Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 45
17MÁNUDAGUR 22. september 2003 Bíllinn: Vistvernd í verki Vistvernd í verki stendur að opn-um fundi í ráðhúsi Reykjavíkur á bíllausa deginum, 22. september, kl. 16.30. Vistvernd í verki er verk- efni Landverndar sem undanfarin ár hefur beint athyglinni að því að gera má ýmsar einfaldar umbætur í daglegu lífi sem draga úr sóun, bæta umhverfið og auka lífsgæðin. Á bíl- lausa deginum stendur Vistvernd í verki fyrir opnum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur. Alda Jónsdóttir, for- maður Íslenska fjallahjólaklúbbs- ins, talar um hjólreiðar í borginni og Runólfur Ólafsson frá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda fjallar um bílamenningu og akstur. ■ Konur og umferð: Umhugað um öryggi Konur vilja harðari refsingarvið hraðakstri og nota bíl- belti meira en karlar. Þetta eru niðurstöður sænskrar rannsókn- ar. Hún leiðir einnig í jós að kon- ur hafa meiri áhuga á öryggi í umferð en karlmenn. Rannsóknin var gerð á meðal 2.100 manns á aldrinum 15-84 ára. Eva Marie Törnström, formaður samtak- anna Konur á vegum úti, er ekki undrandi á niðurstöðunni. Hún segir konur hafa meiri ábyrgðar- tilfinningu og vilji ekki taka þá áhættu að verða einhverjum að aldurtila í umferðinni vegna óábyrgs aksturs. ■ Ráð við hraðakstri: Örflögur í bílnúmera- plötum? Bandarísk stjórnvöld hafa íhyggju að beita nýjum að- ferðum til að hafa hendur í hári þeirra ökumanna sem stunda hraðakstur. Um er að ræða svip- aða rafræna tækni og þá sem á að nota til að rukka vegatolla eftir árið 2010. Ein hugmyndin er sú að setja örflögur inn í bílnúmeraplötur og þannig verði hægt að fylgjast með bílum allan sólarhringinn. Þannig verði hægt að sækja öku- níðinga til saka freistist þeir til að stíga of fast á bensíngjöfina. ■ PORSCHE Þeir sem aka um á einum svona gætu þurft að passa sig enn frekar í umferðinni eftir nokkur ár. FLOTTUR BENZ Sýningargestur gengur framhjá tilraunaútgáfu af Mercedes Benz F400 sem var til sýnis á alþjóðlegri bílasýningu í Malasíu. Á sýningunni var að finna allt það nýjasta frá evrópskum og asískum bílaframleiðundum. AP /M YN D Útsala hjá Toyota: 135 bílar seldust Alls seldust um 135 bílar á út-sölu á notuðum Toyota-bílum á dögunum. Útsalan stóð yfir í fjóra daga og lauk henni sunnu- daginn 14. september. Fjöldi fólks lagði leið sína á út- söluna, sem var haldin á Kringluplaninu, og strax við opn- un á fimmtudagsmorguninn var komin um þrjátíu manna biðröð af óþreyjufullum kaupendum. Að sögn Dags Jónassonar, sölustjóra notaðra bíla hjá Toyota, fóru viðtökurnar fram úr björtustu vonum. „Þetta var al- veg frábært, það er óhætt að segja það. Þetta var líka öðruvísi útsala hjá okkur og það vakti at- hygli. Kringlutorg er afar óhefð- bundinn staður.“ Minni fólksbílar voru vinsæl- astir á útsölunni en þeir voru seldir á verði niður í 200.000 krónur. „Þegar svona útsölur eru annars vegar virðist fólk oftast vera að leita eftir einhverju ódýrara, í kringum 500.000 krón- ur. Það er verðflokkurinn sem var að seljast mjög vel.“ Útsalan hefur hingað til ekki verið árviss viðburður og að sögn Dags er óvíst hvort hún verði haldin aftur á næsta ári. „Maður verður bara að sjá hvernig þetta þróast áfram. Við erum núna að búa okkur undir að taka á móti miklu magni af Toyota-bílum sem eru að koma af bílaleigum, þan- nig að við erum bara aðeins að losa til.“ ■ MUSSO Breytt úr jeppa í pickup. Nýr Musso Sport: Úr jeppa í pallbíl Nýr Musso Sport pickup er áleiðinni hingað til lands að sögn Árna Sveinssonar, sölumanns hjá Bílabúð Benna. Auk þess eru væntanlegar tvær tegundir af Da- ewoo og sex cl. Porce jeppi. „Þeir eru að breyta þessum Musso bíl úr jeppa í pallbíl en ekki öfugt. Það er eitthvað sem hefur ekki verið gert áður,“ segir Árni. „Það eru góð sæti í þessum bíl. Maður situr í honum eins og í upp- runalegum jeppa en ekki nánast í gólfinu eins og oft er raunin í pall- bílum.“ ■ Starfsmaður Bridgestone: Stökk fram af bjargi Starfsmaður japanska dekkja-framleiðandans Bridgestone Corp. sem hafði verið yfirheyrður vegna mikils eldsvoða sem varð í framleiðsluveri skammt frá Tókíó, framdi sjálfsvíg á dögunum. Maðurinn, sem var 47 ára gam- all, var á meðal þeirra fyrstu sem urðu varir við eldsvoðann. Alls eyðilögðust um 1.650 þúsund dekk í eldinum og um 5.000 manns þurftu að yfirgefa nærliggjandi svæði. Búið var að yfirheyra manninn vegna málsins og til stóð að hann mætti aftur til yfirheyrslu. Í stað þess að láta sjá sig stökk maðurinn fram af bjargi í bænum Nara og skildi eftir sjálfsmorðsbréf. ■ Vetrardekk undir bílinn: Engin tíma- mörk Frestur til að setja vetrardekkundir bíla rennur ekki út 1. nóv- ember eins og missagt var í frétt blaðsins í síðustu viku. Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir að ekki megi nota keðjur og neglda hjólbarða á tíma- bilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Því má ekki hafa neglda hjólbarða á bílum fyrir 1. nóvember (nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna). Engin tímamörk eru í sömu reglugerð varðandi vetrardekk heldur kveðið á um að þegar snjór eða ísing er á vegi skuli hafa snjó- keðjur á hjólum eða eftir aksturað- stæðum annan búnað, t.d. gróf- mynstraða hjólbarða (vetrardekk) með eða án nagla. ■ TOYOTA Útsalan hjá Toyota hefur ekki verið árviss viðburður. TOYOTA COROLLA Notaðir Toyota-bílar seldust vel á Kringluplaninu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Foreldrar - Sýnum ábyrgð Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda ungmennum undir 20 ára aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.