Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 22
Þetta skiptir gríðarlega miklumáli fyrir félagið en það renn-
ur hellingur af peningum til okk-
ar ef það er tippað í gegnum tölv-
una á skrifstofunni okkar,“ segir
Gestur Halldórsson, sem heldur
utan um Tippstofu Sindra sem er
orðin býsna drjúg tekjulind fyrir
knattspyrnudeild Sindra á
Hornafirði.
„Við erum búnir að vera að í
rúmt ár og það hefur orðið alger
viðsnúningur á tekjum knatt-
spyrnudeildarinnar af getraunum
á þeim tíma. Það er stöðug traffík
hjá okkur og maður sér ekki eftir
þessum klukkutímum sem fara í
þetta í hverri viku,“ segir Gestur
og leggur ofurkapp á að sem flest-
ir komi og tippi hjá Sindra.
Gestur þykir sjálfur getspakur
mjög og hann á það til að hagnast
á tippinu. „Það kemur alltaf eitt-
hvað í vasann og þannig var ég til
dæmis heppinn í fyrra og vann
rúma milljón.“
Gestur segir að menn liggi
vissulega yfir stöðu leikja, getu
liða og öðru þess háttar en þeir
þurfi þó á smá heppni að halda
þar sem það er ekkert gefið í bolt-
anum, frekar en öðru. „Við erum
alltaf með fjölmiðlaspárnar uppi
við á skrifstofunni og leyfum
mönnum að sjá hvað spekingarnir
eru að spá og hverjar prósentulík-
urnar eru svo þeir séu ekki að
gera þetta alveg út í bláinn.“ ■
Ætli það megi ekki segja að égsé búin að hafa þetta að aðal-
starfi í 18 ár,“ segir Sirrý spá-
kona, sem hefur haft meira en nóg
að gera öll þessi ár og hefur lítið
þurft að auglýsa sig eða vekja á
sér athygli. „Þetta spurðist bara
út. Ég byrjaði að spá þegar ég var
í kringum tvítugt. Þá fór ég að
kíkja í bolla fyrir vinkonur mínar
svona upp á grín en spádómarnir
fóru að rætast og þá byrjaði þetta
að rúlla. Fólk var allt í einu farið
að banka upp á hjá mér og spyrja
hvort hér byggi spákona en ég
kannaðist ekkert við það.“
Sirrý segir að fólk leiti til sín
með margvísleg vandamál og
áhyggjuefni. „Það eru þó aðallega
fjármálin og hvort einhverjar
lausnir á þeim séu í sjónmáli. Svo
eru það alls konar tilfinninga-
vandamál. Hjónaskilnuðum fer
stöðugt fjölgandi og fólk er mikið
að spá í hvort það sé ekki eitthvað
nýtt að gerast og hvernig úrvalið
á nýjum konum og körlum er.
Veikindi gefa fólki líka oft tilefni
til þess að leita til mín og þá er
það oft að kanna líkurnar á bata.“
Sirrý segist spá í spil og bolla
en lófinn sé samt aðallesningin.
„Það er eiginlega búið að merkja
allt þitt líf í lófann og það má
segja að hann sé persóna hvers
og eins. Annars fer þetta allt eft-
ir því hversu forvitin ég er og ef
spilin og bollinn segja ekki alveg
allt sný ég mér að lófanum.“
Sirrý segir að fólk sé mjög mis-
jafnt þegar kemur að því að spá
fyrir því. „Sumir eru mjög lokað-
ir og það er erfitt að komast að
þeim en aðrir koma brosandi og
mjög opnir og það er miklu
auðveldara að spá fyrir
þeim.“
Sirrý fréttir oft af
því þegar spádómar
hennar rætast. „Ég
er með gríðarlega stóran
fastakúnnahóp sem hringir í mig
þegar hlutirnir gerast á jákvæðu
nótunum og lætur mig vita að
þetta hafi gengið upp“, segir hún
og bætir því við að hún hafi aldrei
fundið fyrir fordómum í garð spá-
kvenna. Hún segir að veturinn
leggist vel í sig, bæði almennt og
hvað veðrið
snertir. „Þetta
verður sem
betur fer
ekki harður
vetur.“ ■
Það að spá fyrir hlutabréfa-markaði er í sumum tilvikum
eins og að spá fyrir um hver er
með fallegasta andlitið þegar það
er einhver keppni í gangi,“ segir
Már Wolfgang Mixa, forstöðumað-
ur SPH Verðbréfa. „Þegar þú ert
til dæmis að spá í hverjir eiga sjö
fallegustu andlitin af einhverjum
hundrað líturðu ekki á andlitin út
frá eigin sjónarmiði. Þú spáir í
hvað öðrum finnst fallegast og
metur það út frá því hvað þú telur
að öðrum finnist. Almennt þegar
reynt er að spá fyrir um hvort
tiltekin hlutabréf fari upp er
reynt að gera það út frá rök-
rænum og vitsmunalegum
sjónarhóli. Síðan skjóta aftur
á móti tískubólurnar upp
höfðinu inn á milli og þá fer
fólk að velta fyrir sér hvað
það eigi að halda á næst-
unni og hvað aðrir muni
halda á næstunni.“
Már bendir einnig á að þegar
komi að verðmati verðbréfa sé
ekki einungis hægt að horfa í virði
þess. „Gjaldeyrismarkaðir eru
gott dæmi þar sem sveiflur til
skemmri tíma fylgja oft
engum rökum. Þegar
sérfræðingar spá því
að dollarinn muni
hækka, er þá sú spá
ekki strax komin inn
í verðið? Þeir eru þá
að spá í hvað aðrir
sérfræðingar spá og
meta hlutina út frá
rökum sem
standast ekk-
ert sérstak-
lega. Þegar
m i k l a r
sveiflur eiga
sér stað á
mörkuðum
fer sálfræði-
þátturinn oft
að ýkja slíkar
sveiflur, sem
er ómögulegt að
spá fyrir endan-
um á. Það er auð-
velt að tapa sér í
þessari hringa-
vitleysu.“ ■
22 21. september 2003 SUNNUDAGUR
Framtíðin er hulin þoku semhefur að geyma dýrmæta vit-
neskju af ýmsu tagi.
Spámenn og -konur, seiðkarlar
og vitringar hafa í kjölfar upplýs-
ingarinnar verið að víkja fyrir
tölvum og nútímaspámönnum
sem reyna að sjá fyrir veðra-
breytingar, jarðhræringar, hluta-
bréfaverð, þróun heims- og
stjórnmála með tölvum, forritum
og öðrum tækjum, tólum og kenn-
ingum eðlisfræðinnar, markaðar-
ins og hinna ýmsu félagslegu
fræða. Allir spádómar geta þó
brugðist sama hversu mikið menn
telja sig hafa í höndunum eða ríka
tilfinningu fyrir gangi mála, eins
og sjá má af viðtölum við nokkra
sem kalla má spámenn nútímans
hér á síðunni. Af viðtölum við þá
að dæma virðist starf þeirra ekki
svo frábrugðið spámennsku
fortíðarinnar í raun og veru.
Framtíðin er jafn dularfull og
óræð og áður. Vísindamenn,
verðbréfasalar og aðrir þurfa að
reiða sig á hreinar tilfinningar.
Er eitthvað að marka
spádóma?
Spákonur sem spá í bolla, lófa
og spil hafa síður en svo lagt upp
laupana þó vísindin hafi að mestu
tekið yfir veðurspár og menn
styðjist við fræðikenningar mark-
aðarins þegar þeir reyna að átta
sig á gangi mála á verðbréfa- og
peningamörkuðum. Spákonurnar
einbeita sér líka frekar að ein-
staklingnum og örlögum hans
og koma með órökstudda spá-
dóma á meðan fræðingarnir
skoða viðfangsefni sín í víðara
samhengi.
Vísindavefur Háskóla Íslands
telur alls ekki að „allir spádómar
um mannleg samskipti séu hjóm
eitt eða tilbúningur. Þvert á móti
er oft hægt að segja fyrir um slíkt
með nokkurri vissu, ef menn eru
glöggir og þekkja sæmilega til,“
og minnir það á spádómsgáfu
Njáls á Bergþórshvoli sem lagði
Gunnari á Hlíðarenda lið með góð-
um ráðum sem áttu það þó til að
bregðast.
Spáð í fréttirnar
Margir vilja meina að markað-
urinn sé hin eina sanna merkingar-
miðja flöktandi samtímans. Það er
því ef til vill ekki svo galið að
reyna að spá fyrir um framtíðina
með tilliti til tilfinningar markað-
arins. Þessi hugmynd kom upp í
varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna í Pentagon ekki alls fyrir
löngu, var slegin af en lifir í
breyttri mynd á vefnum
www.newsfutures.com.
Á Newsfutures.com geta þeir
sem heimsækja vefsetrið keypt
hlutabréf í óorðnum atburðum.
Forsprakkar heimasíðunnar
fylgjast vel með því hvernig
markaðnum gengur að sjá fram í
tímann og segja að hér sé frétta-
mennska framtíðarinnar sem
byggir á gagnvirkum fréttum í
þróun. Til dæmis telja um 30% á
síðunni að Arnold Schwarze-
negger verði næsti ríkisstjóri
Kaliforníu.
Allt endurspeglar þetta hina
ævafornu mannlegu iðju að reyna
að sjá framtíðina fyrir. Sú iðja
lifir góðu lífi í samfélaginu í dag.
Vituð þér enn eða hvað?
thorarinn@frettabladid.is
Spákonan:
Með lífið í lófanum
BOLLI, PENDÚLL OG TAROTSPIL
Spákonur sem spá í bolla, lófa og spil hafa
síður en svo lagt upp laupana og þótt vís-
indin hafi að mestu tekið yfir veðurspár og
menn styðjist við fræðikenningar markaðar-
ins þegar þeir reyna að átta sig á gangi mála
á verðbréfa- og peningamörkuðum eru
spámenn nútímans ekki svo
ósvipaðir spámönnum fortíðarinnar.
Spámenn nútímans
Framtíðin er heillandi viðfangsefni og engum blandast hugur um að það er
feikilegur styrkur fólginn í því að geta séð hið óorðna fyrir, hvort sem það er í
ástamálum, verðbréfaviðskiptum, veðrinu eða fótboltagetraunum. Það er þó
ekkert gefið í þessum efnum og allt breytingum undirorpið og þó vísindin
hafi tekið öll völd á sumum sviðum þurfa jafnvel veðurspámenn að styðjast
við óljósar tilfinningar byggðar á gamalli reynslu.
Á Newsfutures.com
geta þeir sem heim-
sækja vefsetrið keypt hluta-
bréf í óorðnum atburðum.
Forsprakkar heimasíðunnar
fylgjast vel með því hvernig
markaðnum gengur að sjá
fram í tímann og segja að
hér sé komin fréttamennska
framtíðarinnar sem byggir á
gagnvirkum fréttum í þróun.
Til dæmis telja um 30% á
síðunni að Arnold Schwarze-
negger verði næsti ríkisstjóri
Kaliforníu.
,,
MÁR WOLFGANG MIXA
„Maður er alltaf að reyna að
vera óskaplega klár. Það eina
sem maður getur gert er að
gefa sér forsendur en það er
oft hægt að gera ósköp lítið
af viti.“
Sparkspekingurinn:
Peningar í tippinu
GESTUR HALLDÓRS-
SON
„Þó allt segi að einhver
leikur eiga að fara 1 þá
getur hann alltaf end-
að í X eða 2. Þannig
að heppnin hefur sitt
að segja þó það þurfi
að pæla í þessu líka.“
Maður ímyndar sér náttúrlegaað þau lögmál eðlisfræðinnar
sem maður heldur sér í þegar
maður er að spá hvað muni gerast
í lofthjúpnum standi á traustari
grunni en liggur að baki þeim spá-
dómum sem snerta mannheima
meira,“ segir Haraldur Ólafsson
veðurfræðingur. „Það er þó engu
að síður þannig að veðurspárnar
fara stundum í vaskinn. Það er að
vísu svo sjaldan núorðið að það
telst fréttnæmt ef það gerist með
skammtímaspár einn eða tvo daga
fram í tímann.“
Haraldur segist ekki vera frá
því að hugmynd fólks um veður-
spámanninn sem horfi til himins
og reyni að lesa í gang mála sé
mörgum veðurfræðingnum ofar-
lega í huga. „Það er hægt að sjá
svo margt með því að stara upp í
himininn og þó menn haldi sér
fast í tölur sem er potað inn í tölv-
ur eru margir þættir í veðurspá-
dómunum sem kalla á athuganir.
Þetta á sérstaklega við um þoku
og úrkomu og þess háttar í
skammtímaspám.“
Haraldur segir að þó veður-
fræðin standi á traustum grunni
eðlisfræðinnar styðjist veður-
fræðingar oft við eðlisávísunina.
„Tilfinningin sem menn hafa er þá
ekkert út í bláinn og er yfirleitt
fengin úr reynslupokanum sem
stjórnar þessari tilfinningu. Menn
styðjast nánast daglega við eðlisá-
vísunina, ekki síst þegar maður
þekkir ákveðna reikninga og þeg-
ar ákveðin veðurstaða er uppi
reiknar maður með því að útkom-
an sé vitlaus. Þetta byggist þá á
reynslunni sem við höfum af til-
teknum reikningum sem við höf-
um fylgst með um hríð.“ ■
HARALDUR ÓLAFSSON
„Það er þó engu að síður þannig að veður-
spárnar fara stundum í vaskinn. Það er að
vísu svo sjaldan núorðið að það telst frétt-
næmt ef það gerist með skammtímaspár
einn eða tvo daga fram í tímann.“
SIRRÝ SPÁKONA
Segir það mjög misjafnt hversu mikið sé að
gera hjá sér. „Ég reyni að stíla inn á að
taka ekki nema 3 til 4 á dag, nema eitt-
hvað sérstakt komi upp á. Það hringir
stundum fólk sem þyrfti helst að komast
að í gær og þá hliðra ég til og tek stund-
um á móti því seint á kvöldin.“
Verðbréfasalinn:
Hringavitleysa
Veðurfræðingurinn:
Treystir á tilfinningu og lögmál
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM