Fréttablaðið - 21.09.2003, Page 25
1944 og sat til
dánardægurs árið 1952. Ásgeir
Ásgeirsson sat í 16 ár (1952-1968),
Kristján Eldjárn í 12 ár (1968-
1980) og Vigís Finnbogadóttir í
ein 16 ár (1980-1996).
Misjöfn nálgun
Álitsgjafarnir nálguðust spurn-
inguna út frá mismunandi sjónar-
hornum. Margir hverjir báru aug-
ljóslega takmarkaða virðingu fyrir
forsetaembættinu meðan aðrir
vönduðu mjög val sitt með það fyr-
ir augum að leita eftir ákjósanleg-
asta forsetaefninu. Einnig stóðu
álitsgjafarnir frammi fyrir þeirri
spurningu hvort Ólafur Ragnar
Grímsson hygðist bjóða sig fram
aftur. Þá breytast forsendurnar:
Er ástæða til að skipta út? Þorir
einhver gegn Ólafi Ragnari? Menn
nálguðust því spurninguna út frá
mismunandi for-
sendum. „Mín
tilfinning er sú
að Íslend-
ingar séu
reiðubúnir
að fylkja
sér að baki einhverjum
hófstillari manni en útbrunnum
pólitíkusi,“ sagði einn álitsgjaf-
anna. „Nú er þörf á því, líkt og þeg-
ar Kristján Eldjárn kom fram á
sínum tíma.“
Umdeilt embætti
Þó svo að hinum ágætu álits-
gjöfum Fréttablaðsins væri gert
að undanskilja sitjandi forseta
gátu margir ekki stillt sig um að
nefna Ólaf Ragnar Grímsson.
„Hann stendur sig ágætlega, og
er MJÖG vel giftur. Búinn að
hljóta ágætis starfsþjálfun.“ Og
athyglisvert sjónarhorn kemur
fram í þessum ummælum: „Best
að nýta forsetana sem lengst og
láta þá vinna fyrir kaupinu sem
þeir halda áfram að fá eftir að
þeir hætta. Það er allt of dýrt
fyrir þjóðfélagið að vera með
marga fyrrverandi forseta.
Er Vigdís ekki með rúma
milljón í eftirlaun? Ís-
land hefur ekki efni á
mörgum slíkum.“
Margir gátu ekki
fengið sig til að nefna
neinn. „Þegar honum hugnast að
stíga niður af hæðum sínum ber
að leggja þetta embætti niður.
En bara þegar honum þóknast
að hverfa aftur til jarðarinnar.
Ég ætla engum að verða hans
arftaki. Hann var alþýðusinni,
ótrúlegt til þess að hugsa,“ sagði
einn þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins. Og ótrúlega margir í
þeim flokki voru þessarar skoð-
unar og báðust undan því að
nefna hugsanlega frambjóðend-
ur einmitt á þessum forsendum.
„Einhverra hluta vegna hef ég
ama af forsetaembættinu. Tel
reyndar best að leggja það nið-
ur,“ sagði einn úr þeim ranni og
var þar af leiðandi tregur til að
taka þátt í bollaleggingum þar
um. „Jafnvel þó Hannes Hólm-
steinn gegndi því. Biðst því und-
an.“
Umræddur Hannes Hólm-
steinn segir í grein sem heitir
„Forsetaembættið og þingræð-
isreglan“ og birtist í Morgun-
blaðinu í febrúar 2002: „[...]
hvort ekki mætti fela forseta
Alþingis þær skyldur, sem
hvíla nú á herðum forseta. Þar
skiptir ekki máli, að kostnaður
af forsetaembættinu hefur tvö-
faldast á fimm árum, frá 1995
til 2000, úr 50 milljónum króna
1995 í 131 milljón króna 2000,
heldur hitt, að Alþingi er elsta
og virðulegasta stofnun þjóð-
arinnar, og væri því hæfilegur
sómi sýndur með því.“
jakob@frettabladid.is
25SUNNUDAGUR 21. september 2003
ÁLITSGJAFAR OG
STIGAÚTREIKNINGAR
Leitað var til valinkunnra einstaklinga
sem fylgjast vel með þjóðmálunum og
þeir beðnir um að nefna til þrjá sem
þeir geta séð fyrir sér í forsetaframboði
að ári. „Kjörkössum“ var lokað þegar 24
höfðu skilað tilnefningum. Sá sem
nefndur var í 1. sæti fékk 3 stig, 2. sætið
gaf 2 og það þriðja 1 stig. Álitsgjafar
blaðsins voru: Ari Matthíasson fram-
kvæmdastjóri, Árni Steinar Jóhannsson
garðyrkjumaður, Ásgeir Friðgeirsson rit-
stjóri, Egill Helgason blaðamaður, Egill
Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri, Frið-
rik Weisshappel fjölmiðlamaður, Guðrún
Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri, Gunn-
ur Vilborg Guðjónsdóttir verslunarstjóri,
Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður,
Halldór Bragason tónlistarmaður, Hall-
dóra Geirharðsdóttir leikkona, Hrafn Jök-
ulsson skákfrömuður, Jónatan Garðars-
son dagskrárgerðarmaður, Kiddi Bigfoot,
forstöðumaður og markaðsstjóri Norður-
ljósa, Kristján Ari Arason framhalds-
skólakennari, Kristján Þorvaldsson rit-
stjóri, Pétur Óskarsson forstjóri, Salvör
Gissurardóttir lektor, Sigurlaug Halldórs-
dóttir flugfreyja, Silja Hauksdóttir kvik-
myndagerðarmaður, Stefán Hjörleifsson
tónlistarmaður, Úlfar Eysteinsson mat-
reiðslumeistari, Þráinn Bertelsson rithöf-
undur og Össur Skarphéðinsson alþing-
ismaður.
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON
„Þá yrði loks gaman á Bessastöðum. Jón
er náttúrlega eldklár, skemmtilegur
og mikill sjarmör og svo á hann
konu sem myndi halda veisl-
ur sem munað væri eftir.
Sjónarsviptir að þeim í út-
löndum.“
SKJALDARMERKI ÍSLANDS
Eftir um það bil ár rennur kjörtíma-
bil sitjandi forseta Íslands út. Hugs-
anlega kemur til forsetakosninga.
Atkvæði dreifðust
mjög í þessari óformlegu könn-
un og hér á eftir fara þeir sem
hlutu eina tilnefningu en mis-
mörg stig samkvæmt reglunni:
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra. „Þjóðlegur og fínn
föðurlandsvinur“. Katrín Júlíus-
dóttir þingmaður. „Ung kona
sem kemur vel fyrir og ekki
spillir að hún er einstæð móðir
líkt og Vigdís
Finnbogadóttir.“
Katrín Anna
Guðmundsdótt-
ir, talskona
Femínistafélags-
ins. „Bleikan tón
takk!“ Magnús
Eiríksson tónlist-
armaður. „Ljóm-
andi fulltrúi sem
gæti tekið ramm-
íslensk lög fyrir erlent tignarlið.“
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf-
undur. „Ungur, glæsilegur og
áreiðanlegur með flekklausa
fortíð.“ Ómar Ragnarsson sjón-
varpsmaður. „Fyndinn, skemmti-
legur og þorir.“ Óskar Jónasson
leikstjóri. „Getur töfrað fyrir er-
lenda gesti og er með glæsilega
konu sér við hlið sem hann get-
ur sagað í sundur.“ Svanhildur
Kaaber, lektor við Kennarahá-
skólann. „Heimsborgari af guðs
náð, vel gefin, tungumálamann-
eskja...“ Tinna Gunnlaugsdóttir
leikkona. „Hún og Egill væru
ákjósanlegt forsetapar.“
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra. „Hann myndi drífa upp
vefinn forseti.is.“ Jóakim Dana-
prins. „Ganga alla leið og koma
okkur upp konungi og drott-
ingu.“ Jónína Bjartmarz þing-
maður. „Virðist geta rökrætt við
sjálfstæðismenn og haldið and-
liti þegar þeir bulla hvað mest.“
Margrét Sverrisdóttir fram-
kvæmdastjóri. „Ung, dugleg og
framsækin“. Séra Pálmi Matthí-
asson. „Opinn og getur talað
við skoppara og pólitíkusa jöfn-
um höndum.“ Valgerður Matth-
íasdóttir sjónvarpsmaður.
„Kemur afskaplega vel fyrir og
vill hafa fínt í kringum sig.“ Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
alþingismaður. „Skelegg og að-
laðandi kona sem á sér örugg-
lega enga óvildarmenn.“ Þór-
hallur Gunnarsson sjónvarps-
maður. „Góður talandi, myndar-
legur maður, mikill viskubrunn-
ur og hefur glæsilega drottn-
ingu sér við hlið.“
Árni Snævarr,
fyrrum sjónvarps-
maður. „Á lausu,
ágætt ættarnafn.“
Birna Anna
Björnsdóttir rit-
höfundur. „Á eftir
að verða forseti
einn góðan veð-
urdag, það er
bara spurning
hvenær.“ Edda Andrésdóttir
sjónvarpsmaður. „Glæsileg
kona, síbrosandi, fáguð og
bræðir þá sem hún talar við.“
Guðrún Helgadóttir rithöfund-
ur. „Var flott á þingi og rám
reykingaröddin ber með sér
vald.“ Katrín Fjeldsted læknir.
„Sigld, menntuð í London, á
mann sem er
heimspekingur.“
Júlíus Vífill Ingv-
arsson, fyrrum
óperusöngvari og
kaupsýslumaður.
„Einhver ættar-
laukurinn sam-
kvæmt venju
verður sendur
fram og hann er
sá.“ Magnús
Oddsson ferða-
málastjóri. „Embættismaður af
lífi og sál. Þarf að losa ferða-
þjónustuna við hann.“ Már Ör-
lygsson tölvumaður. „Það er
kominn tími til að bloggari hefj-
ist til valda á Íslandi.“ Sigrún
Hjálmtýsdóttir söngkona:
„Hress og skemmtileg og algjör
sómi af henni.“ Og Svavar
Gestsson sendiherra. „Vanur
maður og ákaflega vel máli far-
inn.“
Önnur forsetaefni
MARGRÉT
SVERRISDÓTTIR
Ung, dugleg og
framsækin.
BJÖRN
BJARNASON
Mynda drífa upp
vefinn forseti.is.
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
Einstæð móðir
eins og Vigdís.
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í haust á hreint ótrúlegum kjörum
til vinsælasta áfangastaðar Íslendinga. Sumarið er í blóma á Spáni fram í október
og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann. Bókaðu strax og tryggu þér síðustu sætin í
haust.
Síðustu sætin í haust.
Stökktu til
Benidorm
1. okt. frá kr.
19.950.
Verð kr. 19.950.-
Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð.
Út 1. okt., heim 22. okt.
Alm. verð kr. 20.950.-
Sértilboð: 1. okt. 3 vikur
Verð kr. 49.950.-
Flug og gisting, m.v. 2 í
stúdíó/íbúð. 1. okt. 3 vikur.
Skattar innifaldir. Staðgreitt. Al-
mennt verð kr. 52.450.-
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is
dMunið Mastercard
ferðaávísunina