Fréttablaðið - 21.09.2003, Síða 37
SJÓNVARP Leikkonurnar Holly
Valance og Kym Valentine, sem
báðar leika í sápuóperunni Ná-
grannar, eru ósáttar. Ástæðan er sú
að fyrrum umboðsmaður Holly
kærði hana fyrir samningsbrot.
Umboðsmaðurinn Scott Michael-
son, sem lék Brad Willis í Nágrönn-
um, fékk reisupassann þegar Holly
gerði plötusamning.
Kym er lykilvitni í málinu því
hún segir að Holly hafi sagt við
sig að plötufyrirtæki hennar hefði
beðið hana um að slíta samstarfi
sínu við umboðsmanninn og að
lögmaður þeirra myndi leysa úr
lagaflækjunni.
Þetta kemur sér mjög illa fyrir
Holly sem heldur því fram að hún
hafi ákveðið að reka kappann eftir
að hafa þegið ráð frá mömmu sinni.
Hún segir Kym hafa borið ljúgvitni
í stúkunni, sem er glæpur.
Scott á að hafa ítrekað ráðið
Holly í ljósmyndatökur þar sem hún
þurfti að vera fáklædd gegn vilja
hennar og því einfaldlega ekki stað-
ið sig í vinnunni. Hún segist þess
vegna hafa ákveðið að leita annað.
Scott vill fá 20% af gróða breið-
skífu Holly sem seldist í bílförmum
í Bretlandi. ■
SUNNUDAGUR 21. september 2003 37
Nágrannar þræta
HOLLY VALANCE
Segir Kym hafa logið upp á sig í
vitnastúkunni.
KYM VALENTINE
Hélt því fram að Holly hefði logið upp á
fyrrum umboðsmann sinn.
MARIAH CAREY
Söngkonan Mariah Carey hélt tónleika fyrir
troðfullu húsi í Radio City Music Hall á
fimmtudaginn var. Hér sést hún flytja eitt
laga sinna.
Leikarinn Mel Gibson fékkóvæntan stuðning á umdeilda
mynd sína um síðustu daga Jesú
Krists á föstu-
dag. Það var ekki
af verri endanum
þegar um trúmál
er að ræða því
það voru yfir-
menn Páfagarðs,
höfuðstöðva kaþ-
ólsku kirkjunnar,
sem lögðu bless-
un sína yfir myndina. Myndin,
sem heitir „The Passion“, verður
frumsýnd í apríl á næsta ári.
Jennifer Lopezer víst ekki
búin að afskrifa
það að giftast leik-
aranum Ben Af-
fleck. Hún segist
vilja bíða þar til
hlutir róist niður
og skoða þá málin
í réttu ljósi. Það
lítur því út fyrir að sagan enda-
lausa missi ekki söguþráðinn al-
veg strax.
Vængur flugvélar The DixieChicks lenti á flugstöðvar-
byggingu skömmu eftir að vélin
lenti á flugvellinum í Glasgow á
föstudaginn. Engan sakaði og
stúlkurnar misstu ekki flugið við
áreksturinn og mættu galvaskar
upp á svið um kvöldið. Þær hafa
þó alveg látið það ógert að skjóta
á George W. Bush á tónleikum
eftir vandræðin sem það olli
þeim síðast.
Kylie Minogue gefur út nýjabreiðskífu 17. nóvember.
Fyrsta smáskífa
plötunnar er að
hluta til samið af
Emilíu Torrini.
Það heitir
„Slow“ og kemur
út tveimur vik-
um fyrir stóru
plötuna. Þar með
komst Emilíana í
feitt og þarf líklegast ekki að
hafa áhyggjur af peningum
næstu mánuði og ár. The Nep-
tunes eru sagðir hafa samið
nokkur lög á plötunni og hugsan-
legt er að systir hennar Dannii
Minogue syngi með henni dúett.
Arnold Schwarzenegger hefurverið gagnrýndur
fyrir að forðast það að
hitta andstæðinga sína
í kappræðum. Hann
gefur þá skýringu
að hann vilji ekki
eyða tíma sínum í
smávægilega hluti.
Þess má geta að frambjóðendur
til ríkisstjóra í Kaliforníu eru
ansi margir og eiga fæstir þeirra
raunhæfa möguleika á sigri eins
og Arnold.
Fréttiraf fólki