Fréttablaðið - 21.09.2003, Side 38

Fréttablaðið - 21.09.2003, Side 38
Morgunstund 38 21. september 2003 SUNNUDAGUR Þetta er bráðgaman, fyrir utanhvað þetta flýtir fyrir okkur,“ segir Ásgeir Haraldsson, barna- læknir og sviðsstjóri á Barndeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, um ferðalög lækna um ganga spítalns. Hann segir að hjólin hafi verið keypt í sumar skömmu eftir að nýja barnadeildin tók til starfa. „Við notum hjólin mest til að komast yfir á stóra spítalann þegar við þurfum að líta á röntgenmyndir eða fara annarra erinda. Skemmtilegust er baka- leiðin en hún er niður í móti,“ segir Ásgeir. Hann segir hjólin flýta mjög fyrir mönnum en þau eru ekkert frekar fyrir læknana en annað starfsfólk. „Nei, þau eru ekki ætluð fyrir sjúklingana ef þú meinar það,“ segir Ásgeir og bætir við að hjólin séu tíu og þau séu staðsett við bráðamóttökuna og á öðrum stöðum þar sem lækn- ar þurfi að grípa til þeirra. „Svona hjól eru víða á stórum spítölum og stundum fara menn á milli á reiðhjólum. Við erum ekki komin svo langt enn,“ segir Ás- geir brosandi og brunar af stað. ■ Sjúkrahús ■ Læknarnir á Landspítalanum flýta fyrir sér á hlaupahjólum eftir löngum göngum spítalans en skemmtilegast er að fara niður í móti. Ung ráð ■ Unga fólkið býr oft yfir opnum og skemmtilegum skoðunum um hin ýmsu málefni. Fréttablaðið hafði samband við fjögur ungmenni og spurði þau hvort lögleiða eigi kannabisefni hér á landi. Imbakassinn „Ég vil hafa það notalegt og þægilegt með konunni og fjöl- skyldunni á sunnudagsmorgnum og helst ekki fara úr sloppnum eða náttfötunum,“ segir Ásgeir Davíðsson, veitingamaður í Gold- finger, um morgunstundina sína. „Gott bakkelsi er ómissandi og þegar líður að hádegi er ég vís með að setja Creedence Clear- water Revival á fóninn.“ Læknar á hlaupahjólum Ég fer í líkamsrækt minnst þris-var til fjórum sinnum í viku,“ segir Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður um hreyfinguna sína. „Hér áður fyrr lét ég mér nægja að fara í göngutúra en þeir áttu það til að falla niður. Líkamsrækt- in er þegar farin að skila árangri. Bæði er ég orðinn léttari og svo er úthaldið orðið miklu meira í póli- tíkinni,“ segir Kristinn, sem viður- kennir að æfingarnar í líkams- ræktinni hafi verið leiðinlegar til að byrja með en núna sé þetta allt orðið skemmtilegt. ■ ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Magnús Þorsteinsson. Isabel. Kristján Brooks. Lárétt: 1 ræfill, 6 gana, 7 hótun, 8 fimmtíu og einn, 9 nokkur, 11 ólm, 13 kyrrð, 14 arinn, 15 ennþá, 17 flókinn. Lóðrétt: 2 sálarkvölin, 3 dund, 4 alda, 5 sólguð 7 les ekki, 10 mólendið, 12 ullarvinna, 15 ekki, 16 ónefnd- ur. lausn: Verulega er farið að hitna und-ir Aðalsteini Víglundssyni, þjálfara karlaliðs Fylkis í knatt- spyrnu. Aðalsteinn þykir hafa verið duglegur við að kaupa nýja leikmenn en árangurinn hefur látið á sér standa í leikjum. Fylk- ir er meira eða minna út úr kort- inu á toppi íslenskrar knatt- spyrnu þessa dagana og fátt ann- að til ráða en að láta Aðalstein taka pokann sinn í Árbænum. Sindri Eldon, 17 ára, nemi í Borgarholtsskóla Nei, held ekki. Hef litla skoðuná þessu þannig séð, en það væri ekkert gaman að gera þetta ef þetta væri löglegt.“ Mist Hálfdanardóttir, 15 ára, nemi í Hagaskóla Nei, mér finnst ekki að það ættiað lögleiða kannabisefni af því að þau skemma heilann á fólki. Það er allt í lagi að nota þetta í lækningaskyni en almenn- ingur ætti ekki að geta keypt þetta út í búð.“ Dagbjört Hákonardótt- ir, 19 ára, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð Ekki eins og staðan er í dag. Þaðverður töluvert langt í að það verði leyft á alþjóðamarkaði og það hefur sýnt sig að neyslan hef- ur aukist í þeim löndum sem hafa leyft þetta. Það væri fráleitt að lögleiða efnið hér á landi núna en það er hugsanlegt að það verði leyft eftir 20-30 ár. Persónuleg neysla annarra kemur mér svo sem ekki við en lög eru lög og ég kann vel við lögin eins og þau eru í dag.“ Atli Þór Árnason, 15 ára, nemi í Hvassaleitisskóla Ég segi nei því þá fer þetta baraút í einhverja vitleysu. Það yrði bara ávísun á að eitthvað ann- að yrði lögleitt og á endanum yrði kókaín löglegt. Þetta væri bara fyrsta skrefið.“ 1 6 7 8 9 10 14 15 17 16 2 3 4 131211 5 , lárétt:1garmur,6ana,7ógnun,8li, 9sum,11æst,13 ró14stó,15 enn,17snúinn. Lóðrétt:2angistin,3maus,4unnur, 5 ra,7ólæs,10 móinn,12tó, 15 ei, 16 nn. Slæmar fréttir, Torfi! Þú ert útdauður! Fréttiraf fólki ■ Hreyfingin mín Ástin og tíminn Aldurinn verþig ekki fyrir ástinni en ástin getur varið þig fyrir aldrinum. Jeanne Moreau, frönsk leikkona. ■ Hugleiðingin Foreldrar - Stöndum saman Leyfum ekki eftirlitslaus unglingapartý. HLAUPAHJÓL Læknarnir á Landspítalanum rúlla hreinlega vaktinni upp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Á að lögleiða kannabis- efni á Íslandi?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.