbúnu grímumanna sló
konunginn kumpánlega á öxlina
og sagði á frönsku: „Góðan dag,
fagra gríma.“ Í sömu andrá
smeygði Anckarström sér aftan
að konunginum og skaut hann í
bakið.
Þeir aðalsmenn sem að samsær-
inu stóðu sáu í Gústafi III ímynd
einræðis og einveldis sem þeim
þótti illa samræmast nýtískuhug-
myndum um aðra stjórnarhætti –
hugmyndum sem voru innblásnar
af óljósum fréttum um stjórnar-
byltinguna í Frakklandi. ■
Morðið á Önnu Lindh,
utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, er ekki eina
morðið á fyrirmönnum í
Svíþjóð sem framið
hefur verið. Enn á ný eru
Svíar áminntir um að
friðurinn er dýrmætur
og brothættur.
Morð í Stokkhólmi
GÚSTAF III SVÍAKONUNGUR
Myrtur af samsærismönnum á
grímudansleik árið 1792.
Samsærismennirnir voru sagðir undir
áhrifum frá frönsku byltingunni.
16. mars 1792
Gústaf III myrtur á grímudansleik
KONUNGSMORÐINGINN
Jakob Johan Anckarström á leið á
aftökustað. Höfuð hans og hönd voru sett
á stjaka við Skanstull-hliðið í Stokkhólmi.
Skotið sem hæfði
hann hafði ekki ver-
ið venjuleg byssukúla heldur
hafði morðvopnið verið
hlaðið ruslaskoti, járnbútum
og ryðnöglum sem læknar
gátu ekki fjarlægt úr líkama
konungs.
,,
M
YN
D
/A
P