Fréttablaðið - 21.09.2003, Qupperneq 35
Þetta verður fyrir íslenskan al-þjóðamarkað,“ segir Valgeir
Guðjónsson tónlistarmaður, sem
lagt hefur lokahönd á nýja hljóm-
skífu sem væntanleg er á markað.
Þar syngur Diddú öll lögin, sem Val-
geir hefur gert við ljóð Jóhannesar
úr Kötlum. Valgeir og Diddú störf-
uðu sem kunnugt er saman í Spil-
verki þjóðanna á árum áður og fer
ekki hjá því að þessi plata beri þess
merki:
„Sum laganna teygja sig allt aft-
ur til Spilverkstímans þannig að ég
býst við að einhverjir eigi eftir að
finna þar samhljóm,“ segir Valgeir,
sem lýsir plötunni að öðru leyti
sem lýriskri og kemur það heim
og saman við fyrri afrek Valgeirs
á tónlistarsviðinu, en hann var
lengst af hinn melódíski hluti
Stuðmanna: „Annars hefur mig
alltaf langað til að skrifa
skáldsögu en það er bara
svo dýrt,“ segir Val-
gerir aðspurður um
næstu verkefni. ■
SUNNUDAGUR 21. september 2003 35
Valli og Diddú
VALGEIR
Endurnýjar
gömul kynni.
DIDDÚ
Syngur fyrir
Valgeir.
Berglind Björnsdóttir ljósmyndari er
með einkasýningu á verkum sínum í Ís-
lenska Grafíksalnum, Hafnarhúsinu.
Berglind nefnir sýningu sína Hringrás
og fjallar hún um hringrás lífsins á tákn-
rænan hátt. Sýningin er opin fimmtu-
daga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18.
Box - ílát - öskjur nefnist sýning í
sal Handverks og hönnunar í Aðal-
stræti. Box ílát öskjur. Valin voru verk
frá 27 aðilum á sýninguna, sem stendur
til 12. október. Opið þri.-sun. 13-17.
Jóna Þorvaldsdóttir sýningu á ljós-
myndum í Ljósfold í Galleríi Fold, Rauð-
arárstíg 14 til 16. Listakonan nefnir sýn-
inguna Þjóðsögu. Sýningin stendur til 5.
október.
Pétur Gautur opnar sýningu á olíu-
málverkum í Baksalnum í Galleríi Fold,
Rauðarárstíg 14. Sýningin stendur til 5.
október. Gallerí Fold er opið daglega frá
kl. 10 til 18, laugardaga frá kl. 10 til 17
og sunnudaga frá kl. 14 til 17.
Opnuð verður sýning á verkum Guð-
mundar Thoroddsen í sal SÍM, Hafnar-
stræti 16. Guðmundur Thoroddsen
myndlistarmaður lést árið 1996. Á sýn-
ingunni verða nokkur verk sem hann
vann að síðustu árin sem hann lifði.
Myndlistarkonan Claudia Mrugolski,
sem málar undir nafninu Mobile, opnar
sýningu á Kaffi Solon. Hún sýnir olíu-
verk, sem eru skemmtileg blanda af æv-
intýraheimi og litaskrúð - svolítið í anda
hins fræga Klee. Sýningunni líkur 17.
október.
Úr Byggingarlistarsafni, sýning á
húsateikningum og líkönum íslenskra
arkitekta verður opnuð í Hafnarhúsinu í
tilefni þess að tíu ár eru liðin frá stofun
byggingarlistardeildar við Listasafn
Reykjavíkur. Í safni deildarinnar eru varð-
veitt söfn teikninga eftir ýmsa af merk-
ustu frumherjum íslenskar byggingarlist-
ar á 20. öld. Sýningin stendur til 2. nóv-
ember.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
Sýningunni „Safneignin og samtím-
inn“ í Listasafni Árnesingalýkur í dag.
Sýningin er opin milli 14 og 18. Aðgang-
ur er ókeypis.
■ ■ FÉLAGSLÍF
Opið hús í Ljósheimum, Brautarholti
8. Ljósheimar er fræðslu- og heilunar-
miðstöð þar sem fólk getur sótt fjöl-
breytt námskeið og einkatíma hjá bæði
innlendu og erlendu fagfólki. Kynnt
verður vetrarstarf Ljósheima og boðið
upp á prufutíma gegn vægu gjaldi.
MARIKO MARGRÉT
Besta brauðið er án efa aspas-stykkið í Bakarameistaranum
í Suðurveri,“ segir hin frækna
sjónvarpskona Mariko Margrét
Ragnarsdóttir. „Bakarameistar-
inn er víða í bænum og þegar asp-
asstykkið er uppselt í Suðurveri
hef ég oft lagt á mig að keyra alla
leið upp í Mjódd. Ég hef líka gert
margar tilraunir til að komast að
hernaðarleyndarmálinu á bak við
uppskriftina,“ segir Mariko, sem
er komin í frí frá sjónvarpinu í
bili en hún hyggst klára nám við
viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík í vor.
Bestabrauðið
■ TÓNLIST
Færðu réttan stuðning?
Tölvustýrður botn sem
tryggir hámarksstuðning
og þægindi.
Enginn er eins
Bylting í svefnlausnum
Klæðskerasaumuð lausn fyrir þig