Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Sænsk
martröð
Í Svíþjóð virðist gömul martröðvera að endurtaka sig. Það lítur út
fyrir að miklar efasemdir séu uppi
um að hinn 35 ára gamli maður sem
lögreglan handtók í síðustu viku og
var úrskurðaður í gæsluvarðhald í
viku tengist morðinu á Önnu Lindh.
Rithöfundurinn Jan Guillou segir að
ritstjórar og fréttastjórar um alla
Svíþjóð liggi á bæn og biðji þess að
DNA-rannsókn leiði í ljós að hinn
handtekni maður sé í rauninni mað-
urinn á myndunum úr eftirlits-
myndavélunum í NK-vöruhúsinu
sem allir fjölmiðlar hafa birt.
NAFN MANNSINS sem situr í
gæsluvarðhaldi hefur ekki ennþá
verið birt í sænskum fjölmiðlum þótt
allir Svíar geti lesið nafn hans í
dönskum blöðum. Nafnleyndin
breytir þó ekki því að sænsku blöðin
hafa skrifað bæði eitt og annað um
hinn handtekna mann og lífshlaup
hans sem gerir honum kleift að
rukka inn háar skaðabæður ef ekki
tekst að sanna sekt hans.
SVIPAÐ FJÖLMIÐLAFÁR varð
eftir morðið á Olof Palme fyrir 17
árum þegar 33 ára gamall maður
hlaut mikla umfjöllun í fjölmiðlum
vegna grunsemda sem að honum
beindust. Þegar hann var látinn laus
úr haldi lögreglu sneri hann sér að
því að innheimta stórar fúlgur hjá
fjölmiðlum sem höfðu farið offari
við að rifja upp heldur ógeðfelldar
sögur um ævi hans. Skaðabæturnar
komu honum þó ekki að miklum not-
um því að eftir hina miklu fjöl-
miðlaumfjöllun taldi sá maður sér
ekki lengur vært í heimalandi sínu
og flutti burt.
VONANDI tekst sænsku lögregl-
unni að upplýsa þetta skelfilega mál
með þeim hætti að málsatvik verði
engum vafa undirorpin. Það er eins
og óupplýst glæpamál skilji eftir sig
svartan blett á þjóðarsamviskunni,
og lögreglurannsóknir og dómsniður-
stöður sem orka tvímælis verði að
martröð, eins og við Íslendingar
könnumst við frá hinu svonefnda
Geirfinnsmáli. Þegar stór mál koma
upp standa fjölmiðlar frammi fyrir
því vandasama verkefni að vera
fyrstir með fréttirnar – og segja
jafnframt satt og rétt frá. Og þá er
hætta á því að sannleikurinn verði
fórnarlamb hraðans í fréttaumferð-
inni.