Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 21
21SUNNUDAGUR 21. september 2003
Að kvöldi dags 28. febrúar 1986yfirgáfu Olof Palme, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, og eiginkona
hans Lisbeth Palme íbúð sína við
Vesterlånggatan í Gamla stan í
Stokkhólmi. Þau voru á leiðinni í
kvikmyndahúsið Grand við Svea-
veginn og höfðu mælt sér mót við
son sinn Mårten og unnustu hans.
Þau tóku neðanjarðarlest frá
Gamla stan að Rådmansgatan.
Kvikmyndasýningin hófst klukkan
21.15 og lauk milli 23.05 og 23.10.
Þegar Palme-hjónin komu út úr
kvikmyndahúsinu kvöddu þau son-
inn og unnustu hans og síðan gengu
þau eftir Sveavegi til suðurs, fór
yfir götuna og héldu áfram í áttina
að gatnamótunum við Tunnelgötu
(sem nú heitir Olof Palmes gata) en
Tunnelgatan var göngugata. Þegar
þau komu að gatnamótunum var
klukkan um 23.21. Á götuhorninu
var verslunin Dekorima.
Þegar Olof Palme og Lisbeth
Palme gengu framhjá Dekorima og
að gatnamótunum steig fram mað-
ur og hleypti af tveimur skotum úr
Magnum-skammbyssu af gerðinni
Smith & Wesson, hlaupvídd .357.
Annað skotið hitti Olof Palme og
varð honum að bana. Hitt skotið
særði Lisbeth Palme.
Skotmaðurinn hljóp síðan burt í
austurátt eftir Tunnelgötu og upp
tröppurnar að Malmskillnadsgatan.
Frétt Sænska útvarpsins
Þeir sem voru að hlusta á
Sænska ríkisútvarpið aðfaranótt
1. mars 1986 gleyma því seint þeg-
ar dregið var niður í tónlistarút-
sendingu og þulur tók til máls:
„Þið eruð að hlusta á næturútvarp
Sænska ríkisútvarpsins. Klukkan
er tíu mínútur yfir eitt og við höf-
um... við gerum nú hlé á útsend-
ingunni. Hér kemur fréttaútsend-
ing frá fréttastofunni.“ Frétta-
stefið er leikið og alvöruþungur
fréttaþulur tekur til máls: „For-
sætisráðherra Svíþjóðar, Olof
Palme, er látinn. Hann var skotinn
í kvöld í miðborg Stokkhólms.
Olof Palme var skotinn við gatna-
mót Tunnelgötu og Sveavegar og
hann lést síðan á Sabbatsbergs-
sjúkrahúsinu. Ríkisstjórnin hefur
fengið fregnir af atburðinum.
Kjell-Olof Feldt fjármálaráðherra
og Ingvar Carlsson aðstoðarfor-
sætisráðherra hefur verið til-
kynnt um atburðinn og þeir stað-
festa báðir að Olof Palme er lát-
inn...“
Morðinginn ófundinn
Morðið á Olof Palme hefur
aldrei verið upplýst. Enginn veit
hver eða hverjir stóðu að ódæðis-
verkinu. Smáglæpamaður að
nafni Christer Pettersson var
handtekinn og ákærður fyrir
morðið. Hann er „góðkunningi
lögreglunnar“, þekktur smá-
glæpamaður, eiturlyfjafíkill og
drykkjusjúklingur. Undirréttur í
Svíþjóð sakfelldi Christer Pett-
ersson fyrir morðið, en hann var
síðan sýknaður á æðra dómsstigi
sem komst að þeirri niðurstöðu að
vitnisburður Lisbeth Palme væri
ekki nægilega áreiðanlegur. Lis-
beth Palme hélt því fram að hún
hefði séð Christer Pettersson þeg-
ar hann hleypti af skotunum, en
rétturinn taldi vitnisburð hennar
ekki marktækan.
Lögreglurannsókn í molum
Sagan af hinni misheppnuðu
lögreglurannsókn eftir morðið er
orðin löng og flókin. Menn hafa
bent á ótal mistök sem lögreglan
gerði við rannsókn málsins, og
sumir hafa sett fram ýmsar sam-
særiskenningar, meðal annars þá
kenningu að morðingja Palme
hafi verið að finna innan sænsku
lögreglunnar. Aldrei hefur þó tek-
ist að setja fram neina sérstaka
ástæðu sem lögreglumenn hefðu
átt að hafa til að myrða forsætis-
ráðherrann. Ein kenningin snýst
um að hægri öfgamenn í lögregl-
unni hafi staðið á bak við morðið.
Margar samsæriskenningar
Fjöldamargar samsæriskenn-
ingar hafa verið settar fram. Bent
hefur verið á að Palme var mjög
umdeildur maður og átti marga
óvini. Ein kenningin fjallar um að
leyniþjónusta apartheid-stjórnar-
innar í Suður-Afríku hafi myrt
Palme. Maður að nafni Eugene de
Kock, sem áður var yfir dauða-
sveitum Suður-Afríku, bar það
fyrir rétti að Olof Palme hefði ver-
ið drepinn vegna stuðnings hans
við ANC, Afríska þjóðarráðið, og
Nelson Mandela. Morðið hefði
verið skipulagt af suður-afrísku
leyniþjónustunni og gengið undir
dulnefninu „Operation Long-
reach“, og launmorðinginn Craig
Williamson hefði unnið verkið.
CIA og vopnasala til Íran
Olof Palme átti fleiri óvini en
hvítu stjórnina í Suður-Afríku.
Skömmu áður en hann var ráðinn
af dögum hafði hann talað um þá
fyrirætlan sína að gera uppskátt
um vopnasölu til Íran og sam-
skipti sænska vopnaframleiðand-
ans Bofors og bandarískra aðila.
Vopnasala Bandaríkjanna til Íran
átti síðar eftir að verða meirihátt-
ar hneyksli sem skók ríkisstjórn
landsins, en margverðlaunaður
ofursti í hernum, Oliver North,
tók á sig alla sök í því máli og
stjórnin slapp með skrekkinn.
Olof Palme hugðist taka upp
vopnasölumálin á þingi Samein-
uðu þjóðanna. Forseti Bandaríkj-
anna á þessum tíma var Ronald
Reagan, en varaforseti hans, sem
vann náið með CIA hét George
Herbert Walker Bush. Hann varð
síðan forseti Bandaríkjanna árið
1988. Samsæriskenningin um CIA
gengur einfaldlega út á að CIA,
með samþykki eða að frumkvæði
George Bush, hafi staðið á bak við
Palme-morðið til að koma í veg
fyrir óþægilegar uppljóstranir
um vopnasölu Bandaríkjanna.
William Colby var þá yfirmaður
CIA og var talinn vera strengja-
brúða þeirra Bush og Reagans.
Engin lausn
Því lengri tími sem líður frá
morðinu á Olof Palme verður
ólíklegra að sannleikurinn sjái
nokkru sinni dagsins ljós. Ef til
vill var Christer Pettersson
morðinginn. Ef til vill skaut
hann Olof Palme í misgripum
fyrir annan mann sem hann átti
sökótt við. Ef til vill var hann
fenginn til verksins. Ef til vill
tók hann þetta upp hjá sjálfum
sér. Ef til vill var annar maður
að verki. Ef til vill var um sam-
særi að ræða.
Eftir að Pettersson var látinn
laus úr haldi og sýknaður af
morðinu mun hann hafa játað á
sig morðið við fleiri en eitt tæki-
færi. Þar á meðal lét hann sænsk-
um blaðamanni í té skriflega
játningu. Sú játning hefur í sjálfu
sér ekkert gildi því að engum
dettur lengur í hug að trúa orði
sem Pettersson segir um athafnir
sínar kvöldið 28. febrúar 1986. ■
10. september 2003
Anna Lindh stungin til bana
FRÁ STOKKHÓLMI
Göran Persson, forsætisráðherra Svía, við
þinghúsið í Stokkhólmi, þar sem þeir sem
vildu minnast Önnu Lindh höfðu skilið
eftir blóm og kransa.
Forsætisráðherra
Svíþjóðar, Olof
Palme, er látinn. Hann var
skotinn í kvöld í miðborg
Stokkhólms. Olof Palme var
skotinn við gatnamót Tunn-
elgötu og Sveavegar og hann
lést síðan á Sabbatsbergs-
sjúkrahúsinu. Ríkisstjórnin
hefur fengið fregnir af
atburðinum.
,,
VETTVANGUR MORÐS
Á þessum stað þann 28. febrúar 1986 var Olof Palme myrtur.
Ódæðismaðurinn er enn ófundinn.
28. febrúar 1986
Olof Palme skotinn
Klukkan 15.45 miðvikudaginn10. september 2003 gekk
Anna Lindh, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, ásamt vinkonu sinni út
úr húsakynnum sænska utanríkis-
ráðuneytisins. Þeim fylgdi enginn
lífvörður því að öryggislögreglan
taldi ekki að nein hætta steðjaði
að utanríkisráðherranum.
Verslunin Filippa K í NK
Vinkonurnar gengu inn um
syðri inngang að Gallerian-versl-
unarmiðstöðinni, gengu gegnum
hana og komu við í versluninni
Jackpot og gerðu þar innkaup.
Síðan héldu þær áfram og fóru út
úr Gallerian um aðalinnganginn
og gengu út á Hamngatan, og fóru
inn í vöruhúsið NK þar sem þær
fóru í fyrsta rúllustiga upp á loft í
verslunina Filippa K, klukkan
rúmlega 16.
Árásin
Í fataversluninni Filippa K
birtist allt í einu maður. Hann
hrakti Önnu Lindh á undan sér
nokkur skref, þvingaði hana síðan
niður á gólfið og stakk hana með
hnífi í líkamann, brjóst og hand-
leggi. Síðan flúði maðurinn niður
rúllustigann í áttina að sama inn-
gangi og Anna Lindh og vinkona
hennar höfðu komið inn um. Þar
lýkur framburði vitna að því er
sænska lögreglan sagði fjölmiðl-
um sólarhring síðar.
Karólínska sjúkrahúsið
Lögregla og sjúkrabíll voru
komin á vettvang innan 10 mín-
útna. Ekið var með Önnu Lindh á
Karólínska sjúkrahúsið og þangað
kom hún klukkan 16.39. Þá var ut-
anríkisráðherrann enn við með-
vitund. Tekið var til við að gera að
sárum hennar klukkan 17. Við að-
gerðina kom í ljós að hún hafði
hlotið mikil sár innvortis. Henni
var gefið blóð og læknar lögðu sig
fram við að bjarga lífi hennar og
Anna Lindh var á skurðarborðinu
langt fram eftir nóttu. Klukkan 4
að morgni hins 11. september
töldu menn að tekist hefði að
stöðva hinar innri blæðingar, en
klukkan 4.30 um morguninn brá
til hins verra. Lungun störfuðu
ekki lengur og líðan hennar hrak-
aði.
Klukkan 5.29 að morgni
fimmtudagsins 11. september
andaðist Anna Lindh, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar.
Göran Persson forsætisráð-
herra tilkynnti þjóðinni um andlát
hennar klukkan 9.20 um morgunin
og las þá upp tilkynningu frá rík-
isstjórninni.
Eftirlýstur maður handtekinn
Klukkan 21.07 að kvöldi 16. sept-
ember handtók sænska lögreglan
mann sem er grunaður um verknað-
inn. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi
í Kronobergsfangelsinu. Faðir
mannsins og fleiri ættingjar báru
kennsl á manninn og vísuðu lögregl-
unni á hann eftir að fjölmiðlar höfðu
birt myndir úr eftirlitsmyndavélum
í NK-verslunarmiðstöðinni af hin-
um grunaða. Maðurinn er 35 ára
gamall og hefur langa sakaskrá
vegna ofbeldisverka og þjófnaða.
Hann er sagður hrifinn af nýnas-
isma, er þekkt fótboltabulla, og hef-
ur sjálfur lýst því yfir að hann sé
„psýkópat“, eða geðvillingur. ■
FÓRNARLAMBIÐ
Lögregla og sjúkrabíll voru komin á vettvang innan 10 mínútna. Ekið var með Önnu Lindh á Karólínska sjúkrahúsið og þangað kom hún
klukkan 16.39. Þá var utanríkisráðherrann enn við meðvitund.
Í fataversluninni
Filippa K birtist allt í
einu maður. Hann hrakti
Önnu Lindh á undan sér
nokkur skref, þvingaði hana
síðan niður á gólfið og stakk
hana með hnífi í líkamann,
brjóst og handleggi.
,,