Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 1
nýr musso sport ● góð ráð ▲ SÍÐUR 16-17 bílar o.fl. Jagúarinn hans Kavanagh Draumabíllinn: ● united og arsenal gerðu jafntefli Enski boltinn: ▲ SÍÐA 21 Tilfinningahiti í Manchester ● friðrik þór guðmundsson Afmæli: ▲ SÍÐA 14 Ætlar ekkert að gera MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 21 Sjónvarp 24 MÁNUDAGUR TÖPUÐU TUGUM MILLJARÐA Jóhannes Jónsson í Bón- us segir að aðgerðir lög- reglu gegn Baugi, sem urðu til viðræðuslita um kaup á Arcadia, hafi kostað félagið tugi millj- arða. Sjá síðu 2. SMÆRRI HLUTHAFAR GJALDA Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, telur að hagsmunum smærri hlut- hafa í Eimskipi hafi verið fórnað til þess að sættir næðust á milli Landsbanka og Ís- landsbanka um eignarhald á fjárfestingar- fyrirtækinu Straumi. Sjá síðu 2. ALLIR MEÐ STRÆTÓ Í tilefni loka evrópskrar samgönguviku verður frítt í strætó í dag. Að auki verður farþegum boðið að kíkja í bók á meðan á ferð stendur. Sjá síðu 6. STÓRSIGUR FRAMSÓKNAR Framsóknarflokkurinn vann yfirburðasigur í sveitarstjórnarkosningu í Búða- og Stöðvar- hreppi. Flokkurinn fékk tæp 70% atkvæða en Samfylkingin og óháðir tæp 30%. Einnig var kosið um nafn á nýju sveitarfélagi og var nafnið Austurbyggð valið. Sjá síðu 8. MÁLSTOFA Í dag verður haldin rann- sóknarmálstofa á vegum félagsráðgjafar- skorar félagsvísindadeildar Háskóla Ís- lands. Björg Kjartansdóttir félagsráðgjafi mun kynna meistararitgerð sína í félags- ráðgjöf en í henni er gerður samanburð- ur á félagslegum réttindum innflytjenda í Bretlandi og á Íslandi. Málstofan er hald- in í stofu 202 í Odda kl. 1205. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG KULDABOLI Það heldur áfram að vera kalt og hvasst á Íslandi í dag. Á eynni Krít er hins vegar 27 gráða hiti og heiðskírt en það er sennilega lítil huggun fyrir Frónbúa. Það mun þó hlýna örlítið og lægja eftir því sem líður á vikuna. Sjá bls. 6. OFSAVEÐUR Hvassviðrið sem gekk yfir landið í gær olli minni skemmdum en óttast var. Mest fór vindhraðinn í 30 m/s fyrir norðan land en veðrinu hafði slotað að mestu leyti um kvöldmatarleytið. Alls voru 70 björgunarmenn að störfum víða um landið vegna veður- ofsans. Bátur losn- aði í höfninni á Hvammstanga og rak stjórnlaust upp í varnargarð. Mikill sjógangur gerði björgunar- sveitarmönnum erfitt fyrir að komast um borð og koma böndum á bátinn en það tókst að lokum. Á Sauðárkróki var rækjutogari ná- lægt því að losna frá bryggjunni og gekk mikið á þar sem öll tóg og vír- ar slitnuðu margoft áður en tókst að festa bátinn tryggilega. Margir lentu í vandræðum í kafaldsbyl og hálku á Holtavörðu- heiði. Þar fóru margar bifreiðar út af veginum og þurftu lögregla, björgunarsveitir og starfsmenn frá Vegagerðinni að koma fólki til aðstoðar. „Þetta var mjög slæmt á tíma- bili,“ sagði Steinar Snorrason, varð- stjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi. „Þarna var 25-30 metra vindhraði og hitastigið við frostmark. Skyggni var lítið sem ekkert og varla sást á milli stika á veginum.“ Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi slysavarnafélagsins Lands- bjargar, sagði björgunarsveitir víða hafa þurft að festa niður lausamuni og aðstoða fólk en allt hafi það gengið vel og björgunar- sveitir hafi hætt sínum störfum seinnipartinn í gær. „Það reyndist erfitt að festa bátana á Hvamms- tanga og á Sauðárkróki en þess utan var helst um það að ræða að festa lausamuni og aðstoða fólk við að festa niður þakplötur og annað slíkt sem hætta var á að gæti fokið. Það var víða sem tilkynnt var um slíkt en hvergi varð alvarlegt tjón eða fólk í hættu.“ albert@frettabladid.is 22. september 2003 – 229. tölublað – 3. árgangur SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Stokkhólmi leitar að sænskum síbrotamanni á fertugsaldri í tengslum við morðið á utanríkisráðherranum Önnu Lindh. Annar maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Eftir að hafa fylgt eftir fjölda vísbendinga frá almenningi bein- ist áhugi lögreglunnar nú einkum að dæmdum glæpamanni sem ít- rekað hefur verið ákærður fyrir grófar líkamsárásir og fíkniefna- brot, að því er fram kemur í Aftonbladet. Manninum var gert að sæta geðrannsókn fyrir um það bil einu ári. Heimildarmaður blaðsins segir að hann sé mjög skapbráður og árásargjarn og því komi sterklega til greina að hann hafi framið morðið. „Hann gæti hafa þekkt Önnu Lindh og skyndi- lega orðið reiður út í hana af ein- hverri ástæðu,“ segir heimildar- maðurinn. Lögreglunni hefur ekki tekist að bera kennsl á manninn sem sést á eftirlitsmyndavélum versl- unarmiðstöðvarinnar þar sem morðið var framið. Verið er að afla frekari upplýsinga um nokkra einstaklinga sem taldir eru koma til greina. ■ Morð utanríkisráðherrans Önnu Lindh: Rannsókn beinist að nýjum manni TJÓN Á VINNUPÖLLUM Verstu vindhviðurnar í Reykjavík feyktu þessum stöndugu vinnupöllum á nærliggjandi krana. ■ Varla sást á milli stika á veginum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A góð ráð frikka weiss ● lýsing ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag Yndisleg staðsetning Æskuheimilið: GUÐNI ÞORBERG THEÓDÓRSSON OG SVAVA DÖGG MAGNÚSDÓTTIR Guðni liggur illa særður á sænsku sjúkra- húsi eftir hnífaárás þarlendra unglinga. Íslendingur stunginn af sænskum nýnasistum: Rænulaus í blóðpolli LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmaður, Guðni Þorberg Theódórsson, ligg- ur illa særður á sjúkrahúsi í Karl- stadt eftir hrottalega hnífárás sænskra ungmenna. Sænska lög- reglan segist hafa tvo pilta í haldi vegna tilræðisins. Að sögn Höllu Ólafar Krist- mundsdóttur, sem er móðir unn- ustu Guðna, Svövu Daggar Magn- úsdóttur, fór Guðni út eftir mið- nætti á föstudagskvöld. Með Guðna voru sextán ára stjúpbróðir hans og íslenskur vinur bróðurins. „Þeir fóru út að ganga með hund- inn og Guðni fór með,“ segir Halla. Skammt frá heimilum þeirra mættu Íslendingarnir unglinga- gengi sem Halla hefur eftir dóttur sinni að hafi verið nýnasistar. Halla segir Guðna munu hafa skipt sér af orðahnippingum sem voru á milli stúlkna og drengja í nýnasistagenginu. Íslensku pilt- arnir tveir hafi þá dregið sig frá hópnum: „Svíarnir þoldu ekki að Guðni væri að skipta sér af og stungu hann. Guðni slapp en þeir náðu honum og stungu hann meira og börðu. Hann slapp aftur. Strákur á skellinöðru varaði hann við að þeir væru enn á eftir honum og hann faldi sig inni í runna. Þá gáfust þeir upp,“ segir Halla. Að sögn Höllu röktu íslensku piltarnir tveir blóðslóðina að strætóskýli einu. „Guðni lá þar rænulaus í blóði sínu. Annar strák- urinn hringdi á lögguna og hinn hljóp að ná í Svövu. Hún kom og reyndi að fá Guðna til að vakna. Hann opnaði augun og leit á hana. Svo kom sjúkrabílinn,“ lýsir Halla. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu í Karlstadt er Guðni ekki í lífshættu eftir að hafa geng- ist undir aðgerð. Halla segir Guðna hins vegar hafa verið í lífshættu áður en á sjúkrahúsið kom: „Hann var stunginn tvisvar í bakið og skorinn á hálsi. Hann var líka stunginn rétt undir augað. Svo nefbrotnaði hann og kjálkabrotn- aði. Þeir ætluðu bara að ganga frá honum,“ segir hún. Bróðir Guðna fór utan í gær til að vera við hlið þeirra. Svava og Guðni, sem hafa búið í rúmt ár í Karlstadt, hugðust flytja heim til Íslands næsta laugardag. Guðni er 32 ára. ■ Óveður olli tjóni og truflunum Hvassviðrið sem gekk yfir landið olli minna tjóni en óttast var. Víða þurfti að kalla til björgunarsveitarmenn til að festa lauslega hluti en engin alvarleg slys urðu vegna veðurofsans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.